Fjölskyldan þakklát fyrir stuðninginn: „Það er eins og draumur hafi ræst“ Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Hall skrifa 2. febrúar 2020 19:15 Íslensk stjórnvöld hafa fallið frá því að vísa hinum sjö ára gamla Muhammed og foreldrum hans af landi brott á morgun. Brottvísun þeirra og annarra barnafjölskyldna sem hafa verið hér lengur en en í sextán mánuði hefur verið frestað. Fjölskyldan segir að draumur þeirra hafi ræst. Fjöldi fólks kom saman í Vesturbæjarskóla í dag til að sýna þeim Faisal, Niku og syni þeirra Muhammed samstöðu. Fjölskyldan er frá Pakistan en þau sóttu um vernd hér á landi í desember 2017 og hafa því búið hér í tvö ár. Beiðninni var hafnað og stóð til á flytja þau úr landi á morgun.Sjá einnig: Muhammed og fjölskyldu verður ekki vísað úr landi Viðburðurinn í dag var skipulagður af foreldrum barna í Vesturbæjarskóla, en Muhammed, sem átti sjö ára afmæli í gær, er nemandi við skólann. Fyrirhuguð brottvísun fjölskyldunnar vakti mikla reiði og sorg en Muhammed var aðeins fjögurra ára gamall þegar hann kom til landsins. Hátt í tuttugu þúsund manns höfðu skrifað undir undirskriftalista þar sem skorað var á stjórnvöld að leyfa fjölskyldunni að dvelja hér. Frá samstöðufundinum í dag.Vísir „Hann er altalandi á íslensku. Hann er góður námsmaður og ég sé mjög mikla framtíð fyrir hann hérna á Íslandi,“ segir Ingunn Jónsdóttir, einn kennara Muhammeds. Þeim hafi orðið verulega brugðið þegar þær fréttu að það ætti að vísa honum úr landi. „Þetta er eitthvað sem við höfum aldrei lent í áður. Maður kann ekkert á þetta en maður reynir allt.“ Það voru börn mætt á viðburðinn til að sýna samstöðu. Margir vinir Muhammeds mættu með skilti þar sem brottvísunum barna var mótmælt og lýstu því yfir að þeir vildu ekki að honum yrði vísað úr landi. Vinir Muhammeds vildu ekki að honum yrði vísað úr landi.Vísir „Hann er mjög góður vinur minn og í gær fór ég með honum á KFC,“ sagði einn vinur Muhammeds í samtali við fréttastofu. Skömmu eftir að undirskriftirnar voru afhentar síðdegis í dag fékk fjölskyldan símtal um að þeim yrði ekki vísað úr landi. Í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytisins segir að brottvísun barnafjölskyldna sem hafa verið hér lengur en í sextán mánuði hafi verið frestað. Athygli dómsmálaráðherra hafi nýlega verið vakin á því að í einstökum málum geti tíminn orðið óhæfilega langur. Fjölskyldan varð orðlaus þegar fréttirnar bárust. Þau segjast þakklát þeim sem skipulögðu samstöðufundinn sem og ríkisstjórn Íslands að endurskoða afstöðu sína. Þá líta þau framtíðina björtum augum, sérstaklega Muhammed. „Ég er rosa spenntur að ég verði áfram á Íslandi,“ segir Muhammed. Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Muhammed og fjölskyldu verður ekki vísað úr landi Ákveðið hefur verið að fresta brottvísun barna í málum þar sem málsmeðferð hefur tekið lengri tíma en sextán mánuði. 2. febrúar 2020 16:31 Mikil samstaða með Muhammed og fjölskyldu í Vesturbæjarskóla Mikill fjöldi fólks kom saman í Vesturbæjarskóla í dag til þess að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun Muhammed Zohair Faisal og foreldra hans. 2. febrúar 2020 16:04 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa fallið frá því að vísa hinum sjö ára gamla Muhammed og foreldrum hans af landi brott á morgun. Brottvísun þeirra og annarra barnafjölskyldna sem hafa verið hér lengur en en í sextán mánuði hefur verið frestað. Fjölskyldan segir að draumur þeirra hafi ræst. Fjöldi fólks kom saman í Vesturbæjarskóla í dag til að sýna þeim Faisal, Niku og syni þeirra Muhammed samstöðu. Fjölskyldan er frá Pakistan en þau sóttu um vernd hér á landi í desember 2017 og hafa því búið hér í tvö ár. Beiðninni var hafnað og stóð til á flytja þau úr landi á morgun.Sjá einnig: Muhammed og fjölskyldu verður ekki vísað úr landi Viðburðurinn í dag var skipulagður af foreldrum barna í Vesturbæjarskóla, en Muhammed, sem átti sjö ára afmæli í gær, er nemandi við skólann. Fyrirhuguð brottvísun fjölskyldunnar vakti mikla reiði og sorg en Muhammed var aðeins fjögurra ára gamall þegar hann kom til landsins. Hátt í tuttugu þúsund manns höfðu skrifað undir undirskriftalista þar sem skorað var á stjórnvöld að leyfa fjölskyldunni að dvelja hér. Frá samstöðufundinum í dag.Vísir „Hann er altalandi á íslensku. Hann er góður námsmaður og ég sé mjög mikla framtíð fyrir hann hérna á Íslandi,“ segir Ingunn Jónsdóttir, einn kennara Muhammeds. Þeim hafi orðið verulega brugðið þegar þær fréttu að það ætti að vísa honum úr landi. „Þetta er eitthvað sem við höfum aldrei lent í áður. Maður kann ekkert á þetta en maður reynir allt.“ Það voru börn mætt á viðburðinn til að sýna samstöðu. Margir vinir Muhammeds mættu með skilti þar sem brottvísunum barna var mótmælt og lýstu því yfir að þeir vildu ekki að honum yrði vísað úr landi. Vinir Muhammeds vildu ekki að honum yrði vísað úr landi.Vísir „Hann er mjög góður vinur minn og í gær fór ég með honum á KFC,“ sagði einn vinur Muhammeds í samtali við fréttastofu. Skömmu eftir að undirskriftirnar voru afhentar síðdegis í dag fékk fjölskyldan símtal um að þeim yrði ekki vísað úr landi. Í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytisins segir að brottvísun barnafjölskyldna sem hafa verið hér lengur en í sextán mánuði hafi verið frestað. Athygli dómsmálaráðherra hafi nýlega verið vakin á því að í einstökum málum geti tíminn orðið óhæfilega langur. Fjölskyldan varð orðlaus þegar fréttirnar bárust. Þau segjast þakklát þeim sem skipulögðu samstöðufundinn sem og ríkisstjórn Íslands að endurskoða afstöðu sína. Þá líta þau framtíðina björtum augum, sérstaklega Muhammed. „Ég er rosa spenntur að ég verði áfram á Íslandi,“ segir Muhammed.
Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Muhammed og fjölskyldu verður ekki vísað úr landi Ákveðið hefur verið að fresta brottvísun barna í málum þar sem málsmeðferð hefur tekið lengri tíma en sextán mánuði. 2. febrúar 2020 16:31 Mikil samstaða með Muhammed og fjölskyldu í Vesturbæjarskóla Mikill fjöldi fólks kom saman í Vesturbæjarskóla í dag til þess að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun Muhammed Zohair Faisal og foreldra hans. 2. febrúar 2020 16:04 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Muhammed og fjölskyldu verður ekki vísað úr landi Ákveðið hefur verið að fresta brottvísun barna í málum þar sem málsmeðferð hefur tekið lengri tíma en sextán mánuði. 2. febrúar 2020 16:31
Mikil samstaða með Muhammed og fjölskyldu í Vesturbæjarskóla Mikill fjöldi fólks kom saman í Vesturbæjarskóla í dag til þess að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun Muhammed Zohair Faisal og foreldra hans. 2. febrúar 2020 16:04