Barcelona við það að kaupa danskan sóknarmann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. febrúar 2020 17:30 Er þetta næsti markahrókur Börsunga? Vísir/Getty Barcelona er við það að ganga frá kaupum á Martin Braithwaite, framherjá Leganés. Börsungar fengu undanþágu frá spænska knattspyrnusambandinu til þess að kaupa framherja vegna meiðsla Luis Suarez og Ousmane Dembélé. Mikil umræða hefur skapast í kringum undanþágu Börsunga en þetta er líklega einsdæmi að lið fái að leyfi til að kaupa útispilara þó glugginn sé lokaður. Þekkt er að lið geta sótt um slíka undanþágu ef markverðir meiðast en undanþága sem þessi þekkist ekki. Hafa Börsungar 15 daga frá því undanþágan er veitt til að festa kaup á nýjum leikmanni. Til að mynda er Tottenham Hotspur nú án tveggja lykilmanna í Harry Kane og Heung-min Son en reikna má fastlega með því að enska úrvalsdeildin veiti þeim enga undanþágu til að kaupa sér nýjan framherja. Það sem gerir aðstæður Barcelona enn undarlegri er staðreyndin að Barcelona lánaði Carles Pérez, leikmann sem getur spilað á öðrum hvorum kantinum, til Roma á lokadegi félagaskiptagluggans vitandi það að Dembélé væri líklega frá í þónokkrun tíma. Í fjarveru þeirra var hinn 17 ára gamli Ansu Fati í byrjunarliði liðsins gegn Getafe. Þá eiga Börsungar þekktustu akademíu knattspyrnusögunnar, La Masia. Eflaust ætti að vera hægt finna nokkra táninga þar til að leysa vandamál liðsins þangað til tímabilinu lýkur. Svo virðist ekki og eftir að hafa verið orðað við gífurlegt magn leikmanna í janúar virðist loks sem Barcelona hafi fundið sinn mann. Sá heitir Martin Braithwaite og leikur með Leganés sem er í harðri fallbaráttu spænsku úrvalsdeildarinnar. Hinn 28 ára gamli Braithwaite, sem lék á sínum tíma með með Middlesbrough í ensku B-deildinni, hefur skorað 19 mörk í 43 leikjum og er með riftunarákvæði upp á 20 milljónir evra í samningi sínum samkvæmt The Guardian. Þar kemur einnig fram að umboðsmaður Braithwaite, Ali Dursun, er einnig umboðsmaður Frenke de Jong en Barcelona keypti hinn unga Hollending á 75 milljónir evra síðasta sumar. Að lokum fær Leganés sem situr í 19. sæti deildarinnar með 19 stig ekki að kaupa framherja í staðinn fyrir Braithwaite og því er nánast hægt að bóka þá niður í spænsku B-deildina að tímabilinu loknu. Barcelona mætir Napoli á Ítalíu í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þann 25. febrúar og Real Madríd í slag erkifjendanna í spænsku úrvalsdeildinni þann 1. mars. Allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Barcelona upp að hlið Real Madrid á toppi deildarinnar Barcelona vann nú rétt í þessu 2-1 heimasigur á Getafe í spænsku úrvalsdeildinni en gestirnir eru spútnik lið spænsku úrvalsdeildarinnar það sem af er leiktíð. 15. febrúar 2020 17:00 Spyr hvort spænska knattspyrnusambandið vilji sjá þessa yfirburði Barcelona Kvennalið Barcelona hefur mikla yfirburði á Spáni. 10. febrúar 2020 20:45 Barcelona fær leyfi til að fá leikmann Spænska úrvalsdeildin hefur gefið Barcelona leyfi til að kaupa eða fá lánaðan leikmann til að leysa hinn meidda Ousmane Dembele af hólmi þó svo að félagaskiptaglugginn á Spáni sé lokaður. 17. febrúar 2020 16:30 Dembele missir af EM | Barcelona fær líklega að versla Knattspyrnumaðurinn Ousmane Dembele leikur ekki meira með Barcelona á þessari leiktíð vegna meiðsla. Hann á sömuleiðis ekki möguleika á að spila með Frökkum á EM í sumar. 11. febrúar 2020 17:52 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Fleiri fréttir UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Sjá meira
Barcelona er við það að ganga frá kaupum á Martin Braithwaite, framherjá Leganés. Börsungar fengu undanþágu frá spænska knattspyrnusambandinu til þess að kaupa framherja vegna meiðsla Luis Suarez og Ousmane Dembélé. Mikil umræða hefur skapast í kringum undanþágu Börsunga en þetta er líklega einsdæmi að lið fái að leyfi til að kaupa útispilara þó glugginn sé lokaður. Þekkt er að lið geta sótt um slíka undanþágu ef markverðir meiðast en undanþága sem þessi þekkist ekki. Hafa Börsungar 15 daga frá því undanþágan er veitt til að festa kaup á nýjum leikmanni. Til að mynda er Tottenham Hotspur nú án tveggja lykilmanna í Harry Kane og Heung-min Son en reikna má fastlega með því að enska úrvalsdeildin veiti þeim enga undanþágu til að kaupa sér nýjan framherja. Það sem gerir aðstæður Barcelona enn undarlegri er staðreyndin að Barcelona lánaði Carles Pérez, leikmann sem getur spilað á öðrum hvorum kantinum, til Roma á lokadegi félagaskiptagluggans vitandi það að Dembélé væri líklega frá í þónokkrun tíma. Í fjarveru þeirra var hinn 17 ára gamli Ansu Fati í byrjunarliði liðsins gegn Getafe. Þá eiga Börsungar þekktustu akademíu knattspyrnusögunnar, La Masia. Eflaust ætti að vera hægt finna nokkra táninga þar til að leysa vandamál liðsins þangað til tímabilinu lýkur. Svo virðist ekki og eftir að hafa verið orðað við gífurlegt magn leikmanna í janúar virðist loks sem Barcelona hafi fundið sinn mann. Sá heitir Martin Braithwaite og leikur með Leganés sem er í harðri fallbaráttu spænsku úrvalsdeildarinnar. Hinn 28 ára gamli Braithwaite, sem lék á sínum tíma með með Middlesbrough í ensku B-deildinni, hefur skorað 19 mörk í 43 leikjum og er með riftunarákvæði upp á 20 milljónir evra í samningi sínum samkvæmt The Guardian. Þar kemur einnig fram að umboðsmaður Braithwaite, Ali Dursun, er einnig umboðsmaður Frenke de Jong en Barcelona keypti hinn unga Hollending á 75 milljónir evra síðasta sumar. Að lokum fær Leganés sem situr í 19. sæti deildarinnar með 19 stig ekki að kaupa framherja í staðinn fyrir Braithwaite og því er nánast hægt að bóka þá niður í spænsku B-deildina að tímabilinu loknu. Barcelona mætir Napoli á Ítalíu í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þann 25. febrúar og Real Madríd í slag erkifjendanna í spænsku úrvalsdeildinni þann 1. mars. Allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Barcelona upp að hlið Real Madrid á toppi deildarinnar Barcelona vann nú rétt í þessu 2-1 heimasigur á Getafe í spænsku úrvalsdeildinni en gestirnir eru spútnik lið spænsku úrvalsdeildarinnar það sem af er leiktíð. 15. febrúar 2020 17:00 Spyr hvort spænska knattspyrnusambandið vilji sjá þessa yfirburði Barcelona Kvennalið Barcelona hefur mikla yfirburði á Spáni. 10. febrúar 2020 20:45 Barcelona fær leyfi til að fá leikmann Spænska úrvalsdeildin hefur gefið Barcelona leyfi til að kaupa eða fá lánaðan leikmann til að leysa hinn meidda Ousmane Dembele af hólmi þó svo að félagaskiptaglugginn á Spáni sé lokaður. 17. febrúar 2020 16:30 Dembele missir af EM | Barcelona fær líklega að versla Knattspyrnumaðurinn Ousmane Dembele leikur ekki meira með Barcelona á þessari leiktíð vegna meiðsla. Hann á sömuleiðis ekki möguleika á að spila með Frökkum á EM í sumar. 11. febrúar 2020 17:52 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Fleiri fréttir UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Sjá meira
Barcelona upp að hlið Real Madrid á toppi deildarinnar Barcelona vann nú rétt í þessu 2-1 heimasigur á Getafe í spænsku úrvalsdeildinni en gestirnir eru spútnik lið spænsku úrvalsdeildarinnar það sem af er leiktíð. 15. febrúar 2020 17:00
Spyr hvort spænska knattspyrnusambandið vilji sjá þessa yfirburði Barcelona Kvennalið Barcelona hefur mikla yfirburði á Spáni. 10. febrúar 2020 20:45
Barcelona fær leyfi til að fá leikmann Spænska úrvalsdeildin hefur gefið Barcelona leyfi til að kaupa eða fá lánaðan leikmann til að leysa hinn meidda Ousmane Dembele af hólmi þó svo að félagaskiptaglugginn á Spáni sé lokaður. 17. febrúar 2020 16:30
Dembele missir af EM | Barcelona fær líklega að versla Knattspyrnumaðurinn Ousmane Dembele leikur ekki meira með Barcelona á þessari leiktíð vegna meiðsla. Hann á sömuleiðis ekki möguleika á að spila með Frökkum á EM í sumar. 11. febrúar 2020 17:52