Elvar Már Friðriksson heldur áfram að vera einn besti leikmaður sænska boltans en hann átti enn einn stórleikinn í kvöld.
Elvar spilaði virkilega vel í öruggum sigri toppliðs Borås, 116-92, er liðið mætti Djurgården á heimavelli í kvöld.
Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrstu tveimur leikhlutunum en Borås keyrði svo yfir gestina í síðari hálfleik.
Elvar Már Friðriksson skoraði 21 stig, gaf tíu stoðsendingar og tók fimm fráköst en hann var næst framlagshæsti leikmaður Borås í leiknum.
Borås er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar en BC Lulea á þó tvo leiki til góða.
