„Buttigieg er enginn Obama“ Andri Eysteinsson skrifar 9. febrúar 2020 11:18 Joe Biden gefur lítið fyrir borgarstjóratíð Buttigieg. Getty/Bloomberg Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, virðist sjá færi á að bæta við fylgi sitt með því að gagnrýna Pete Buttigieg sem hlaut nokkuð óvænt góða kosningu í forkosningum Demókrata í Iowa á dögunum. Gengi Biden hefur ekki verið eins gott og búist var við og eltir hann nú uppi forskot þeirra Buttigieg og Bernie Sanders sem þykja í dag líklegastir til að hljóta tilnefningu Demókrata fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Biden hefur undanfarið gagnrýnt reynsluleysi Buttigieg og talað niður afrek hans sem bæjarstjóra South Bend í Indiana. „Buttigieg er engin Barack Obama,“ sagði Biden á kosningafundi í New Hampshire þar sem næstu forkosningar munu fara fram en Buttegieg hefur verið líkt við forsetann fyrrverandi á undanförnum vikum. Biden hélt svo áfram að gagnrýna reynsluleysi mótframbjóðanda síns. „Flokkurinn er í vanda staddur ef til tilnefnum einhvern sem hefur aldrei gengt æðra embætti en bæjarstjóri South Bend í Indiana,“ sagði Biden við fylgismenn sína í borginni Manchester í New Hampshire.Buttigieg hefur, rétt eins og Obama fyrir kosningarnar 2008, verið gagnrýndur fyrir reynsluleysi og segir AP kosningaskrifstofu hans hafa reynt að líkja kosningabaráttu sinni við baráttu Obama.„Obama hafði skýra sýn á hvernig heimsmyndin ætti að vera og hafði í smáatriðum skipulagt aðgerðir í efnahagsmálum,“ sagði Biden og gaf í skyn að sama ætti ekki við um Buttigieg. Auglýsing Biden, þar sem afrek hans eru tíunduð og borin saman við afrek Buttigieg, hefur farið á flug. Minnist Biden þar á aðgerðir sínar í efnahags- og heilbrigðismálum og ber saman við ákvarðanir Buttegieg um að bæta við ljósum í bænum South Bend. Former Mayor Pete doesn’t think very highly of the Obama-Biden record. Let’s compare. pic.twitter.com/132TB7MHaq— Joe Biden (Text Join to 30330) (@JoeBiden) February 8, 2020 Buttigieg hefur gagnrýnt auglýsinguna og sagt Biden hafa gert lítið úr þeirri miklu vinnu sem unnin er í smábæjum víða um Bandaríkin. Ásamt Buttigieg hefur fjöldi annarra bæjarstjóra smábæja gagnrýnt auglýsinguna og sagt hana merki um örvæntingu í herbúðum Biden. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, virðist sjá færi á að bæta við fylgi sitt með því að gagnrýna Pete Buttigieg sem hlaut nokkuð óvænt góða kosningu í forkosningum Demókrata í Iowa á dögunum. Gengi Biden hefur ekki verið eins gott og búist var við og eltir hann nú uppi forskot þeirra Buttigieg og Bernie Sanders sem þykja í dag líklegastir til að hljóta tilnefningu Demókrata fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Biden hefur undanfarið gagnrýnt reynsluleysi Buttigieg og talað niður afrek hans sem bæjarstjóra South Bend í Indiana. „Buttigieg er engin Barack Obama,“ sagði Biden á kosningafundi í New Hampshire þar sem næstu forkosningar munu fara fram en Buttegieg hefur verið líkt við forsetann fyrrverandi á undanförnum vikum. Biden hélt svo áfram að gagnrýna reynsluleysi mótframbjóðanda síns. „Flokkurinn er í vanda staddur ef til tilnefnum einhvern sem hefur aldrei gengt æðra embætti en bæjarstjóri South Bend í Indiana,“ sagði Biden við fylgismenn sína í borginni Manchester í New Hampshire.Buttigieg hefur, rétt eins og Obama fyrir kosningarnar 2008, verið gagnrýndur fyrir reynsluleysi og segir AP kosningaskrifstofu hans hafa reynt að líkja kosningabaráttu sinni við baráttu Obama.„Obama hafði skýra sýn á hvernig heimsmyndin ætti að vera og hafði í smáatriðum skipulagt aðgerðir í efnahagsmálum,“ sagði Biden og gaf í skyn að sama ætti ekki við um Buttigieg. Auglýsing Biden, þar sem afrek hans eru tíunduð og borin saman við afrek Buttigieg, hefur farið á flug. Minnist Biden þar á aðgerðir sínar í efnahags- og heilbrigðismálum og ber saman við ákvarðanir Buttegieg um að bæta við ljósum í bænum South Bend. Former Mayor Pete doesn’t think very highly of the Obama-Biden record. Let’s compare. pic.twitter.com/132TB7MHaq— Joe Biden (Text Join to 30330) (@JoeBiden) February 8, 2020 Buttigieg hefur gagnrýnt auglýsinguna og sagt Biden hafa gert lítið úr þeirri miklu vinnu sem unnin er í smábæjum víða um Bandaríkin. Ásamt Buttigieg hefur fjöldi annarra bæjarstjóra smábæja gagnrýnt auglýsinguna og sagt hana merki um örvæntingu í herbúðum Biden.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira