Sýknudómur í máli Björgólfs og Gunnars staðfestur í París Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. janúar 2020 12:29 Björgólfur Guðmundsson í viðtali árið 2006 þegar íslensku bankarnir vöktu mikla athygli erlendis. Getty Images/Graham Barclay Áfrýjunardómstóll í París í Frakklandi hefur staðfest niðurstöðu undirréttar þar í landi og sýknað Björgólf Guðmundsson, fyrrverandi aðaleiganda Landsbankans, og Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi yfirmann bankans í Lúxemborg, af ákæru um að hafa blekkt hundruð manna til að taka veðlán hjá Landsbankanum. Fjallað er um málið í frönskum miðlum en Mbl.is greindi fyrst frá hér á landi. Björgólfur var formaður bankaráðs Landsbankans á Íslandi sem var móðurfélag Landsbankans í Lúxemborg. Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi forstjóri Landsbankans í Lúxemborg. Rannsóknin hófst eftir að fjöldi viðskiptavina Landsbankans í Lúxemborg leitaði réttar síns vegna lána sem tekin voru hjá bankanum, flest árið 2007. Þeir sögðu farir sínar ekki sléttar af innheimtu lánanna eftir hrun. Samningarnir sem um ræðir voru svokallað equity release sem gæti útleggst sem „eignalán“ á íslensku. Lánað var gegn veði í fasteign og sá sem tók lánið fékk hluta af láninu greiddan út og fól síðan bankanum eignastýringu á afganginum. Landsbankinn ráðstafaði hluta af lánunum í tiltekna skuldabréfasjóði samkvæmt fyrirmælum frá lántakanum sem í umræddum tilvikum voru allt efnamiklir franskir ríkisborgarar sem voru í viðskiptum við Landsbankann í Lúxemborg. Í mjög mörgum tilvikum var um að ræða lífeyrisþega sem áttu skuldlausar fasteignir. Ákæra var gefin út í september 2015. Fjallað var ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hundruð fasteignaeiganda, þar á meðal söngvarinn frægi Enrico Macias, sökuðu Björgólf og félaga um að hafa svikið þá með flóknum viðskiptafléttum. Alls voru níu ákærðir í málinu en allir sýknaðir í undirrétti í ágúst 2017. Sá dómur hefur nú verið staðfestur fyrir áfrýjunardómstólnum. Gunnar segist í samtali við Mbl.is fegin að þessari sneypuför sé lokið. Félix de Belloy, lögmaður Björgólfs, sagði eftir dómsuppkvaðninguna að réttlætinu hefði í annað skipti verið fullnægt. Málið hefði verið byggt á vafasömum grundvelli. Olivier Baratelli, verjandi eins af hinum sjö sem ákærðir voru, gerði grín að söngvaranum Enrico Macias eftir að dómur var fallinn. Macias veðsetti húsið sitt fyrir 35 milljónir evra í viðskiptum við Landsbankann í Lúxemborg. Hann þarf að greiða þrotabúi Landsbankans 30 milljónir evra. „Macias hefur sungið síðustu laglínuna,“ sagði Baratelli sem vill meina að söngvarinn hafi gefið hópnum sem leitaði réttar síns falskar vonir. Dómsmál Frakkland Hrunið Tengdar fréttir Björgólfur og félagar sýknaðir í París Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi aðaleigandi Landsbankans, og Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi yfirmaður bankans í Lúxemborg, voru í dag sýknaðir af ákæru um að hafa blekkt yfir hundrað manns til að taka veðlán hjá bankanum. 28. ágúst 2017 13:24 „Sannfærður um að þessar ásakanir muni ekki leiða til sakfellingar“ Gunnar Thoroddsen segir af og frá að Landsbankinn í Lúxemborg hafi lofað viðskiptavinum sínum áhættulausum viðskiptum. 29. september 2015 20:43 Björgólfur ákærður í Frakklandi vegna lánveitinga Landsbankans Björgólfur Guðmundsson og Gunnar Thoroddsen eru meðal níu einstaklinga sem eru ákærðir. 28. september 2015 21:45 Meint fjársvik í Lúx: Eingöngu fjárfest á grundvelli skriflegra fyrirmæla Fyrrverandi forstjóri Landsbankans í Lúxemborg segist ekki skilja málatilbúnað fransks rannsóknardómara á hendur sér og segist engin skjöl hafa fengið frá Frakklandi. Ekki er búið að birta ákæruna og þá hefur hún ekki verið þýdd úr frönsku. 30. september 2015 19:00 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Áfrýjunardómstóll í París í Frakklandi hefur staðfest niðurstöðu undirréttar þar í landi og sýknað Björgólf Guðmundsson, fyrrverandi aðaleiganda Landsbankans, og Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi yfirmann bankans í Lúxemborg, af ákæru um að hafa blekkt hundruð manna til að taka veðlán hjá Landsbankanum. Fjallað er um málið í frönskum miðlum en Mbl.is greindi fyrst frá hér á landi. Björgólfur var formaður bankaráðs Landsbankans á Íslandi sem var móðurfélag Landsbankans í Lúxemborg. Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi forstjóri Landsbankans í Lúxemborg. Rannsóknin hófst eftir að fjöldi viðskiptavina Landsbankans í Lúxemborg leitaði réttar síns vegna lána sem tekin voru hjá bankanum, flest árið 2007. Þeir sögðu farir sínar ekki sléttar af innheimtu lánanna eftir hrun. Samningarnir sem um ræðir voru svokallað equity release sem gæti útleggst sem „eignalán“ á íslensku. Lánað var gegn veði í fasteign og sá sem tók lánið fékk hluta af láninu greiddan út og fól síðan bankanum eignastýringu á afganginum. Landsbankinn ráðstafaði hluta af lánunum í tiltekna skuldabréfasjóði samkvæmt fyrirmælum frá lántakanum sem í umræddum tilvikum voru allt efnamiklir franskir ríkisborgarar sem voru í viðskiptum við Landsbankann í Lúxemborg. Í mjög mörgum tilvikum var um að ræða lífeyrisþega sem áttu skuldlausar fasteignir. Ákæra var gefin út í september 2015. Fjallað var ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hundruð fasteignaeiganda, þar á meðal söngvarinn frægi Enrico Macias, sökuðu Björgólf og félaga um að hafa svikið þá með flóknum viðskiptafléttum. Alls voru níu ákærðir í málinu en allir sýknaðir í undirrétti í ágúst 2017. Sá dómur hefur nú verið staðfestur fyrir áfrýjunardómstólnum. Gunnar segist í samtali við Mbl.is fegin að þessari sneypuför sé lokið. Félix de Belloy, lögmaður Björgólfs, sagði eftir dómsuppkvaðninguna að réttlætinu hefði í annað skipti verið fullnægt. Málið hefði verið byggt á vafasömum grundvelli. Olivier Baratelli, verjandi eins af hinum sjö sem ákærðir voru, gerði grín að söngvaranum Enrico Macias eftir að dómur var fallinn. Macias veðsetti húsið sitt fyrir 35 milljónir evra í viðskiptum við Landsbankann í Lúxemborg. Hann þarf að greiða þrotabúi Landsbankans 30 milljónir evra. „Macias hefur sungið síðustu laglínuna,“ sagði Baratelli sem vill meina að söngvarinn hafi gefið hópnum sem leitaði réttar síns falskar vonir.
Dómsmál Frakkland Hrunið Tengdar fréttir Björgólfur og félagar sýknaðir í París Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi aðaleigandi Landsbankans, og Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi yfirmaður bankans í Lúxemborg, voru í dag sýknaðir af ákæru um að hafa blekkt yfir hundrað manns til að taka veðlán hjá bankanum. 28. ágúst 2017 13:24 „Sannfærður um að þessar ásakanir muni ekki leiða til sakfellingar“ Gunnar Thoroddsen segir af og frá að Landsbankinn í Lúxemborg hafi lofað viðskiptavinum sínum áhættulausum viðskiptum. 29. september 2015 20:43 Björgólfur ákærður í Frakklandi vegna lánveitinga Landsbankans Björgólfur Guðmundsson og Gunnar Thoroddsen eru meðal níu einstaklinga sem eru ákærðir. 28. september 2015 21:45 Meint fjársvik í Lúx: Eingöngu fjárfest á grundvelli skriflegra fyrirmæla Fyrrverandi forstjóri Landsbankans í Lúxemborg segist ekki skilja málatilbúnað fransks rannsóknardómara á hendur sér og segist engin skjöl hafa fengið frá Frakklandi. Ekki er búið að birta ákæruna og þá hefur hún ekki verið þýdd úr frönsku. 30. september 2015 19:00 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Björgólfur og félagar sýknaðir í París Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi aðaleigandi Landsbankans, og Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi yfirmaður bankans í Lúxemborg, voru í dag sýknaðir af ákæru um að hafa blekkt yfir hundrað manns til að taka veðlán hjá bankanum. 28. ágúst 2017 13:24
„Sannfærður um að þessar ásakanir muni ekki leiða til sakfellingar“ Gunnar Thoroddsen segir af og frá að Landsbankinn í Lúxemborg hafi lofað viðskiptavinum sínum áhættulausum viðskiptum. 29. september 2015 20:43
Björgólfur ákærður í Frakklandi vegna lánveitinga Landsbankans Björgólfur Guðmundsson og Gunnar Thoroddsen eru meðal níu einstaklinga sem eru ákærðir. 28. september 2015 21:45
Meint fjársvik í Lúx: Eingöngu fjárfest á grundvelli skriflegra fyrirmæla Fyrrverandi forstjóri Landsbankans í Lúxemborg segist ekki skilja málatilbúnað fransks rannsóknardómara á hendur sér og segist engin skjöl hafa fengið frá Frakklandi. Ekki er búið að birta ákæruna og þá hefur hún ekki verið þýdd úr frönsku. 30. september 2015 19:00