Staðan í Hvíta-Rússlandi geti varpað neikvæðu ljósi á Pútín Vésteinn Örn Pétursson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 16. ágúst 2020 21:31 Eiríkur segir að Rússar geti ekki látið sig engu varða hvað á sér stað í Hvíta-Rússlandi. Getty/Stöð2/Samsett Forseti Hvíta Rússlands hefur veitt Rússum heimild til að kveða niður ólguna sem þar hefur geisað frá forsetakosningunum um síðustu helgi. Prófessor í stjórnmálafræði segir að íhlutun Rússa yrði ekki síst þess til að vernda stöðu Rússlandsforseta heima fyrir. Mótmælin í Minsk í dag eru talin þau fjölmennustu í sögu Hvíta-Rússlands. Þar er þess krafist að Alexander Lúkasjenkó forseti taki staf sinn og hatt en það hyggst hann ekki gera. Heldur nýtir hann stafinn til að berja niður mótmæli af hörku. Mótmælendur segja að brögð hafi verið í tafli í forsetakosningum um liðna helgi. Útgönguspár sem stuðningsmenn mótframbjóðandans, Svetlönu Tíkanovskaju, stóðu fyrir á kjördag sýndu fram á stórsigur hennar. Tölurnar úr kjörkössunum voru hins vegar ekki í samræmi við þær niðurstöður. Lúkasjenkó forseti hafði hlotið 80 prósent atkvæða, sem Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur telur eðlilegt að efast um. „Kosningar í Hvíta-Rússlandi hafa ekki verið frjálsar á undanförnum árum, svo því sé alveg til haga haldið, og þessar kosningar voru heldur ekki frjálsar,“ segir Eiríkur. Þó yfirstandandi mótmæli gegn forsetanum séu viðamikil segir Eiríkur að andófið sé ekki nýtilkomið í 26 ára valdatíð Lúkasjenkó. „Það hafa verið andófsmenn í Hvíta-Rússlandi í gegn um alla þess tíð. Margir þeirra hafa þurft að flýja land.“ Í þeirra hópi er frambjóðandinn Tíkanovskaja sem flúði til Litháens. Þaðan hefur hún sent stuðningsmönnum sínum myndbandsyfirlýsingar og biðlað til stjórnvalda að stöðva ofbeldi gegn mótmælendum. Sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu hefur lýst stuðningi við mótmælendur og segir að forsetinn þurfi að víkja. Lúkasjenkó greindi hins vegar frá því í gær að hann hefði boðið rússneskum stjórnvöldum að skerast í leikinn til að tryggja stöðugleika í Hvíta-Rússlandi. Það kæmi Eiríki ekki á óvart ef Vladímír Pútín Rússlandsforseti þiggur boðið. Þessi mynd af Pútín og Lúkasjenkó var tekin í heimsókn þess síðarnefnda til Rússlands í sumar.Alexei Nikolsky/Getty „Hvíta-Rússland er að einhverju leyti litli bróðir Rússlands en það er engin leið fyrir Rússland að líta fram hjá þeim atburðum sem gerast í Hvíta-Rússlandi. Þeir geta ekki látið landið bara fljóta inn í einhverja upplausn án þess að stíga þar inn í með einhverjum hætti,“ segir Eiríkur. Hann segir að margt við stöðuna sem uppi er í Minsk megi færa yfir á Moskvu. Því geti atburðir sem eiga sér stað í Hvíta-Rússlandi lýst Pútín upp í röngu ljósi. „Ef við sjáum fram á einhvers konar fall Lúkasjenkó, þá geta sjónir næst beinst að Pútín.“ Rússland Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu lýsir yfir stuðningi við mótmælendur Fyrir rétt rúmum klukkutíma setti Ihor Leshenya, sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu, ávarp inn á Youtube. Í ávarpinu, sem er tekið upp í sendiherrabústaðnum, lýsir sendiherrann yfir stuðningi við mótmælendur og segir sitjandi forseta, Lukasjenko, þurfa að víkja úr embætti. 16. ágúst 2020 09:53 Mótmæla umfjöllun hvítrússneska ríkissjónvarpsins Þúsundir mótmælenda hafa komið saman fyrir utan höfuðstöðvar hvítrússneska ríkissjónvarpsins í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. 15. ágúst 2020 23:10 Útlægur stjórnarandstöðuleiðtogi hvetur til friðsamlegra mótmæla Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. 15. ágúst 2020 08:20 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Forseti Hvíta Rússlands hefur veitt Rússum heimild til að kveða niður ólguna sem þar hefur geisað frá forsetakosningunum um síðustu helgi. Prófessor í stjórnmálafræði segir að íhlutun Rússa yrði ekki síst þess til að vernda stöðu Rússlandsforseta heima fyrir. Mótmælin í Minsk í dag eru talin þau fjölmennustu í sögu Hvíta-Rússlands. Þar er þess krafist að Alexander Lúkasjenkó forseti taki staf sinn og hatt en það hyggst hann ekki gera. Heldur nýtir hann stafinn til að berja niður mótmæli af hörku. Mótmælendur segja að brögð hafi verið í tafli í forsetakosningum um liðna helgi. Útgönguspár sem stuðningsmenn mótframbjóðandans, Svetlönu Tíkanovskaju, stóðu fyrir á kjördag sýndu fram á stórsigur hennar. Tölurnar úr kjörkössunum voru hins vegar ekki í samræmi við þær niðurstöður. Lúkasjenkó forseti hafði hlotið 80 prósent atkvæða, sem Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur telur eðlilegt að efast um. „Kosningar í Hvíta-Rússlandi hafa ekki verið frjálsar á undanförnum árum, svo því sé alveg til haga haldið, og þessar kosningar voru heldur ekki frjálsar,“ segir Eiríkur. Þó yfirstandandi mótmæli gegn forsetanum séu viðamikil segir Eiríkur að andófið sé ekki nýtilkomið í 26 ára valdatíð Lúkasjenkó. „Það hafa verið andófsmenn í Hvíta-Rússlandi í gegn um alla þess tíð. Margir þeirra hafa þurft að flýja land.“ Í þeirra hópi er frambjóðandinn Tíkanovskaja sem flúði til Litháens. Þaðan hefur hún sent stuðningsmönnum sínum myndbandsyfirlýsingar og biðlað til stjórnvalda að stöðva ofbeldi gegn mótmælendum. Sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu hefur lýst stuðningi við mótmælendur og segir að forsetinn þurfi að víkja. Lúkasjenkó greindi hins vegar frá því í gær að hann hefði boðið rússneskum stjórnvöldum að skerast í leikinn til að tryggja stöðugleika í Hvíta-Rússlandi. Það kæmi Eiríki ekki á óvart ef Vladímír Pútín Rússlandsforseti þiggur boðið. Þessi mynd af Pútín og Lúkasjenkó var tekin í heimsókn þess síðarnefnda til Rússlands í sumar.Alexei Nikolsky/Getty „Hvíta-Rússland er að einhverju leyti litli bróðir Rússlands en það er engin leið fyrir Rússland að líta fram hjá þeim atburðum sem gerast í Hvíta-Rússlandi. Þeir geta ekki látið landið bara fljóta inn í einhverja upplausn án þess að stíga þar inn í með einhverjum hætti,“ segir Eiríkur. Hann segir að margt við stöðuna sem uppi er í Minsk megi færa yfir á Moskvu. Því geti atburðir sem eiga sér stað í Hvíta-Rússlandi lýst Pútín upp í röngu ljósi. „Ef við sjáum fram á einhvers konar fall Lúkasjenkó, þá geta sjónir næst beinst að Pútín.“
Rússland Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu lýsir yfir stuðningi við mótmælendur Fyrir rétt rúmum klukkutíma setti Ihor Leshenya, sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu, ávarp inn á Youtube. Í ávarpinu, sem er tekið upp í sendiherrabústaðnum, lýsir sendiherrann yfir stuðningi við mótmælendur og segir sitjandi forseta, Lukasjenko, þurfa að víkja úr embætti. 16. ágúst 2020 09:53 Mótmæla umfjöllun hvítrússneska ríkissjónvarpsins Þúsundir mótmælenda hafa komið saman fyrir utan höfuðstöðvar hvítrússneska ríkissjónvarpsins í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. 15. ágúst 2020 23:10 Útlægur stjórnarandstöðuleiðtogi hvetur til friðsamlegra mótmæla Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. 15. ágúst 2020 08:20 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu lýsir yfir stuðningi við mótmælendur Fyrir rétt rúmum klukkutíma setti Ihor Leshenya, sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu, ávarp inn á Youtube. Í ávarpinu, sem er tekið upp í sendiherrabústaðnum, lýsir sendiherrann yfir stuðningi við mótmælendur og segir sitjandi forseta, Lukasjenko, þurfa að víkja úr embætti. 16. ágúst 2020 09:53
Mótmæla umfjöllun hvítrússneska ríkissjónvarpsins Þúsundir mótmælenda hafa komið saman fyrir utan höfuðstöðvar hvítrússneska ríkissjónvarpsins í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. 15. ágúst 2020 23:10
Útlægur stjórnarandstöðuleiðtogi hvetur til friðsamlegra mótmæla Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. 15. ágúst 2020 08:20
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent