62 m/s á Kjalarnesi Jóhann K. Jóhannsson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 14. febrúar 2020 06:17 Fjöldi er samankominn við aðgerðastjórn á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/jkj Aðgerðastjórn gerir ráð fyrir að „aftakaveður“ gangi inn á höfuðborgarsvæðið núna klukkan 7, þegar rauð viðvörun tekur gildi. Búist er við því að veðrið verði verst í efri byggðum; eins og í Grafarvogi, Breiðholti, Kópavogi og Kjalarnesi. Á síðastnefnda svæðinu hafa hviður farið yfir 60 m/s. Ágúst Svansson, sem stýrir aðgerðastjórn fyrir höfuðborgarsvæðið, segir að slökkvilið, lögreglu og björgunarsveitir séu í viðbragðsstöðu á höfuðborgarsvæðinu og séu þegar farin að bregðast við útköllum. Til að mynda séu verkefnin „einna helst að hlaðast upp á Kjalarnesi.“ Vindhviður hafa farið yfir 60 m/s á Kjalarnesi.vefsjá vegagerðarinnar Þar er bálhvasst sem stendur, að jafnaði á bilinu 20-30 m/s og hafa hviður mælst allt að 62 m/s. Útköllin á Kjalarnesi tengist því hvers kyns foktjóni; brotnar rúður, fjúkandi kerrur o.sfrv. Útköll hafi tekið að berast um klukkan 4 í nótt og slumpar Ágúst á að þau hafi verið um tíu talsins síðan þá. Til að mynda brást slökkviliðið við tveimur útköllum sem bæði tengdust rúðum. Þá slóst gluggi til í Grafarholti og á fjórða tímanum barst tilkynning um að rúða hefði sprungið í risíbúð í Vesturbænum. Upp úr klukkan fjögur fengu svo björgunarsveitir tilkynningu um að þakplötur væru farnar að losna af íbúðarhúsi í Grafarvogi. Ágúst beinir því til fólks að fylgjast vel með veðurviðvörunum og öðrum tilkynningum - „og ekki vera að fara út í neina vitleysu,“ eins og hann orðar það. Hann minnir jafnframt á að búið sé að loka öllum helstu umferðaræðum til og frá borginni. Hér að neðan má sjá lista yfir allar helstu lokanir. Björgunarsveitarfólk stendur vaktina á lokunarpóstum og hvetur Ágúst fólk til að fara að tilmælum þeirra. Björgunarsveitir Lögreglumál Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Slökkvilið Veður Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira
Aðgerðastjórn gerir ráð fyrir að „aftakaveður“ gangi inn á höfuðborgarsvæðið núna klukkan 7, þegar rauð viðvörun tekur gildi. Búist er við því að veðrið verði verst í efri byggðum; eins og í Grafarvogi, Breiðholti, Kópavogi og Kjalarnesi. Á síðastnefnda svæðinu hafa hviður farið yfir 60 m/s. Ágúst Svansson, sem stýrir aðgerðastjórn fyrir höfuðborgarsvæðið, segir að slökkvilið, lögreglu og björgunarsveitir séu í viðbragðsstöðu á höfuðborgarsvæðinu og séu þegar farin að bregðast við útköllum. Til að mynda séu verkefnin „einna helst að hlaðast upp á Kjalarnesi.“ Vindhviður hafa farið yfir 60 m/s á Kjalarnesi.vefsjá vegagerðarinnar Þar er bálhvasst sem stendur, að jafnaði á bilinu 20-30 m/s og hafa hviður mælst allt að 62 m/s. Útköllin á Kjalarnesi tengist því hvers kyns foktjóni; brotnar rúður, fjúkandi kerrur o.sfrv. Útköll hafi tekið að berast um klukkan 4 í nótt og slumpar Ágúst á að þau hafi verið um tíu talsins síðan þá. Til að mynda brást slökkviliðið við tveimur útköllum sem bæði tengdust rúðum. Þá slóst gluggi til í Grafarholti og á fjórða tímanum barst tilkynning um að rúða hefði sprungið í risíbúð í Vesturbænum. Upp úr klukkan fjögur fengu svo björgunarsveitir tilkynningu um að þakplötur væru farnar að losna af íbúðarhúsi í Grafarvogi. Ágúst beinir því til fólks að fylgjast vel með veðurviðvörunum og öðrum tilkynningum - „og ekki vera að fara út í neina vitleysu,“ eins og hann orðar það. Hann minnir jafnframt á að búið sé að loka öllum helstu umferðaræðum til og frá borginni. Hér að neðan má sjá lista yfir allar helstu lokanir. Björgunarsveitarfólk stendur vaktina á lokunarpóstum og hvetur Ágúst fólk til að fara að tilmælum þeirra.
Björgunarsveitir Lögreglumál Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Slökkvilið Veður Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira