Madridingar skoruðu fjögur eftir að hafa lent undir

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Madridingar á hörkusiglingu
Madridingar á hörkusiglingu Vísir/Getty

Real Madrid er með sex stiga forystu á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar og setja þar með aukna pressu á erkifjendur sína í Barcelona sem eiga verðugt verkefni fyrir höndum í kvöld gegn Real Betis á útivelli.

Real Madrid heimsótti Osasuna í dag og lenti undir snemma leiks þegar Unai Garcia kom heimamönnum í forystu á 14.mínútu.

Isco jafnaði metin fyrir Real Madrid eftir hálftíma leik og Sergio Ramos sá til þess að Real færi með forystu í leikhléið.

Lucas Vazquez og Luka Jovic komu inn af bekknum hjá Real Madrid þegar skammt var eftir af leiknum og þeir sáu um að gulltryggja fimmta sigur Madridinga í röð.

Lokatölur 1-4 fyrir Real Madrid.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira