Slagkraftur þorpsins bjargar öðru barni Eva Bjarnadóttir skrifar 3. febrúar 2020 14:00 Stundum er sagt að það þurfi þorp til að ala upp barn og undanfarna daga hefur Vesturbæjarskóli og nærumhverfi verið það þorp. Í annað sinn á stuttum tíma sameinast Réttindaskóli UNICEF með börnum á flótta, sem er til marks um mikilvægi þess að fólk læri um réttindi sín og annarra. Þekking er vogarafl gagnvart valdhöfum og með betri þekkingu á mannréttindum fækkar líklega þeim tilvikum þar sem börnum er vísað á brott þegjandi og hljóðalaust. Í þetta sinn bar samtakamátturinn árangur og ráðherra boðar breytingar, sem er vel. Það er hins vegar orðið þreytt stef, að almenningur þurfi að gæta réttinda barna í kerfinu og að börn þurfi að opinbera líf sitt í fjölmiðlum til að fá áheyrn. Þegar 19 þúsund manns skrifa undir áskorun til stjórnvalda að snúa ákvörðun sinni er það birtingarmynd þess að ekki ríki nauðsynlegt traust. Í viðbrögðum dómsmálaráðherra horfir hún réttilega til lengdar málsmeðferðartíma, þ.e. hversu langan tíma tekur að fá lokaniðurstöðu í umsókn barns um vernd. Það má ef til vill kjarna stefnu stjórnvalda í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd með einmitt þessum tveimur orðum: stytting málsmeðferðartíma, sem er vissulega mikilvægt hagsmunamál umsækjenda en á sama tíma þarf jafnframt að gæta að gæðum ferlisins. Einn mikilvægur hlekkur í því er að fræða starfsfólk um réttindi barna og búa til formlega verkferla fyrir mat á því sem barni er fyrir bestu. Þekking á mannréttindum er ekki aðeins mikilvæg almenningi, hún þarf að vera til staðar innan stjórnkerfisins. Ef starfsfólk fær ekki þekkinguna og verkfærin til að vinna að mannréttindum, er ljóst að önnur sjónarmið fá forgang. Við verðum að geta treyst því að réttindi allra barna séu virt, en Barnasáttmálinn er meira í orði en á borði eins og er og því þarf að breyta fyrir öll börn sem sækja um vernd. Dómsmálaráðherra hefur falið þingmannanefnd um málefni útlendinga að fylgja eftir vinnu varðandi stöðu barna og fólks í viðkvæmri stöðu. Þar þarf að huga að stefnumótun og framkvæmd, með virðingu fyrir réttindum barna að leiðarljósi, og með það í huga að efla réttindamiðaða þekkingu, stefnumótun og verkferla innan stjórnkerfisins. Höfundur er sérfræðingur hjá UNICEF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Eva Bjarnadóttir Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Stundum er sagt að það þurfi þorp til að ala upp barn og undanfarna daga hefur Vesturbæjarskóli og nærumhverfi verið það þorp. Í annað sinn á stuttum tíma sameinast Réttindaskóli UNICEF með börnum á flótta, sem er til marks um mikilvægi þess að fólk læri um réttindi sín og annarra. Þekking er vogarafl gagnvart valdhöfum og með betri þekkingu á mannréttindum fækkar líklega þeim tilvikum þar sem börnum er vísað á brott þegjandi og hljóðalaust. Í þetta sinn bar samtakamátturinn árangur og ráðherra boðar breytingar, sem er vel. Það er hins vegar orðið þreytt stef, að almenningur þurfi að gæta réttinda barna í kerfinu og að börn þurfi að opinbera líf sitt í fjölmiðlum til að fá áheyrn. Þegar 19 þúsund manns skrifa undir áskorun til stjórnvalda að snúa ákvörðun sinni er það birtingarmynd þess að ekki ríki nauðsynlegt traust. Í viðbrögðum dómsmálaráðherra horfir hún réttilega til lengdar málsmeðferðartíma, þ.e. hversu langan tíma tekur að fá lokaniðurstöðu í umsókn barns um vernd. Það má ef til vill kjarna stefnu stjórnvalda í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd með einmitt þessum tveimur orðum: stytting málsmeðferðartíma, sem er vissulega mikilvægt hagsmunamál umsækjenda en á sama tíma þarf jafnframt að gæta að gæðum ferlisins. Einn mikilvægur hlekkur í því er að fræða starfsfólk um réttindi barna og búa til formlega verkferla fyrir mat á því sem barni er fyrir bestu. Þekking á mannréttindum er ekki aðeins mikilvæg almenningi, hún þarf að vera til staðar innan stjórnkerfisins. Ef starfsfólk fær ekki þekkinguna og verkfærin til að vinna að mannréttindum, er ljóst að önnur sjónarmið fá forgang. Við verðum að geta treyst því að réttindi allra barna séu virt, en Barnasáttmálinn er meira í orði en á borði eins og er og því þarf að breyta fyrir öll börn sem sækja um vernd. Dómsmálaráðherra hefur falið þingmannanefnd um málefni útlendinga að fylgja eftir vinnu varðandi stöðu barna og fólks í viðkvæmri stöðu. Þar þarf að huga að stefnumótun og framkvæmd, með virðingu fyrir réttindum barna að leiðarljósi, og með það í huga að efla réttindamiðaða þekkingu, stefnumótun og verkferla innan stjórnkerfisins. Höfundur er sérfræðingur hjá UNICEF.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun