Fótbolti

Segja Barcelona búið að kaupa danska framherjann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Braithwaite í baráttu við verðandi samherja sinn hjá Barcelona, Martin Braithwaite.
Braithwaite í baráttu við verðandi samherja sinn hjá Barcelona, Martin Braithwaite. vísir/getty

Samkvæmt spænskum fjölmiðlum hefur Barcelona fest kaup á danska framherjanum Martin Braithwaite frá Leganés.



Vegna meiðsla Ousmanés Dembélé og Luis Suárez fékk Barcelona undanþágu frá spænska knattspyrnusambandinu til að kaupa framherja og Braithwaite varð fyrir valinu.

Talið er að Barcelona hafi borgað um 15 milljónir punda fyrir Braithwaite. Hann verður kynntur til leiks hjá Barcelona á morgun.

Braithwaite verður fimmti Daninn sem spilar fyrir Barcelona á eftir Allan Simonsen, Michael Laudrup, Ronnie Eklund og Thomas Christiansen.

Á þessu tímabili hefur Braithwaite skorað átta mörk í 20 leikjum fyrir Leganés. Hann lék um tíma með Middlesbrough en gerði engar rósir hjá liðinu. Í 40 leikjum með Boro skoraði Braithwaite aðeins níu mörk.

Braithwaite hefur leikið 39 landsleiki fyrir Danmörku og skorað sjö mörk.


Tengdar fréttir

Barcelona við það að kaupa danskan sóknarmann

Barcelona er við það að ganga frá kaupum á Martin Braithwaite, framherjá Leganés. Börsungar fengu undanþágu frá spænska knattspyrnusambandinu til þess að kaupa framherja vegna meiðsla Luis Suarez og Ousmane Dembélé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×