Nottingham Forest lagði Leeds United að velli, 2-0, í lokaleik dagsins í ensku B-deildinni.
Þetta var fjórða tap Leeds í síðustu fimm deildarleikjum. Liðið er áfram í 2. sæti deildarinnar en nú með jafn mörg stig og Fulham.
Forest er komið upp í 4. sæti deildarinnar með 54 stig, einu stigi minna en Leeds.
Sammy Ameobi kom Forest yfir á 31. mínútu með skoti á nærstöngina sem Kiko Casilla tókst ekki að verja.
Tyler Walker gulltryggði svo sigur Forest þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.
Fjórða tap Leeds í síðustu fimm leikjum
