Fylgir áheyrn ábyrgð? Hólmfríður Rósa Halldórsdóttir skrifar 5. febrúar 2020 09:00 Ég vaknaði þriðjudaginn 21. janúar frekar morgunsúr eins og vanalega, enda aldrei verið mikill morgunhani, við skilaboð frá pabba: ,,Skoðaðu frétt á mbl um krabbameinslækningar – vitnar í BBC frétt”. Pabbi er ekki alveg búinn að fatta að senda bara linkinn beint á Messenger þannig á mbl.is fór ég að grafa upp þessa frétt. Það tók þó ekki langan tíma því fyrsta fréttin var ,,Ný uppgötvun „gæti meðhöndlað öll krabbamein“” á mbl.is. Sömu sögu var að segja um vísir.is og rúv.is. Nú vinn ég sjálf við krabbameinsrannsóknir og þessar fréttir því mjög spennandi – var ég að verða atvinnulaus? Gegnum fréttirnar fann ég link á fréttasíðu BBC þar sem upphaflega fréttin birtist. Nokkuð ljóst var að íslensku fréttamiðlarnir átu upp eftir þessari frétt án þess að gera mikla rannsóknarvinnu sjálfir. Sem sagt, birt var vísindagrein í Nature Immunology sem sýndi grunnrannsóknir á nýrri mögulegri meðferð við krabbameini. BBC tók svo viðtal við prófessorinn sem stýrir rannsókninni. Nú er það þannig að vísindamenn eru háðir fjármunum annars staðar frá. Það er því í hag hvers vísindamanns að gera sínar niðurstöður svo spennandi að allir vilji hoppa á lestina og borga undir frekari rannsóknir. Þessi vísindamaður gerir það svo sannarlega. Hans rannsóknir sýna að hér sé lausn sem gæti meðhöndlað hvern sjúkling með aðferð sem aðrir töldu áður ómögulega! Þetta er auðvitað frábært fréttaefni með tilefni í stórkostlegan smellibeitu (e. clickbait) titil. Shit það sauð á mér. Hvaða andskotans bull var þetta eiginlega?! Ég vinn nákvæmlega á þessu fræðisviði – ónæmismeðferð við krabbameinum. Þetta voru flottar niðurstöður og spennandi en ekki meira spennandi en aðrar niðurstöður sem birtast vikulega. Þetta eru í raun algjörar grunnrannsóknir sem eiga mjög langt í land. Þessi tiltekna rannsókn sýndi að ákveðin tegund ónæmisfrumna geti drepið mismunandi krabbameinsfrumur í tilraunarglasi. Hins vegar hefur sagan sýnt okkur margoft að það sem virkar í tilraunaglasi virkar oft ekki í mönnum. Þeim tókst að lækna mýs með blóðkrabbamein en skoðuðu ekki aðrar tegundir krabbameina í músunum. Nú er blóðkrabbamein alls ekki það sama og önnur æxlis krabbamein, eins og brjóstakrabbamein, enda aðgengi ónæmisfrumna ekki eins auðvelt að slíkum krabbameinum. Fullyrðingar eins og að þessi meðferð “meðhöndli öll krabbamein” eru því gífurlega ýktar. En af hverju varð ég svona brjáluð? Jújú ég var smá morgunsúr en helsta ástæðan er sú að ég hef verið á sama stað og svo margir – gúgglað eftir öllum mögulegum lausnum við krabbameinum ástvina og vonað eftir hinni einu sönnu lækningu við krabbameini. Vonast til að bara eitthvað væri á leiðinni sem gæti bjargað fólkinu mínu. Fréttir sem þessar gefa því svo falska von til fólks á viðkvæmum stað. Þessi umrædda meðferð verður t.d. líklega ekki möguleg lækning fyrr en eftir 10 ár og eflaust þá fyrir aðeins örfá krabbamein til að byrja með. Mér finnst það því mikilvægt að varlega sé farið með svona fréttir. Þetta vekur einnig upp vangaveltur um hver er ábyrgð þeirra sem áheyrnina hafa? Við lesum flest íslensku fréttasíðurnar daglega, ég sjálf refresha vísir.is á 10 mín fresti sem hluti af frestunaráráttu. Við treystum því að það sem við lesum á þessum miðlum sé satt og rétt, að einhver annar hafi unnið bakgrunns vinnuna fyrir okkur því við höfum ekki tíma í það sjálf og ekki alltaf skilning til þess heldur. Hins vegar gengur það ekki alltaf eftir eins og í þessu tilfelli. Íslenskum fréttamiðlum til varnar þá treysta þeir líklega BBC fyrir því að gera rannsóknarvinnuna fyrir sig og mjög ólíklegt að fréttamiðlarnir hafi starfsmann sem vinnur við það eitt að sannreyna vísindafréttir. En hefði ekki verið best í þessu tilfelli að einfaldlega hafa samband við íslenskan krabbameinslækni eða vísindakonu og athuga staðreyndir áður en hent var í smelluvænlega frétt? Það sauð á mér alveg fram að kvöldmat þar til ég sá að í kvöldfréttunum heima var loksins tekið viðtal við krabbameinslækni sem gat túlkað þessar rannsóknarniðurstöður og dregið aðeins í land. Samt sem áður standa þessar upphaflegu smellubeitu greinar ennþá á íslensku fréttasíðunum, og bíða þess að gefa falskar vonir til krabbameinssjúkra og ástvina þeirra. Höfundur er nemi í lífefnafræði á ónæmisfræðisviði Kaupmannahafnarháskóla og leggur stund á rannsóknir á ónæmismeðferðum við krabbameinum. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Rómur Mest lesið Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Nærandi ferðaþjónusta Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Ég vaknaði þriðjudaginn 21. janúar frekar morgunsúr eins og vanalega, enda aldrei verið mikill morgunhani, við skilaboð frá pabba: ,,Skoðaðu frétt á mbl um krabbameinslækningar – vitnar í BBC frétt”. Pabbi er ekki alveg búinn að fatta að senda bara linkinn beint á Messenger þannig á mbl.is fór ég að grafa upp þessa frétt. Það tók þó ekki langan tíma því fyrsta fréttin var ,,Ný uppgötvun „gæti meðhöndlað öll krabbamein“” á mbl.is. Sömu sögu var að segja um vísir.is og rúv.is. Nú vinn ég sjálf við krabbameinsrannsóknir og þessar fréttir því mjög spennandi – var ég að verða atvinnulaus? Gegnum fréttirnar fann ég link á fréttasíðu BBC þar sem upphaflega fréttin birtist. Nokkuð ljóst var að íslensku fréttamiðlarnir átu upp eftir þessari frétt án þess að gera mikla rannsóknarvinnu sjálfir. Sem sagt, birt var vísindagrein í Nature Immunology sem sýndi grunnrannsóknir á nýrri mögulegri meðferð við krabbameini. BBC tók svo viðtal við prófessorinn sem stýrir rannsókninni. Nú er það þannig að vísindamenn eru háðir fjármunum annars staðar frá. Það er því í hag hvers vísindamanns að gera sínar niðurstöður svo spennandi að allir vilji hoppa á lestina og borga undir frekari rannsóknir. Þessi vísindamaður gerir það svo sannarlega. Hans rannsóknir sýna að hér sé lausn sem gæti meðhöndlað hvern sjúkling með aðferð sem aðrir töldu áður ómögulega! Þetta er auðvitað frábært fréttaefni með tilefni í stórkostlegan smellibeitu (e. clickbait) titil. Shit það sauð á mér. Hvaða andskotans bull var þetta eiginlega?! Ég vinn nákvæmlega á þessu fræðisviði – ónæmismeðferð við krabbameinum. Þetta voru flottar niðurstöður og spennandi en ekki meira spennandi en aðrar niðurstöður sem birtast vikulega. Þetta eru í raun algjörar grunnrannsóknir sem eiga mjög langt í land. Þessi tiltekna rannsókn sýndi að ákveðin tegund ónæmisfrumna geti drepið mismunandi krabbameinsfrumur í tilraunarglasi. Hins vegar hefur sagan sýnt okkur margoft að það sem virkar í tilraunaglasi virkar oft ekki í mönnum. Þeim tókst að lækna mýs með blóðkrabbamein en skoðuðu ekki aðrar tegundir krabbameina í músunum. Nú er blóðkrabbamein alls ekki það sama og önnur æxlis krabbamein, eins og brjóstakrabbamein, enda aðgengi ónæmisfrumna ekki eins auðvelt að slíkum krabbameinum. Fullyrðingar eins og að þessi meðferð “meðhöndli öll krabbamein” eru því gífurlega ýktar. En af hverju varð ég svona brjáluð? Jújú ég var smá morgunsúr en helsta ástæðan er sú að ég hef verið á sama stað og svo margir – gúgglað eftir öllum mögulegum lausnum við krabbameinum ástvina og vonað eftir hinni einu sönnu lækningu við krabbameini. Vonast til að bara eitthvað væri á leiðinni sem gæti bjargað fólkinu mínu. Fréttir sem þessar gefa því svo falska von til fólks á viðkvæmum stað. Þessi umrædda meðferð verður t.d. líklega ekki möguleg lækning fyrr en eftir 10 ár og eflaust þá fyrir aðeins örfá krabbamein til að byrja með. Mér finnst það því mikilvægt að varlega sé farið með svona fréttir. Þetta vekur einnig upp vangaveltur um hver er ábyrgð þeirra sem áheyrnina hafa? Við lesum flest íslensku fréttasíðurnar daglega, ég sjálf refresha vísir.is á 10 mín fresti sem hluti af frestunaráráttu. Við treystum því að það sem við lesum á þessum miðlum sé satt og rétt, að einhver annar hafi unnið bakgrunns vinnuna fyrir okkur því við höfum ekki tíma í það sjálf og ekki alltaf skilning til þess heldur. Hins vegar gengur það ekki alltaf eftir eins og í þessu tilfelli. Íslenskum fréttamiðlum til varnar þá treysta þeir líklega BBC fyrir því að gera rannsóknarvinnuna fyrir sig og mjög ólíklegt að fréttamiðlarnir hafi starfsmann sem vinnur við það eitt að sannreyna vísindafréttir. En hefði ekki verið best í þessu tilfelli að einfaldlega hafa samband við íslenskan krabbameinslækni eða vísindakonu og athuga staðreyndir áður en hent var í smelluvænlega frétt? Það sauð á mér alveg fram að kvöldmat þar til ég sá að í kvöldfréttunum heima var loksins tekið viðtal við krabbameinslækni sem gat túlkað þessar rannsóknarniðurstöður og dregið aðeins í land. Samt sem áður standa þessar upphaflegu smellubeitu greinar ennþá á íslensku fréttasíðunum, og bíða þess að gefa falskar vonir til krabbameinssjúkra og ástvina þeirra. Höfundur er nemi í lífefnafræði á ónæmisfræðisviði Kaupmannahafnarháskóla og leggur stund á rannsóknir á ónæmismeðferðum við krabbameinum. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun