„Þetta er algjör gullnáma fyrir okkur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. febrúar 2020 21:15 Vösk sveit flugvirkjanema dvelur nú á Akureyri ásamt kennurum. Vísir/Tryggvi Páll Vösk sveit flugvirkjanema hefur að undanförnu stundað nám sitt á Flugsafni Íslands á Akureyri. Það er gullnáma að komast í flugvélarnar sem þar eru að sögn fagstjóra námsins. 26 nemendur í flugvirkjanámi Tækniskólans hafa dvalið á Akureyri frá því í janúar ásamt kennurum á flugsafninu á Akureyri. Þar fá nemendurnir næði til að kafa ofan í flugvélarnar sem eru á safninu. „Þau eru í ýmsum verkefnum, taka í sundur, setja saman, skipta um íhluti, bilanaleit og ýmsum skoðunum sem fylgir daglegri vinnu hjá flugvirkjum,“ segir Pétur Kristinn Pétursson, fagstjóri flugvirkjanáms Tækniskólans.Það er ekkert hlaupið að því að komast í svona aðstöðu í náminu dags daglega?„Nei, alls ekki. Þetta er algjör gullnáma fyrir okkur og umtalað til dæmis í Bretlandi, hjá flugmálastjórn þar, hvað þetta sé gott og hentugt.“ Þristurinn fornfrægi Páll Sveinsson er á meðal þeirra flugvéla sem njóta góðs af veru flugvirkjanemanna sem vanið hafa komu sína á flugsafnið í janúar og febrúar frá árinu 2013, safnstjóranum til mikillar gleði yfir myrkustu mánuði ársins „Þau auðvitað fylla safnið lífi og aðstoða okkur við ýmis verk þannig að það er afsakplega kærkomið að fá þau,“ segir Steinunn María Sveinsdóttir, safnstjóri Flugsafns Íslands. Það er í mörg horn að lítaVísir/Tryggvi Páll Og nemendurnir gera meira en að fikta í flugvélunum. „Hér eru auðvitað ekki margar hendur til að vinna ýmis verk dags daglega þannig að þetta léttir undir að fá þessa vösku sveit. Þau hafa aðstoðað mig við að leiðsegja skólahópum þannig að þau miðla sinni þekkingu áfram til yngri skólahópa,“ segir Steinunn. Hún vonar að námið á Flugsafninu muni gagnast flugvirkjanemunum vel í framtíðinni. „Þau eru hérna í átta vikur og fara vonandi héðan með góðar minningar, meiri víðsýni. Þau sjá að hér er öflugur flugrekstur á Akureyri líka þannig að þetta er ekki bara einskorðað við Keflavík.“ Akureyri Fréttir af flugi Söfn Tengdar fréttir Síðari umferð þristaveislu hafin á Reykjavíkurflugvelli Stríðsþristarnir streyma nú til Reykjavíkur, hver af öðrum, eftir þátttöku í minningarathöfnum vegna innrásarinnar í Normandí fyrir 75 árum. "Betsy's Biscuit Bomber“ lenti í kvöld. 20. júní 2019 21:37 Gerir við flugsöguna í bílskúrnum heima Nef DC-6 flugvélar sem stendur við Flugsafn Íslands á Akureyri hefur gengið í endurnýjun lífdaga undanfarna mánuði. Stjórnarformaður safnsins vinnur nú hörðum höndum að því að koma nefinu og stjórnklefanum í upprunalegt ho 27. október 2018 19:30 Steinunn María Sveinsdóttir nýr safnstjóri Flugsafns Íslands Steinunn María Sveinsdóttir, sagnfræðingur, hóf störf sem safnstjóri Flugsafns Íslands í gær, föstudag. 2. nóvember 2019 07:58 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Vösk sveit flugvirkjanema hefur að undanförnu stundað nám sitt á Flugsafni Íslands á Akureyri. Það er gullnáma að komast í flugvélarnar sem þar eru að sögn fagstjóra námsins. 26 nemendur í flugvirkjanámi Tækniskólans hafa dvalið á Akureyri frá því í janúar ásamt kennurum á flugsafninu á Akureyri. Þar fá nemendurnir næði til að kafa ofan í flugvélarnar sem eru á safninu. „Þau eru í ýmsum verkefnum, taka í sundur, setja saman, skipta um íhluti, bilanaleit og ýmsum skoðunum sem fylgir daglegri vinnu hjá flugvirkjum,“ segir Pétur Kristinn Pétursson, fagstjóri flugvirkjanáms Tækniskólans.Það er ekkert hlaupið að því að komast í svona aðstöðu í náminu dags daglega?„Nei, alls ekki. Þetta er algjör gullnáma fyrir okkur og umtalað til dæmis í Bretlandi, hjá flugmálastjórn þar, hvað þetta sé gott og hentugt.“ Þristurinn fornfrægi Páll Sveinsson er á meðal þeirra flugvéla sem njóta góðs af veru flugvirkjanemanna sem vanið hafa komu sína á flugsafnið í janúar og febrúar frá árinu 2013, safnstjóranum til mikillar gleði yfir myrkustu mánuði ársins „Þau auðvitað fylla safnið lífi og aðstoða okkur við ýmis verk þannig að það er afsakplega kærkomið að fá þau,“ segir Steinunn María Sveinsdóttir, safnstjóri Flugsafns Íslands. Það er í mörg horn að lítaVísir/Tryggvi Páll Og nemendurnir gera meira en að fikta í flugvélunum. „Hér eru auðvitað ekki margar hendur til að vinna ýmis verk dags daglega þannig að þetta léttir undir að fá þessa vösku sveit. Þau hafa aðstoðað mig við að leiðsegja skólahópum þannig að þau miðla sinni þekkingu áfram til yngri skólahópa,“ segir Steinunn. Hún vonar að námið á Flugsafninu muni gagnast flugvirkjanemunum vel í framtíðinni. „Þau eru hérna í átta vikur og fara vonandi héðan með góðar minningar, meiri víðsýni. Þau sjá að hér er öflugur flugrekstur á Akureyri líka þannig að þetta er ekki bara einskorðað við Keflavík.“
Akureyri Fréttir af flugi Söfn Tengdar fréttir Síðari umferð þristaveislu hafin á Reykjavíkurflugvelli Stríðsþristarnir streyma nú til Reykjavíkur, hver af öðrum, eftir þátttöku í minningarathöfnum vegna innrásarinnar í Normandí fyrir 75 árum. "Betsy's Biscuit Bomber“ lenti í kvöld. 20. júní 2019 21:37 Gerir við flugsöguna í bílskúrnum heima Nef DC-6 flugvélar sem stendur við Flugsafn Íslands á Akureyri hefur gengið í endurnýjun lífdaga undanfarna mánuði. Stjórnarformaður safnsins vinnur nú hörðum höndum að því að koma nefinu og stjórnklefanum í upprunalegt ho 27. október 2018 19:30 Steinunn María Sveinsdóttir nýr safnstjóri Flugsafns Íslands Steinunn María Sveinsdóttir, sagnfræðingur, hóf störf sem safnstjóri Flugsafns Íslands í gær, föstudag. 2. nóvember 2019 07:58 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Síðari umferð þristaveislu hafin á Reykjavíkurflugvelli Stríðsþristarnir streyma nú til Reykjavíkur, hver af öðrum, eftir þátttöku í minningarathöfnum vegna innrásarinnar í Normandí fyrir 75 árum. "Betsy's Biscuit Bomber“ lenti í kvöld. 20. júní 2019 21:37
Gerir við flugsöguna í bílskúrnum heima Nef DC-6 flugvélar sem stendur við Flugsafn Íslands á Akureyri hefur gengið í endurnýjun lífdaga undanfarna mánuði. Stjórnarformaður safnsins vinnur nú hörðum höndum að því að koma nefinu og stjórnklefanum í upprunalegt ho 27. október 2018 19:30
Steinunn María Sveinsdóttir nýr safnstjóri Flugsafns Íslands Steinunn María Sveinsdóttir, sagnfræðingur, hóf störf sem safnstjóri Flugsafns Íslands í gær, föstudag. 2. nóvember 2019 07:58