Foreldrar skora á stjórnvöld að stöðva brottvísun sjö ára drengs: UNICEF vill að meira sé horft til Barnasáttmála SÞ í málum barna Eiður Þór Árnason skrifar 1. febrúar 2020 23:00 Muhammed hélt upp á sjö ára afmælið sitt í dag, tveimur dögum fyrir brottvísun. Fulltrúar foreldra og starfsfólks í Réttindaráði Vesturbæjarskóla skora á stjórnvöld að stöðva brottvísun hins sjö ára Muhammed Zohair Faisal og fjölskyldu hans. Til stendur að vísa fjölskyldunni til Pakistan næsta mánudag en hún hefur dvalið hér á landi í rúm tvö ár og hefur Muhammed gengið í Vesturbæjarskóla. UNICEF á Íslandi vill að yfirvöld horfi meira til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þegar kemur að ákvörðunarferli í slíkum málum. Mál fjölskyldunnar hefur vakið nokkra athygli undanfarna daga og hafa nú yfir tíu þúsund manns skrifað undir undirskriftalista þar sem þess er krafist að stjórnvöld hætti við brottvísun fjölskyldunnar. Óskuðu eftir alþjóðlegri vernd RÚV greindi frá því að foreldrar Muhammed, Faisal og Niha Khan, sem eru frá Pakistan, hafi óskað eftir alþjóðlegri vernd á Íslandi fyrir sig og son sinn síðla árs 2017. Beiðni þeirra hefur nú verið synjað eftir yfir tveggja ára langan málsmeðferðartíma. Faisal og Niha Khan giftu sig í Pakistan þrátt fyrir að fjölskylda konunnar hafi verið búin að semja um brúðkaup hennar og annars manns sem var frændi hennar. „Muhammed verður vísað til Pakistan, þangað sem hann hefur aldrei komið og foreldrar hans hafa ekki dvalið undanfarin tíu ár. Fjölskyldan hefur ástæðu til að óttast hvað tekur við þeim í Pakistan, landinu sem þau flúðu, og ljóst að staða barnsins verður verri en hér á landi,“ segir í tilkynningu frá fulltrúum Réttindaráðsins. Gagnrýna stuttan fyrirvara Gagnrýnir hópurinn einnig að drengnum verði vísað úr landi ásamt fjölskyldu sinni með einungis tíu daga fyrirvara. Vesturbæjarskóli er einn Réttindaskóla UNICEF sem felur meðal annars í sér að Barnasáttmáli SÞ sé lagður til grundvallar öllu starfi skólans. „Við teljum það ekki samræmast markmiðum sáttmálans að rífa barn upp með rótum úr umhverfi sem það aðlagast vel í meira en tvö ár af stuttri ævi, kynnst menningu, eignast vini og lært tungumálið, og senda það út í óvissuna án þess að tryggja öryggi þess í nýju landi.“ Þá hvetur hópurinn stjórnvöld til þess að „setja það sem barninu er fyrir bestu í forgang og hætta við brottvísun fjölskyldunnar.“ Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.UNICEF Mál oft ekki unnin út frá hagsmunum barns Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, telur að það þjóni betur hagsmunum Muhammed að vera áfram hér á landi. „Nú er ég ekki með öll gögn í málinu en það líkist öðrum málum og það er erfitt að áætla að það sé best fyrir hagsmuni barns að vera sent til lands þar sem hann hefur í rauninni ekki slitið barnsskónum í.“ Hann segir að oft séu mál þar sem brottvísun kemur til álita unnin út frá fjölskyldunni þegar þau ættu að vera unnin út frá hagsmunum barns. Vill að Barnasáttmáli SÞ sé betur innleiddur „Okkur hjá UNICEF finnst oft vanta upp á að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna sé nýttur nægilega vel sem gæðastjórnunartæki í ákvörðunarferli yfirvalda, ekki síst þegar kemur að málefnum hælisleitenda og tilfelli brottvikninga.“ Bergsteinn kallar eftir því að Barnasáttmálinn verði betur innleiddur inn í íslenskt regluverk svo það sé hægt að nýta hann í auknum mæli til þess að taka mannúðlegar ákvarðanir byggðar á mannréttindum. Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Fulltrúar foreldra og starfsfólks í Réttindaráði Vesturbæjarskóla skora á stjórnvöld að stöðva brottvísun hins sjö ára Muhammed Zohair Faisal og fjölskyldu hans. Til stendur að vísa fjölskyldunni til Pakistan næsta mánudag en hún hefur dvalið hér á landi í rúm tvö ár og hefur Muhammed gengið í Vesturbæjarskóla. UNICEF á Íslandi vill að yfirvöld horfi meira til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þegar kemur að ákvörðunarferli í slíkum málum. Mál fjölskyldunnar hefur vakið nokkra athygli undanfarna daga og hafa nú yfir tíu þúsund manns skrifað undir undirskriftalista þar sem þess er krafist að stjórnvöld hætti við brottvísun fjölskyldunnar. Óskuðu eftir alþjóðlegri vernd RÚV greindi frá því að foreldrar Muhammed, Faisal og Niha Khan, sem eru frá Pakistan, hafi óskað eftir alþjóðlegri vernd á Íslandi fyrir sig og son sinn síðla árs 2017. Beiðni þeirra hefur nú verið synjað eftir yfir tveggja ára langan málsmeðferðartíma. Faisal og Niha Khan giftu sig í Pakistan þrátt fyrir að fjölskylda konunnar hafi verið búin að semja um brúðkaup hennar og annars manns sem var frændi hennar. „Muhammed verður vísað til Pakistan, þangað sem hann hefur aldrei komið og foreldrar hans hafa ekki dvalið undanfarin tíu ár. Fjölskyldan hefur ástæðu til að óttast hvað tekur við þeim í Pakistan, landinu sem þau flúðu, og ljóst að staða barnsins verður verri en hér á landi,“ segir í tilkynningu frá fulltrúum Réttindaráðsins. Gagnrýna stuttan fyrirvara Gagnrýnir hópurinn einnig að drengnum verði vísað úr landi ásamt fjölskyldu sinni með einungis tíu daga fyrirvara. Vesturbæjarskóli er einn Réttindaskóla UNICEF sem felur meðal annars í sér að Barnasáttmáli SÞ sé lagður til grundvallar öllu starfi skólans. „Við teljum það ekki samræmast markmiðum sáttmálans að rífa barn upp með rótum úr umhverfi sem það aðlagast vel í meira en tvö ár af stuttri ævi, kynnst menningu, eignast vini og lært tungumálið, og senda það út í óvissuna án þess að tryggja öryggi þess í nýju landi.“ Þá hvetur hópurinn stjórnvöld til þess að „setja það sem barninu er fyrir bestu í forgang og hætta við brottvísun fjölskyldunnar.“ Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.UNICEF Mál oft ekki unnin út frá hagsmunum barns Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, telur að það þjóni betur hagsmunum Muhammed að vera áfram hér á landi. „Nú er ég ekki með öll gögn í málinu en það líkist öðrum málum og það er erfitt að áætla að það sé best fyrir hagsmuni barns að vera sent til lands þar sem hann hefur í rauninni ekki slitið barnsskónum í.“ Hann segir að oft séu mál þar sem brottvísun kemur til álita unnin út frá fjölskyldunni þegar þau ættu að vera unnin út frá hagsmunum barns. Vill að Barnasáttmáli SÞ sé betur innleiddur „Okkur hjá UNICEF finnst oft vanta upp á að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna sé nýttur nægilega vel sem gæðastjórnunartæki í ákvörðunarferli yfirvalda, ekki síst þegar kemur að málefnum hælisleitenda og tilfelli brottvikninga.“ Bergsteinn kallar eftir því að Barnasáttmálinn verði betur innleiddur inn í íslenskt regluverk svo það sé hægt að nýta hann í auknum mæli til þess að taka mannúðlegar ákvarðanir byggðar á mannréttindum.
Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira