Sprengilægðin blés afmælisfagnað Bjarna út af kortinu Jakob Bjarnar skrifar 13. febrúar 2020 12:15 Bjarni Benediktsson ætlaði að fagna 50 ára afmæli sínu með vinum og velunnurum en þó Bjarni sé vanur blástri er þetta aðeins of mikið. Hér eru Bjarni og Þóra Margrét Baldvinsdóttir, eiginkona hans, í miklum mótvindi á Bessastöðum. visir/vilhelm Sérlegum afmælisfögnuði Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, hefur verið frestað vegna óveðursins sem nálgast nú Íslandsstrendur með miklum látum. Trúnaðarmenn flokksins, sem voru fullir tilhlökkunar; búnir að pússa blankskóna og pressa kjólfötin til að fagna 50 ára afmæli formannsins, þurfa að láta það bíða að gera sér glaðan dag með Bjarna. Fagnaðurinn hefur verið blásinn af í orðsins fyllstu merkingu: „Kæri trúnaðarmaður. Útlit er fyrir óveður á föstudaginn kemur. Móttöku, sem halda átti í tilefni 50 ára afmælis formanns flokksins og því að á síðasta ári fagnaði hann 10 árum sem formaður flokksins, hefur því verið frestað um óákveðinn tíma. Með kveðju, Skrifstofa Sjálfstæðisflokksins“. Eins og sjá má á boðskortinu er fagnaðurinn í tilefni þess að Bjarni er fimmtugur auk þess sem hann fagnaði tíu árum sem formaður Sjálfstæðisflokksins á liðnu ári. Til stóð að lyfta sér á kreik í tilefni af því í Listasafni Reykjavíkur á morgun milli fimm og hálf átta. En, vinir og velunnarar, aðdáendur Bjarna, verða að finna sér annan tíma til að fagna þessum miklu tímamótum. Óveður 14. febrúar 2020 Sjálfstæðisflokkurinn Tímamót Veður Tengdar fréttir Vefur Veðurstofunnar bilaður í aðdraganda óveðursins "Stundum gerist allt í einu,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands. Bilun er í tölvukerfi Veðurstofunnar sem veldur því að spár birtast ekki á vef Veðurstofunnar. 13. febrúar 2020 12:05 Strekkingsvindur mun væntanlega virðast sem logn eftir sprengilægðina Lægðin sem valda mun miklu óveðri um land allt á morgun er nú stödd 850 kílómetra austur af Nýfundnalandi. 13. febrúar 2020 07:04 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
Sérlegum afmælisfögnuði Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, hefur verið frestað vegna óveðursins sem nálgast nú Íslandsstrendur með miklum látum. Trúnaðarmenn flokksins, sem voru fullir tilhlökkunar; búnir að pússa blankskóna og pressa kjólfötin til að fagna 50 ára afmæli formannsins, þurfa að láta það bíða að gera sér glaðan dag með Bjarna. Fagnaðurinn hefur verið blásinn af í orðsins fyllstu merkingu: „Kæri trúnaðarmaður. Útlit er fyrir óveður á föstudaginn kemur. Móttöku, sem halda átti í tilefni 50 ára afmælis formanns flokksins og því að á síðasta ári fagnaði hann 10 árum sem formaður flokksins, hefur því verið frestað um óákveðinn tíma. Með kveðju, Skrifstofa Sjálfstæðisflokksins“. Eins og sjá má á boðskortinu er fagnaðurinn í tilefni þess að Bjarni er fimmtugur auk þess sem hann fagnaði tíu árum sem formaður Sjálfstæðisflokksins á liðnu ári. Til stóð að lyfta sér á kreik í tilefni af því í Listasafni Reykjavíkur á morgun milli fimm og hálf átta. En, vinir og velunnarar, aðdáendur Bjarna, verða að finna sér annan tíma til að fagna þessum miklu tímamótum.
Óveður 14. febrúar 2020 Sjálfstæðisflokkurinn Tímamót Veður Tengdar fréttir Vefur Veðurstofunnar bilaður í aðdraganda óveðursins "Stundum gerist allt í einu,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands. Bilun er í tölvukerfi Veðurstofunnar sem veldur því að spár birtast ekki á vef Veðurstofunnar. 13. febrúar 2020 12:05 Strekkingsvindur mun væntanlega virðast sem logn eftir sprengilægðina Lægðin sem valda mun miklu óveðri um land allt á morgun er nú stödd 850 kílómetra austur af Nýfundnalandi. 13. febrúar 2020 07:04 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
Vefur Veðurstofunnar bilaður í aðdraganda óveðursins "Stundum gerist allt í einu,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands. Bilun er í tölvukerfi Veðurstofunnar sem veldur því að spár birtast ekki á vef Veðurstofunnar. 13. febrúar 2020 12:05
Strekkingsvindur mun væntanlega virðast sem logn eftir sprengilægðina Lægðin sem valda mun miklu óveðri um land allt á morgun er nú stödd 850 kílómetra austur af Nýfundnalandi. 13. febrúar 2020 07:04