Innlent

Bein útsending: Umhverfisráðstefna Gallup

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Útsending frá ráðstefnunni hefst klukkan 9.
Útsending frá ráðstefnunni hefst klukkan 9. Gallup

Umhverfisráðstefna Gallup og samstarfsaðila þess fer fram í dag. Á ráðstefnunni, sem fram fer í þriðja sinn, verða meðal annars kynntar niðurstöður nýrrar könnunar meðal Íslendinga um viðhorf og hegðun í tengslum við umhverfismál og loftslagsbreytingar. Útsendingu frá ráðstefnunni má nálgast hér að neðan, hún hefst um klukkan 9 og stendur til 11.

Meðal þess sem fyrrnefnd könnun ber með sér er að fleiri Íslendingar hafni nú þekkingu vísindamanna á orsökum hnattrænnar hlýnunar. Þannig sögðust nú 23,2% svarenda telja að hækkun á hitastigi jarðar á síðustu öld sé meira vegna náttúrulegra breytinga í umhverfinu. Hlutfallið var 14,2% þegar sömu spurningar var spurt í desember árið 2018.

Sjá einnig: Fleiri Íslendingar hafna raunverulegum orsökum hlýnunar jarðar

Ætla má að þessar niðurstöður, sem og fleiri, verði kynntar á ráðstefnunni í dag. Það fellur í skaut Ólafs Elínarsonar, sviðsstjóra markaðssrannsókna hjá Gallup að fjalla um könnunina. Hann tekur til máls á eftir Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfisráðherra, sem setur ráðstefnuna. Auk þeirra eru 7 aðrir framsögumenn, sem koma bæði úr opinbera- og einkageiranum.

Dagskrá fundarins má sjá í heild sinni undir útsendingunni, sem má nálgast hér að neðan.

Dagskrá

Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra

Guðmundur Ingi Guðbrandsson

Niðurstöður Umhverfiskönnunnar Gallup 2020

Ólafur Elínarson, sviðsstjóri markaðsrannsókna Gallup

Reykjavíkurborg

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri

Landsvirkjun

Jón Bjarnadóttir, forstöðumaður umhverfis og auðlinda

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi

Hildur Hauksdóttir, sérfræðingur í umhverfismálum

Arion banki

Hlédís Sigurðardóttir, verkefnastjóri samfélagsábyrgðar

Icelandair Hotels

Erla Ósk Ásgeirsdóttir, forstöðumaður starfsmanna- og gæðasviðs

Krónan

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri

Umhverfisstofnun

Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×