Brooklyn Nets heiðraði minningu Kobe Bryant og dóttur hans Giannu í nótt þegar liðið mætti Detroit Pistons í NBA-deildinni.
Fyrir leikinn var sýnt tveggja mínútna myndband með helstu tilþrifum Kobe Bryant á körfuboltaferlinum en einnig voru sýndar myndir af honum og dóttur hans.
The Brooklyn Nets pay tribute to Kobe Bryant, his daughter Gianna, and all of the lives lost on Sunday. pic.twitter.com/NedVruBIWg
— NBA (@NBA) January 30, 2020
Myndbandið endaði með því að kastljósið fór á tvö tóm sæti í fremstu röð og var á þeim í dágóðan tíma. Í sætunum voru gul og fjólublá blóm.
Það var einmitt í þessum tveimur sætum sem Kobe Bryant og Gianna sátu 21. desember síðastliðinn þegar þau mættu til að horfa á leik Brooklyn Nets og Atlanta Hawks. Trae Young, bakvörður Atlanta Hawks, var uppáhaldsleikmaður Giannu.
Á meðan leiknum stóð mátti sjá Kobe Bryant vera að ráðleggja dóttur sinni og fara yfir ákveðin atriði í leiknum.
Eftir þetta var síðan 24 sekúndna þögn til minningar um feðginin en margir áhorfendur mættu í búningi Kobe Bryant á leikinn.
Kyrie Irving, var að leika sinn fyrsta leik frá því að Kobe Bryant féll frá, og hann táraðist á minningarstundinni.
Kyrie Irving pays tribute to Kobe Bryant. pic.twitter.com/dSeNw1rP4d
— NBA (@NBA) January 30, 2020
Damian Lillard's 1st career triple-double of 36 PTS, 10 REB, 11 AST pushes the @trailblazers past Houston at home. pic.twitter.com/K3xa9KCwPN
— NBA (@NBA) January 30, 2020
DeMar DeRozan scores a season-high 38 PTS, guiding the @spurs to victory against Utah. pic.twitter.com/ZckXs3NbnX
— NBA (@NBA) January 30, 2020
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt:
Portland Trail Blazers - Houston Rockets 125-112
Sacramento Kings - Oklahoma City Thunder 100-120
San Antonio Spurs - Utah Jazz 127-120
Brooklyn Nets - Detroit Pistons 125-115
New York Knicks - Memphis Grizzlies 106-127
Indiana Pacers - Chicago Bulls 115-106