Arnar: Pavel var nú bara eins og Steph Curry Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 7. febrúar 2020 20:29 Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar. vísir/daníel Eftir að hafa unnið alla leiki síðan í október töpuðu Stjörnumenn óvænt á Hlíðarenda í kvöld. Það sem gerði úrslitin ennþá óvæntari var að gestirnir töpuðu með 30 stigum en það er klárlega þeirra stærsta tap á tímabilinu. Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar var eins og við mátti búast vonsvikinn eftir leik. „Við töpuðum bara fyrir liði sem spilaði miklu betur en við í dag.” Ægir Þór Steinarsson sem hefur verið einn af bestu mönnum Stjörnunnar í vetur var fjarverandi í kvöld og sást vel á leik liðsins að það munaði um hann. Arnar var þó ekki að leita sér að afsökunum. „Ægir var veikur en hann hefði ekki breytt þessu.” Aðspurður hvort að Ægir hefði ekki bætt leik liðsins sem hafði unnið þrettán leiki í röð með hann innanborðs svaraði Arnar aftur: „Ægir er góður í körfu en hann er samt enginn töfrakall. Þeir voru bara miklu betri en við. Orkustigið þeirra var betra en okkar orkustig var bara ansi lélegt.” Einn af þeim leikmönnum sem á oftast að reyna að leysa Ægi af er ungi heimamaðurinn Dúi Þór Jónsson. Dúi var klaufi í fyrri hálfleik og fékk snemma fjórar villur. Til þess að passa að Dúi myndi ekki villa útaf spilaði hann ekkert aftur fyrr en um miðjan fjórða leikhluta þegar leikurinn var búinn. Arnar var ekki tilbúinn að taka sénsinn fyrr að Dúi myndi fá fjórðu villuna sína. „Málið er að hann var með fjórar villur. Ef hann fær aðra villu þá spilar hann ekkert meira í leiknum. Við vitum alveg að Dúi er góður, við höfum trú á honum og hann hefur staðið sig vel með okkur og með Álftanesi í 1. deildinni þar sem hann er á venslasamning. En þegar þú ert kominn með fjórar villur svona snemma þá er bara mjög erfitt hvenær á að setja menn aftur inná.” „Það gekk enginn varnarleikur hér í kvöld. Við prófuðum ansi margt og það mistókst allt alveg hrikalega,” sagði Arnar um misheppnaðan varnarleik Stjörnunnar en Valsmenn skoruðu 108 stig í leiknum úr tæplega 90 sóknum. „Pavel var nú bara eins og Steph Curry þarna á tímabili hann var algjörlega frábær. Naor Sharabani var sömuleiðis mjög góður og Illugi Steingrímsson líka. Það voru margir leikmenn hjá þeim sem spiluðu vel og færri hjá okkur.” Stjarnan er að keppa í undanúrslitum í bikarnum í næstu viku þar sem þeir geta farið langleiðina með að tryggja sér fyrsta titil tímabilsins. Arnar vildi samt ekki niðurspila mikilvægi þessa leiks fyrir Garðbæingana. „Það eru bara allir leikir stórir. Núna erum við búnir að galopna fyrir Keflavík að taka deildarmeistaratitilinn. Það skipta allir leikir í þessari deild miklu máli og síðan er bikarinn bara svona sér ævintýri.” Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 106-76 | Ótrúleg úrslit á Hlíðarenda Valsmenn klifruðu í kvöld upp úr fallsæti með því að sigra Stjörnuna. Stjarnan var fyrir leikinn ekki búin að tapa leik síðan í október. 7. febrúar 2020 21:15 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Eftir að hafa unnið alla leiki síðan í október töpuðu Stjörnumenn óvænt á Hlíðarenda í kvöld. Það sem gerði úrslitin ennþá óvæntari var að gestirnir töpuðu með 30 stigum en það er klárlega þeirra stærsta tap á tímabilinu. Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar var eins og við mátti búast vonsvikinn eftir leik. „Við töpuðum bara fyrir liði sem spilaði miklu betur en við í dag.” Ægir Þór Steinarsson sem hefur verið einn af bestu mönnum Stjörnunnar í vetur var fjarverandi í kvöld og sást vel á leik liðsins að það munaði um hann. Arnar var þó ekki að leita sér að afsökunum. „Ægir var veikur en hann hefði ekki breytt þessu.” Aðspurður hvort að Ægir hefði ekki bætt leik liðsins sem hafði unnið þrettán leiki í röð með hann innanborðs svaraði Arnar aftur: „Ægir er góður í körfu en hann er samt enginn töfrakall. Þeir voru bara miklu betri en við. Orkustigið þeirra var betra en okkar orkustig var bara ansi lélegt.” Einn af þeim leikmönnum sem á oftast að reyna að leysa Ægi af er ungi heimamaðurinn Dúi Þór Jónsson. Dúi var klaufi í fyrri hálfleik og fékk snemma fjórar villur. Til þess að passa að Dúi myndi ekki villa útaf spilaði hann ekkert aftur fyrr en um miðjan fjórða leikhluta þegar leikurinn var búinn. Arnar var ekki tilbúinn að taka sénsinn fyrr að Dúi myndi fá fjórðu villuna sína. „Málið er að hann var með fjórar villur. Ef hann fær aðra villu þá spilar hann ekkert meira í leiknum. Við vitum alveg að Dúi er góður, við höfum trú á honum og hann hefur staðið sig vel með okkur og með Álftanesi í 1. deildinni þar sem hann er á venslasamning. En þegar þú ert kominn með fjórar villur svona snemma þá er bara mjög erfitt hvenær á að setja menn aftur inná.” „Það gekk enginn varnarleikur hér í kvöld. Við prófuðum ansi margt og það mistókst allt alveg hrikalega,” sagði Arnar um misheppnaðan varnarleik Stjörnunnar en Valsmenn skoruðu 108 stig í leiknum úr tæplega 90 sóknum. „Pavel var nú bara eins og Steph Curry þarna á tímabili hann var algjörlega frábær. Naor Sharabani var sömuleiðis mjög góður og Illugi Steingrímsson líka. Það voru margir leikmenn hjá þeim sem spiluðu vel og færri hjá okkur.” Stjarnan er að keppa í undanúrslitum í bikarnum í næstu viku þar sem þeir geta farið langleiðina með að tryggja sér fyrsta titil tímabilsins. Arnar vildi samt ekki niðurspila mikilvægi þessa leiks fyrir Garðbæingana. „Það eru bara allir leikir stórir. Núna erum við búnir að galopna fyrir Keflavík að taka deildarmeistaratitilinn. Það skipta allir leikir í þessari deild miklu máli og síðan er bikarinn bara svona sér ævintýri.”
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 106-76 | Ótrúleg úrslit á Hlíðarenda Valsmenn klifruðu í kvöld upp úr fallsæti með því að sigra Stjörnuna. Stjarnan var fyrir leikinn ekki búin að tapa leik síðan í október. 7. febrúar 2020 21:15 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Leik lokið: Valur - Stjarnan 106-76 | Ótrúleg úrslit á Hlíðarenda Valsmenn klifruðu í kvöld upp úr fallsæti með því að sigra Stjörnuna. Stjarnan var fyrir leikinn ekki búin að tapa leik síðan í október. 7. febrúar 2020 21:15