Það var nóg um að vera í NBA-körfuboltanum í nótt en alls níu leikir fóru fram.
Toronto er á rosalegu skriði. Í nótt unnu þeir tólfta leikinn í röð er þeir unnu Indiana með minnsta mun, 119-118.
Kyle Lowry var öflugur í liði Toronto. Hann skoraði 32 stig og tók tíu fráköst en Toronto er með 72,5% sigurhlutfall í deildinni í vetur.
Pascal Siakam intercepts the pass and finishes the bucket for your Heads Up Play of the Day! pic.twitter.com/TAWOPhnoe8
— NBA TV (@NBATV) February 6, 2020
Boston er einnig á fínu skriði en þeir unnu sinn fimmta leik í röð í nótt er þeir báru sigur úr býtum gegn Orlando, 116-100. Jayson Tatum gerði 33 stig.
Vandræði Minnesota halda áfram. Þrettándi tapleikur liðsins í röð kom gegn Atlanta í nótt en lokatölur urðu 127-120.
LA Clippers eru í fínum málum eftir 128-111 sigur á Miami. Landry Shamet og Paul George gerðu sitthvor 23 stigin.
The Joker becomes the 9th player in NBA history to record a 30-20-10 game! pic.twitter.com/OBsm51sdqn
— NBA TV (@NBATV) February 6, 2020
Úrslit næturinnar:
Phoenix - Detroit 108-116
Orlando - Boston 100-116
Golden State - Brooklyn 88-129
Indiana - Toronto 118-119
Atlanta - Minnesota 107-120
Cleveland - Oklahoma 103-109
Memphis - Dallas 121-107
Denver - Utah 98-95
Miami - LA Clippers 111-128