Barcelona við það að kaupa danskan sóknarmann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. febrúar 2020 17:30 Er þetta næsti markahrókur Börsunga? Vísir/Getty Barcelona er við það að ganga frá kaupum á Martin Braithwaite, framherjá Leganés. Börsungar fengu undanþágu frá spænska knattspyrnusambandinu til þess að kaupa framherja vegna meiðsla Luis Suarez og Ousmane Dembélé. Mikil umræða hefur skapast í kringum undanþágu Börsunga en þetta er líklega einsdæmi að lið fái að leyfi til að kaupa útispilara þó glugginn sé lokaður. Þekkt er að lið geta sótt um slíka undanþágu ef markverðir meiðast en undanþága sem þessi þekkist ekki. Hafa Börsungar 15 daga frá því undanþágan er veitt til að festa kaup á nýjum leikmanni. Til að mynda er Tottenham Hotspur nú án tveggja lykilmanna í Harry Kane og Heung-min Son en reikna má fastlega með því að enska úrvalsdeildin veiti þeim enga undanþágu til að kaupa sér nýjan framherja. Það sem gerir aðstæður Barcelona enn undarlegri er staðreyndin að Barcelona lánaði Carles Pérez, leikmann sem getur spilað á öðrum hvorum kantinum, til Roma á lokadegi félagaskiptagluggans vitandi það að Dembélé væri líklega frá í þónokkrun tíma. Í fjarveru þeirra var hinn 17 ára gamli Ansu Fati í byrjunarliði liðsins gegn Getafe. Þá eiga Börsungar þekktustu akademíu knattspyrnusögunnar, La Masia. Eflaust ætti að vera hægt finna nokkra táninga þar til að leysa vandamál liðsins þangað til tímabilinu lýkur. Svo virðist ekki og eftir að hafa verið orðað við gífurlegt magn leikmanna í janúar virðist loks sem Barcelona hafi fundið sinn mann. Sá heitir Martin Braithwaite og leikur með Leganés sem er í harðri fallbaráttu spænsku úrvalsdeildarinnar. Hinn 28 ára gamli Braithwaite, sem lék á sínum tíma með með Middlesbrough í ensku B-deildinni, hefur skorað 19 mörk í 43 leikjum og er með riftunarákvæði upp á 20 milljónir evra í samningi sínum samkvæmt The Guardian. Þar kemur einnig fram að umboðsmaður Braithwaite, Ali Dursun, er einnig umboðsmaður Frenke de Jong en Barcelona keypti hinn unga Hollending á 75 milljónir evra síðasta sumar. Að lokum fær Leganés sem situr í 19. sæti deildarinnar með 19 stig ekki að kaupa framherja í staðinn fyrir Braithwaite og því er nánast hægt að bóka þá niður í spænsku B-deildina að tímabilinu loknu. Barcelona mætir Napoli á Ítalíu í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þann 25. febrúar og Real Madríd í slag erkifjendanna í spænsku úrvalsdeildinni þann 1. mars. Allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Barcelona upp að hlið Real Madrid á toppi deildarinnar Barcelona vann nú rétt í þessu 2-1 heimasigur á Getafe í spænsku úrvalsdeildinni en gestirnir eru spútnik lið spænsku úrvalsdeildarinnar það sem af er leiktíð. 15. febrúar 2020 17:00 Spyr hvort spænska knattspyrnusambandið vilji sjá þessa yfirburði Barcelona Kvennalið Barcelona hefur mikla yfirburði á Spáni. 10. febrúar 2020 20:45 Barcelona fær leyfi til að fá leikmann Spænska úrvalsdeildin hefur gefið Barcelona leyfi til að kaupa eða fá lánaðan leikmann til að leysa hinn meidda Ousmane Dembele af hólmi þó svo að félagaskiptaglugginn á Spáni sé lokaður. 17. febrúar 2020 16:30 Dembele missir af EM | Barcelona fær líklega að versla Knattspyrnumaðurinn Ousmane Dembele leikur ekki meira með Barcelona á þessari leiktíð vegna meiðsla. Hann á sömuleiðis ekki möguleika á að spila með Frökkum á EM í sumar. 11. febrúar 2020 17:52 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Fleiri fréttir Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Sjá meira
Barcelona er við það að ganga frá kaupum á Martin Braithwaite, framherjá Leganés. Börsungar fengu undanþágu frá spænska knattspyrnusambandinu til þess að kaupa framherja vegna meiðsla Luis Suarez og Ousmane Dembélé. Mikil umræða hefur skapast í kringum undanþágu Börsunga en þetta er líklega einsdæmi að lið fái að leyfi til að kaupa útispilara þó glugginn sé lokaður. Þekkt er að lið geta sótt um slíka undanþágu ef markverðir meiðast en undanþága sem þessi þekkist ekki. Hafa Börsungar 15 daga frá því undanþágan er veitt til að festa kaup á nýjum leikmanni. Til að mynda er Tottenham Hotspur nú án tveggja lykilmanna í Harry Kane og Heung-min Son en reikna má fastlega með því að enska úrvalsdeildin veiti þeim enga undanþágu til að kaupa sér nýjan framherja. Það sem gerir aðstæður Barcelona enn undarlegri er staðreyndin að Barcelona lánaði Carles Pérez, leikmann sem getur spilað á öðrum hvorum kantinum, til Roma á lokadegi félagaskiptagluggans vitandi það að Dembélé væri líklega frá í þónokkrun tíma. Í fjarveru þeirra var hinn 17 ára gamli Ansu Fati í byrjunarliði liðsins gegn Getafe. Þá eiga Börsungar þekktustu akademíu knattspyrnusögunnar, La Masia. Eflaust ætti að vera hægt finna nokkra táninga þar til að leysa vandamál liðsins þangað til tímabilinu lýkur. Svo virðist ekki og eftir að hafa verið orðað við gífurlegt magn leikmanna í janúar virðist loks sem Barcelona hafi fundið sinn mann. Sá heitir Martin Braithwaite og leikur með Leganés sem er í harðri fallbaráttu spænsku úrvalsdeildarinnar. Hinn 28 ára gamli Braithwaite, sem lék á sínum tíma með með Middlesbrough í ensku B-deildinni, hefur skorað 19 mörk í 43 leikjum og er með riftunarákvæði upp á 20 milljónir evra í samningi sínum samkvæmt The Guardian. Þar kemur einnig fram að umboðsmaður Braithwaite, Ali Dursun, er einnig umboðsmaður Frenke de Jong en Barcelona keypti hinn unga Hollending á 75 milljónir evra síðasta sumar. Að lokum fær Leganés sem situr í 19. sæti deildarinnar með 19 stig ekki að kaupa framherja í staðinn fyrir Braithwaite og því er nánast hægt að bóka þá niður í spænsku B-deildina að tímabilinu loknu. Barcelona mætir Napoli á Ítalíu í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þann 25. febrúar og Real Madríd í slag erkifjendanna í spænsku úrvalsdeildinni þann 1. mars. Allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Barcelona upp að hlið Real Madrid á toppi deildarinnar Barcelona vann nú rétt í þessu 2-1 heimasigur á Getafe í spænsku úrvalsdeildinni en gestirnir eru spútnik lið spænsku úrvalsdeildarinnar það sem af er leiktíð. 15. febrúar 2020 17:00 Spyr hvort spænska knattspyrnusambandið vilji sjá þessa yfirburði Barcelona Kvennalið Barcelona hefur mikla yfirburði á Spáni. 10. febrúar 2020 20:45 Barcelona fær leyfi til að fá leikmann Spænska úrvalsdeildin hefur gefið Barcelona leyfi til að kaupa eða fá lánaðan leikmann til að leysa hinn meidda Ousmane Dembele af hólmi þó svo að félagaskiptaglugginn á Spáni sé lokaður. 17. febrúar 2020 16:30 Dembele missir af EM | Barcelona fær líklega að versla Knattspyrnumaðurinn Ousmane Dembele leikur ekki meira með Barcelona á þessari leiktíð vegna meiðsla. Hann á sömuleiðis ekki möguleika á að spila með Frökkum á EM í sumar. 11. febrúar 2020 17:52 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Fleiri fréttir Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Sjá meira
Barcelona upp að hlið Real Madrid á toppi deildarinnar Barcelona vann nú rétt í þessu 2-1 heimasigur á Getafe í spænsku úrvalsdeildinni en gestirnir eru spútnik lið spænsku úrvalsdeildarinnar það sem af er leiktíð. 15. febrúar 2020 17:00
Spyr hvort spænska knattspyrnusambandið vilji sjá þessa yfirburði Barcelona Kvennalið Barcelona hefur mikla yfirburði á Spáni. 10. febrúar 2020 20:45
Barcelona fær leyfi til að fá leikmann Spænska úrvalsdeildin hefur gefið Barcelona leyfi til að kaupa eða fá lánaðan leikmann til að leysa hinn meidda Ousmane Dembele af hólmi þó svo að félagaskiptaglugginn á Spáni sé lokaður. 17. febrúar 2020 16:30
Dembele missir af EM | Barcelona fær líklega að versla Knattspyrnumaðurinn Ousmane Dembele leikur ekki meira með Barcelona á þessari leiktíð vegna meiðsla. Hann á sömuleiðis ekki möguleika á að spila með Frökkum á EM í sumar. 11. febrúar 2020 17:52