Hallur og Jón Kristinn leiða káta íslenska Brexit-menn um London Jakob Bjarnar skrifar 31. janúar 2020 13:00 Jón Kristinn ræðir við Hall um The Vulture´s Lair en sambönd þeirra meðal breskra Brexitsinna mun að öllum líkindum koma íslenska hópnum í innsta hring. Heldur minni hópur Íslendinga en að var stefnt er farinn utan til Englands til að fagna með Bretum þegar þeir ganga með formlegum hætti úr Evrópusambandinu í kvöld klukkan 23. Boðað var til ferðarinnar fyrir nokkru, skipulögð af Heimsýn – Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, en þegar upp var staðið stendur hópurinn ekki saman af nema 12 til 15 mönnum. Fámennt, en góðmennt eins og sagt er því þarna mun gleðin verða við völd. Heldur betur. Enda um heimssögulegan viðburð að ræða. Komast í innsta hring vegna sambanda Halls Vísir ræddi við einn foringja hópsins, Gunnlaug Ingvarsson stjórnarmann í Heimssýn og formann Frelsisflokksins, fyrir nokkru í tilefni ferðarinnar og var mikill hugur í honum. Fararstjóri er Hallur Hallsson fréttamaður sem að sögn Gunnlaugs er mikill sérfræðingur í Evrópusambandinu sem og breskum stjórnmálum. Honum verður svo innan handar Jón Kristinn Snæhólm stjórmálafræðingur en hann er einnig sérfróður um bresk stjórnmál. Gunnlaugur Ingvarsson er kominn til London þar sem hann og félagar ætla að fagna innilega með breskum skoðanabræðrum því að Bretland sé að fara úr Evrópusambandinu.visir/vilhelm Telja verður það vel til fundið að fá þá Hall og Jón Kristinn til að leiða hópinn en Hallur skrifaði einmitt bók um Evrópusambandið, Vulture´s Lair, og var útkomu bókarinnar fagnað sérstaklega einmitt í London. „Já, í Westminster,“ segir Gunnlaugur sem sér fyrir sér að sambönd þeirra Halls og Jóns Kristins muni verða til þess að hópurinn komist jafnvel í innsta hring Brexitsinna og í gleðskap í þeim ranni sem væntanlega hömlulaus.Hér neðar má sjá frá útgáfuveislu þegar bók Halls var fagnað í London með mikilli viðhöfn. Sjónarmið Halls hafa orðið ofan á í Bretlandi. Munu lyfta einni bjórkönnu eða tveimur Auk þeirra tveggja og Gunnlaugs verður svo formaður Heimssýnar, Haraldur Ólafsson veðurfræðingur, í hópnum. Hópurinn fór utan í gær og snýr aftur 2. febrúar. Gist er á Grand Hotel við Hyde Park. Dagskrá ferðarinnar er svo tíunduð á heimasíðu Heimssýnar. „Gunnlaugur segir að Váfugli, bók Halls sem einnig var gefin út á ensku, hafi verið sérlega vel tekið á Bretlandi. „Sérstakalega af þeim sem voru skeptískir. Hún vakti mikla athygli í pólitíkinni þegar hún var gefin út og hann hefur mikil sambönd. Við fáum að komast inn í allskonar partí sem þeir halda. Við komum til með að skoða þinghúsið og förum að stalli W. Churchills. Þetta verður mikil menningareisa,“ segir Gunnlaugur. Og hann segir að áreiðanlega verð stungið úr einni bjórkönnu eða svo við þetta tækifæri. Þetta er partí. Þá segir Gunnlaugur að nokkur spenna ríki um hvort klukkum Big Ben verði hringt þegar útgangan verður formleg, líkt og var gert í lok seinni heimstyrjaldar. En einhverjar viðgerðir hafa staðið yfir á Big Ben.Hér neðar má svo sjá viðtal Jóns Kristins við Hall Hallsson um bók hans Vulture´s Lair. Bretland Brexit Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Samningur vegna útgöngu Bretlands úr EES undirritaður Í dag undirrituðu utanríkisráðherrar Íslands, Noregs og Liechtenstein samning við Bretland vegna útgöngu Bretlands úr Evrópska efnahagssvæðinu. 28. janúar 2020 16:48 Boris Johnson segir Brexit upphaf en ekki endi Bretland gengur úr Evrópusambandinu í dag. 31. janúar 2020 08:15 Bretar kvaddir á Evrópuþinginu Úrganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið samþykkt af Evrópuþinginu. 29. janúar 2020 17:53 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Tíunda skotið klikkaði Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Sjá meira
Heldur minni hópur Íslendinga en að var stefnt er farinn utan til Englands til að fagna með Bretum þegar þeir ganga með formlegum hætti úr Evrópusambandinu í kvöld klukkan 23. Boðað var til ferðarinnar fyrir nokkru, skipulögð af Heimsýn – Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, en þegar upp var staðið stendur hópurinn ekki saman af nema 12 til 15 mönnum. Fámennt, en góðmennt eins og sagt er því þarna mun gleðin verða við völd. Heldur betur. Enda um heimssögulegan viðburð að ræða. Komast í innsta hring vegna sambanda Halls Vísir ræddi við einn foringja hópsins, Gunnlaug Ingvarsson stjórnarmann í Heimssýn og formann Frelsisflokksins, fyrir nokkru í tilefni ferðarinnar og var mikill hugur í honum. Fararstjóri er Hallur Hallsson fréttamaður sem að sögn Gunnlaugs er mikill sérfræðingur í Evrópusambandinu sem og breskum stjórnmálum. Honum verður svo innan handar Jón Kristinn Snæhólm stjórmálafræðingur en hann er einnig sérfróður um bresk stjórnmál. Gunnlaugur Ingvarsson er kominn til London þar sem hann og félagar ætla að fagna innilega með breskum skoðanabræðrum því að Bretland sé að fara úr Evrópusambandinu.visir/vilhelm Telja verður það vel til fundið að fá þá Hall og Jón Kristinn til að leiða hópinn en Hallur skrifaði einmitt bók um Evrópusambandið, Vulture´s Lair, og var útkomu bókarinnar fagnað sérstaklega einmitt í London. „Já, í Westminster,“ segir Gunnlaugur sem sér fyrir sér að sambönd þeirra Halls og Jóns Kristins muni verða til þess að hópurinn komist jafnvel í innsta hring Brexitsinna og í gleðskap í þeim ranni sem væntanlega hömlulaus.Hér neðar má sjá frá útgáfuveislu þegar bók Halls var fagnað í London með mikilli viðhöfn. Sjónarmið Halls hafa orðið ofan á í Bretlandi. Munu lyfta einni bjórkönnu eða tveimur Auk þeirra tveggja og Gunnlaugs verður svo formaður Heimssýnar, Haraldur Ólafsson veðurfræðingur, í hópnum. Hópurinn fór utan í gær og snýr aftur 2. febrúar. Gist er á Grand Hotel við Hyde Park. Dagskrá ferðarinnar er svo tíunduð á heimasíðu Heimssýnar. „Gunnlaugur segir að Váfugli, bók Halls sem einnig var gefin út á ensku, hafi verið sérlega vel tekið á Bretlandi. „Sérstakalega af þeim sem voru skeptískir. Hún vakti mikla athygli í pólitíkinni þegar hún var gefin út og hann hefur mikil sambönd. Við fáum að komast inn í allskonar partí sem þeir halda. Við komum til með að skoða þinghúsið og förum að stalli W. Churchills. Þetta verður mikil menningareisa,“ segir Gunnlaugur. Og hann segir að áreiðanlega verð stungið úr einni bjórkönnu eða svo við þetta tækifæri. Þetta er partí. Þá segir Gunnlaugur að nokkur spenna ríki um hvort klukkum Big Ben verði hringt þegar útgangan verður formleg, líkt og var gert í lok seinni heimstyrjaldar. En einhverjar viðgerðir hafa staðið yfir á Big Ben.Hér neðar má svo sjá viðtal Jóns Kristins við Hall Hallsson um bók hans Vulture´s Lair.
Bretland Brexit Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Samningur vegna útgöngu Bretlands úr EES undirritaður Í dag undirrituðu utanríkisráðherrar Íslands, Noregs og Liechtenstein samning við Bretland vegna útgöngu Bretlands úr Evrópska efnahagssvæðinu. 28. janúar 2020 16:48 Boris Johnson segir Brexit upphaf en ekki endi Bretland gengur úr Evrópusambandinu í dag. 31. janúar 2020 08:15 Bretar kvaddir á Evrópuþinginu Úrganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið samþykkt af Evrópuþinginu. 29. janúar 2020 17:53 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Tíunda skotið klikkaði Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Sjá meira
Samningur vegna útgöngu Bretlands úr EES undirritaður Í dag undirrituðu utanríkisráðherrar Íslands, Noregs og Liechtenstein samning við Bretland vegna útgöngu Bretlands úr Evrópska efnahagssvæðinu. 28. janúar 2020 16:48
Boris Johnson segir Brexit upphaf en ekki endi Bretland gengur úr Evrópusambandinu í dag. 31. janúar 2020 08:15
Bretar kvaddir á Evrópuþinginu Úrganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið samþykkt af Evrópuþinginu. 29. janúar 2020 17:53
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent