Dagur segir tilboð borgarinnar líklega mestu hækkun lægstu launa sem samið hafi verið um Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. febrúar 2020 21:09 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir kröfur Eflingar langt umfram tilboð borgarinnar. vísir/vilhelm Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir kröfur Eflingar langt umfram lífskjarasamninginn sem undirritaður var á liðnu ári. Kröfurnar séu þá umfram tilboð borgarinnar sem sé, að hans mati, mjög sterkt og sé til þess gert að tekjulægstu hóparnir geti lifað mannsæmandi lífi á sínum launum. Hann segir að grunnlaun ófaglærðra starfsmanna í leikskólum Reykjavíkur myndu hækka úr 310 þúsund krónum á mánuði í 420 þúsund krónur samkvæmt þeim kjarasamningi sem borgin hefur boðið. Þar að auki myndu starfsmenn fá 40 þúsund krónu ofan á grunnlaun vegna álagsgreiðslna. Þetta sagði hann í viðtali í Kastljósi í kvöld. Dagur segist hafa búist við því að samningagerð myndi ganga hratt og vel, þar sem nýbúið sé að skrifa undir lífskjarasamninginn, samnings á almennum vinnumarkaði sem náði til yfir hundrað þúsund launþega og bæði sveitarfélög og ríkið kom að. Segir ekki ganga að tala um tilboðið sem ekki neitt „Þær launahækkanir sem svigrúm væri fyrir myndu númer eitt ganga fyrst og fremst til tekjulægsta hópsins og aðrar aðgerðir, í gegnum skattkerfi, barnabætur og svo framvegis myndu auka kaupmátt þessara hópa,“ segir Dagur. Þá segir hann að stundum þegar hann heyrði fullyrðingar forsvarsmanna Eflingar um tilboð borgarinnar efaðist hann að tilboðið hafi verið nægilega vel kynnt. „Mér finnst ekki ganga að tala eins og þetta sé ekki neitt vegna þess að þetta er líklega mesta hækkun lægstu launa sem nokkurn tíma hefur verið samið um í kjarasamningum á Íslandi.“ Þá greindi hann frá því að laun ófaglærðs deildarstjóra á leikskóla myndu hækka úr 417 þúsund krónum í grunnlaun upp í 520 þúsund krónur á mánuði. Ofan á það myndu bætast álagsgreiðslur svo að dagvinnulaun yrðu í grunnin 572 þúsund krónur á mánuði.Sjá einnig: „Reykjavíkurborg hefur enn á ný slegið á sáttahönd láglaunafólks“ Samningafundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkur lauk án árangurs rétt fyrir klukkan 16 í dag. Annar fundur var ekki boðaður og heldur því ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá borginni áfram. Stuttu eftir að fundi lauk lýsti samninganefnd félagsins yfir vonbrigðum á Facebook-síðu Eflingar og segir í færslunni að Reykjavíkurborg hafi „enn á ný slegið á sáttarhönd láglaunafólks.“ Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir „Ég væri til í að sjá þau vinna þessa vinnu og fá þessi laun“ Á meðan samninganefndir báru saman bækur sínar í dag gengu verkfallsverðir Eflingar um borgina. 18. febrúar 2020 18:45 Reynir meira á eftir því sem lengra líður á verkfallið Sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stöðuna verða erfiðari eftir því sem lengra líður á verkfallið en staðan sé metin dag frá degi. 19. febrúar 2020 12:47 Fundi Eflingar og borgarinnar lokið en aftur fundað á morgun Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar lauk í húsakynnum Ríkisáttasemjara núna um klukkan 11:30, án samkomulags. 18. febrúar 2020 11:28 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir kröfur Eflingar langt umfram lífskjarasamninginn sem undirritaður var á liðnu ári. Kröfurnar séu þá umfram tilboð borgarinnar sem sé, að hans mati, mjög sterkt og sé til þess gert að tekjulægstu hóparnir geti lifað mannsæmandi lífi á sínum launum. Hann segir að grunnlaun ófaglærðra starfsmanna í leikskólum Reykjavíkur myndu hækka úr 310 þúsund krónum á mánuði í 420 þúsund krónur samkvæmt þeim kjarasamningi sem borgin hefur boðið. Þar að auki myndu starfsmenn fá 40 þúsund krónu ofan á grunnlaun vegna álagsgreiðslna. Þetta sagði hann í viðtali í Kastljósi í kvöld. Dagur segist hafa búist við því að samningagerð myndi ganga hratt og vel, þar sem nýbúið sé að skrifa undir lífskjarasamninginn, samnings á almennum vinnumarkaði sem náði til yfir hundrað þúsund launþega og bæði sveitarfélög og ríkið kom að. Segir ekki ganga að tala um tilboðið sem ekki neitt „Þær launahækkanir sem svigrúm væri fyrir myndu númer eitt ganga fyrst og fremst til tekjulægsta hópsins og aðrar aðgerðir, í gegnum skattkerfi, barnabætur og svo framvegis myndu auka kaupmátt þessara hópa,“ segir Dagur. Þá segir hann að stundum þegar hann heyrði fullyrðingar forsvarsmanna Eflingar um tilboð borgarinnar efaðist hann að tilboðið hafi verið nægilega vel kynnt. „Mér finnst ekki ganga að tala eins og þetta sé ekki neitt vegna þess að þetta er líklega mesta hækkun lægstu launa sem nokkurn tíma hefur verið samið um í kjarasamningum á Íslandi.“ Þá greindi hann frá því að laun ófaglærðs deildarstjóra á leikskóla myndu hækka úr 417 þúsund krónum í grunnlaun upp í 520 þúsund krónur á mánuði. Ofan á það myndu bætast álagsgreiðslur svo að dagvinnulaun yrðu í grunnin 572 þúsund krónur á mánuði.Sjá einnig: „Reykjavíkurborg hefur enn á ný slegið á sáttahönd láglaunafólks“ Samningafundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkur lauk án árangurs rétt fyrir klukkan 16 í dag. Annar fundur var ekki boðaður og heldur því ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá borginni áfram. Stuttu eftir að fundi lauk lýsti samninganefnd félagsins yfir vonbrigðum á Facebook-síðu Eflingar og segir í færslunni að Reykjavíkurborg hafi „enn á ný slegið á sáttarhönd láglaunafólks.“
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir „Ég væri til í að sjá þau vinna þessa vinnu og fá þessi laun“ Á meðan samninganefndir báru saman bækur sínar í dag gengu verkfallsverðir Eflingar um borgina. 18. febrúar 2020 18:45 Reynir meira á eftir því sem lengra líður á verkfallið Sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stöðuna verða erfiðari eftir því sem lengra líður á verkfallið en staðan sé metin dag frá degi. 19. febrúar 2020 12:47 Fundi Eflingar og borgarinnar lokið en aftur fundað á morgun Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar lauk í húsakynnum Ríkisáttasemjara núna um klukkan 11:30, án samkomulags. 18. febrúar 2020 11:28 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
„Ég væri til í að sjá þau vinna þessa vinnu og fá þessi laun“ Á meðan samninganefndir báru saman bækur sínar í dag gengu verkfallsverðir Eflingar um borgina. 18. febrúar 2020 18:45
Reynir meira á eftir því sem lengra líður á verkfallið Sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stöðuna verða erfiðari eftir því sem lengra líður á verkfallið en staðan sé metin dag frá degi. 19. febrúar 2020 12:47
Fundi Eflingar og borgarinnar lokið en aftur fundað á morgun Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar lauk í húsakynnum Ríkisáttasemjara núna um klukkan 11:30, án samkomulags. 18. febrúar 2020 11:28
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent