Segir félagsmenn BSRB búna að fá nóg Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. febrúar 2020 12:00 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segir félagsmenn vilja grípa til aðgerða í kjaradeilunni við Ríkið. Vísir/Vilhelm Átján þúsund starfsmenn hins opinberra hjá BSRB greiða atkvæði um verkfallsboðun næsta mánudag og stendur atkvæðagreiðslan til miðvikudags. Boðaðar aðgerðir eru tvískiptar. Annars vegar verða verkföll hjá þorra félagsmanna hjá ríki, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg á ákveðnum dögum. Hins vegar verða ákveðnir hópar í ótímabundnu verkfalli frá og með 9. mars. Ótímabundið allsherjarverkfall allra félagsmanna mun svo hefjast þann 15. apríl, takist samningar ekki fyrir þann tíma. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir þolinmæði félagsmanna á þrotum. „Við vísuðum deilunni til ríkissáttasemjar í byrjun september og fljótlega eftir það tókst okkur að ganga frá áfanga um styttingu vinnuvikunnar í dagvinnu. Það eru fjórir mánuðir síðan við gengum frá einu af stóru málunum okkar og nú er enn bið eftir mörgum af stærstu málum,“ segir Sonja. Sambærilegar kröfur og í lífskjarasamningnum Sonja segir að kröfur félagsmanna séu sambærilegar og þær sem samið var um í lífskjarasamingum síðasta vor. „Launaliðurinn er hjá sjálfum aðildarfélögunum og flest þeirra eru með sambærilegar kröfur eins og samið var um í lífskjarasamningnum. Aðstæður eru ólíkar milli almenna og opinberra vinnumarkaðarins. En meðal þess sem við eigum eftir að klára er stytting vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki, jöfnun launa milli markaða og svo erum við að fara fram á launaþróunartryggingu.Það hefur verið ágreiningur milli samningsaðila varðandi launaliðinn sem hefur komið okkur verulega á óvart. Því við töldum sjálfsagt að við tækjum taxtalaunaða hækkun eins og samið var um á almenna vinnumarkaðnum uppá 90 þúsund krónur. Svo erum við með stéttir sem eru að fara fram á launaleiðréttingu ,“ segir Sonja. Verkfallsaðgerðir yfirvofandi Sonja segir allt benda til verkfallsaðgerða verði ekki samið fyrir þann tíma. „Aðildarfélögin hafa á undanförnum vikum átt í miklum samtali við sitt bakland og Sameyki hefur framkvæmt könnun þar sem um 90% félagsmanna töldu að það ætti að grípa til aðgerða. Og í samtali við önnur aðildarfélög hefur komið skýrt fram að það eru allir á því að það þurfi að grípa til aðgerða. Fólk telur að það sé komið nóg. Það eru ellefu mánuðir síðan kjarasamninar losnuðu og fólk vill einfaldlega fara að sjá til lands,“ segir Sonja. Kjaramál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Átján þúsund starfsmenn hins opinberra hjá BSRB greiða atkvæði um verkfallsboðun næsta mánudag og stendur atkvæðagreiðslan til miðvikudags. Boðaðar aðgerðir eru tvískiptar. Annars vegar verða verkföll hjá þorra félagsmanna hjá ríki, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg á ákveðnum dögum. Hins vegar verða ákveðnir hópar í ótímabundnu verkfalli frá og með 9. mars. Ótímabundið allsherjarverkfall allra félagsmanna mun svo hefjast þann 15. apríl, takist samningar ekki fyrir þann tíma. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir þolinmæði félagsmanna á þrotum. „Við vísuðum deilunni til ríkissáttasemjar í byrjun september og fljótlega eftir það tókst okkur að ganga frá áfanga um styttingu vinnuvikunnar í dagvinnu. Það eru fjórir mánuðir síðan við gengum frá einu af stóru málunum okkar og nú er enn bið eftir mörgum af stærstu málum,“ segir Sonja. Sambærilegar kröfur og í lífskjarasamningnum Sonja segir að kröfur félagsmanna séu sambærilegar og þær sem samið var um í lífskjarasamingum síðasta vor. „Launaliðurinn er hjá sjálfum aðildarfélögunum og flest þeirra eru með sambærilegar kröfur eins og samið var um í lífskjarasamningnum. Aðstæður eru ólíkar milli almenna og opinberra vinnumarkaðarins. En meðal þess sem við eigum eftir að klára er stytting vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki, jöfnun launa milli markaða og svo erum við að fara fram á launaþróunartryggingu.Það hefur verið ágreiningur milli samningsaðila varðandi launaliðinn sem hefur komið okkur verulega á óvart. Því við töldum sjálfsagt að við tækjum taxtalaunaða hækkun eins og samið var um á almenna vinnumarkaðnum uppá 90 þúsund krónur. Svo erum við með stéttir sem eru að fara fram á launaleiðréttingu ,“ segir Sonja. Verkfallsaðgerðir yfirvofandi Sonja segir allt benda til verkfallsaðgerða verði ekki samið fyrir þann tíma. „Aðildarfélögin hafa á undanförnum vikum átt í miklum samtali við sitt bakland og Sameyki hefur framkvæmt könnun þar sem um 90% félagsmanna töldu að það ætti að grípa til aðgerða. Og í samtali við önnur aðildarfélög hefur komið skýrt fram að það eru allir á því að það þurfi að grípa til aðgerða. Fólk telur að það sé komið nóg. Það eru ellefu mánuðir síðan kjarasamninar losnuðu og fólk vill einfaldlega fara að sjá til lands,“ segir Sonja.
Kjaramál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira