Ed Woodward, stjórnarformaður Manchester United, lenti í reiðum stuðningsmönnum félagsins á dögunum er þeir köstuðu flugeldum og unnu skemmdarverk á húsi hans.
David Gold, eigandi West Ham, segir að hann sýni félaga sínum hjá Man. United fullan stuðning og segir Gold að hann hafi einnig lent í þessu.
Gold bætir einnig við að hótanir og svona hegðun geti ekki fengið að viðgangast.
"I know exactly what Ed's experienced. I've experienced it four or five times myself."
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 7, 2020
„Ég vet nákvæmlega hvað Ed hefur gengið í gengum. Ég hef upplifað þetta fjórum eða fimm sinnum,“ sagði Gold í samtali við Sky Sports.
„Deildin verður að standa saman til þess að sjá til þess að svona hegðun eigi sér ekki stað aftur. Við getum ekki látið þetta viðgangast.“
„United er stórt félag. Ed Woodward er stór persóna í þessum leik. Hann á ekki að óttast um konu sína og börn,“ sagði Gold.
West Ham co-chairman says that threats and violent fan protests against football executives "cannot be tolerated."
— BBC Sport (@BBCSport) February 7, 2020
His comments come after Ed Woodward's house was attacked.
More here https://t.co/ODmOcTvBW7 #bbcfootball#WHUFC#MUFCpic.twitter.com/M7whQVLQgn