Manneldi fyrir austan Gauti Jóhannesson skrifar 18. ágúst 2020 10:30 Mikil uppbygging hefur verið í fiskeldi á Austfjörðum undanfarin ár og er reiknað með að framleiðslan verði 17 – 18.000 tonn á þessu ári. Til einföldunar má gera ráð fyrir að 10 starfsmenn þurfi til að framleiða hver 1000 tonn enda lætur nærri að nú hafi 170 manns hafi beina atvinnu af eldi og vinnslu á svæðinu. Við þetta bætast svo fjölmörg afleidd störf s.s. ýmis iðnaðarstörf, netaverkstæði, köfun, veitingar, gisting og flutningar svo nokkur dæmi séu tekin. Engum dylst þau miklu efnahagslegu áhrif sem fiskeldi hefur haft á sunnanverðum Austfjörðum á undanförnum árum. Þar hefur orðið viðsnúningur í atvinnulífinu og íbúaþróun samhliða uppbyggingu greinarinnar og fjölmörg afleidd störf hafa skapast eins og áður hefur komið fram. Af því tilefni má nefna að nýlega var úthlutað 5.000 fermetra lóð undir umbúðaverksmiðju á Djúpavogi auk þess sem nú er unnið að breytingu á aðalskipulagi vegna byggingar laxasláturhúss sem fyrirhugað er að rísi þar einnig. Umtalsverðar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Djúpavogshöfn m.a. til að koma til móts við þarfir greinarinnar en einnig til að bæta hefðbundna löndunaraðstöðu. Það er því ljóst að umtalsverðar fjárfestingar eru í farvatninu og líklegt að fiskeldi og vinnsla verði mikilvæg stoð í atvinnulífi nýs sameinaðs sveitarfélags í framtíðinni. Eins og oft vill verða eru skiptar skoðanir um greinina. Hagsmunaaðilar hafa sig mjög í frammi og fyrir leikmann er oft erfitt að átta sig á raunverulegri stöðu mála og hvað er satt og hvað er rétt. Eftir stendur að fyrir íbúa sveitarfélaganna sem um ræðir er mikið í húfi. Það er því mikilvægt að þeim stofnunum sem málaflokkurinn heyrir undir sé gert kleift að sinna skyldum sínum og að leyfisveitingar og umsóknarferli sé skilvirkt og gagnsætt og byggi á bestu fáanlegu upplýsingum. Það ástand sem við búum við nú er tímabundið. Þegar þessu fordæmalausa tímabili lýkur þá er leiðin til baka fyrir nýtt sameinað sveitarfélag á Austurlandi vörðuð öflugri og fjölbreyttri sókn í atvinnumálum. Sjálfstæðisflokkurinn í nýju sameinuðu sveitarfélagi vill styðja við frekari uppbyggingu í tengslum við fiskeldi með ábyrgum hætti og samstarfi við eftirlitsaðila. Leita leiða til að stuðla að fullvinnslu og frekari verðmætasköpun í vinnslu sjávarafla og fullnýta þá möguleika sem Egilsstaðaflugvöllur og hafnir nýs sveitarfélags hafa til vöruútflutnings og útflutnings ferskvöru Settu X við D á kosningadaginn. Með samstilltu átaki íbúa, fyrirtækja og sveitarfélagsins er framtíðin björt. Höfundur er sveitarstjóri Djúpavogshrepps og fyrsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðar eystri, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Djúpivogur Borgarfjörður eystri Seyðisfjörður Fljótsdalshérað Fiskeldi Gauti Jóhannesson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Mikil uppbygging hefur verið í fiskeldi á Austfjörðum undanfarin ár og er reiknað með að framleiðslan verði 17 – 18.000 tonn á þessu ári. Til einföldunar má gera ráð fyrir að 10 starfsmenn þurfi til að framleiða hver 1000 tonn enda lætur nærri að nú hafi 170 manns hafi beina atvinnu af eldi og vinnslu á svæðinu. Við þetta bætast svo fjölmörg afleidd störf s.s. ýmis iðnaðarstörf, netaverkstæði, köfun, veitingar, gisting og flutningar svo nokkur dæmi séu tekin. Engum dylst þau miklu efnahagslegu áhrif sem fiskeldi hefur haft á sunnanverðum Austfjörðum á undanförnum árum. Þar hefur orðið viðsnúningur í atvinnulífinu og íbúaþróun samhliða uppbyggingu greinarinnar og fjölmörg afleidd störf hafa skapast eins og áður hefur komið fram. Af því tilefni má nefna að nýlega var úthlutað 5.000 fermetra lóð undir umbúðaverksmiðju á Djúpavogi auk þess sem nú er unnið að breytingu á aðalskipulagi vegna byggingar laxasláturhúss sem fyrirhugað er að rísi þar einnig. Umtalsverðar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Djúpavogshöfn m.a. til að koma til móts við þarfir greinarinnar en einnig til að bæta hefðbundna löndunaraðstöðu. Það er því ljóst að umtalsverðar fjárfestingar eru í farvatninu og líklegt að fiskeldi og vinnsla verði mikilvæg stoð í atvinnulífi nýs sameinaðs sveitarfélags í framtíðinni. Eins og oft vill verða eru skiptar skoðanir um greinina. Hagsmunaaðilar hafa sig mjög í frammi og fyrir leikmann er oft erfitt að átta sig á raunverulegri stöðu mála og hvað er satt og hvað er rétt. Eftir stendur að fyrir íbúa sveitarfélaganna sem um ræðir er mikið í húfi. Það er því mikilvægt að þeim stofnunum sem málaflokkurinn heyrir undir sé gert kleift að sinna skyldum sínum og að leyfisveitingar og umsóknarferli sé skilvirkt og gagnsætt og byggi á bestu fáanlegu upplýsingum. Það ástand sem við búum við nú er tímabundið. Þegar þessu fordæmalausa tímabili lýkur þá er leiðin til baka fyrir nýtt sameinað sveitarfélag á Austurlandi vörðuð öflugri og fjölbreyttri sókn í atvinnumálum. Sjálfstæðisflokkurinn í nýju sameinuðu sveitarfélagi vill styðja við frekari uppbyggingu í tengslum við fiskeldi með ábyrgum hætti og samstarfi við eftirlitsaðila. Leita leiða til að stuðla að fullvinnslu og frekari verðmætasköpun í vinnslu sjávarafla og fullnýta þá möguleika sem Egilsstaðaflugvöllur og hafnir nýs sveitarfélags hafa til vöruútflutnings og útflutnings ferskvöru Settu X við D á kosningadaginn. Með samstilltu átaki íbúa, fyrirtækja og sveitarfélagsins er framtíðin björt. Höfundur er sveitarstjóri Djúpavogshrepps og fyrsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðar eystri, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun