Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. febrúar 2020 15:36 Frá stofnfundi Íslendingafélagsins í byrjun janúar. Íslendingafélagið á Gran Cancaria Formaður Íslendingafélagsins á Gran Canaria segir mikil vonbrigði að geta ekki boðið upp á þorramat á fyrsta þorrablóti félagsins sem fram fer í kvöld. Ástæðan er sú að matnum, virði mörg hundruð þúsunda, var hent í ruslið á flugvellinum á Kanaríeyjum. Boðið verður upp á kjötsúpu í staðinn. Íslendingafélagið var stofnað í byrjun árs. Jóhanna Kristín Júlíusdóttir, formaður félagsins, segir fólk hafa gengið með þann draum í lengri tíma að stofna félagið og halda þorrablót. Líklega búi búi á þriðja hundrað Íslendingar á eyjunni og mikil eftirvænting hafi verið fyrir blótinu. „Við pöntuðum allan matinn frá Íslandi,“ segir Jóhanna Kristín. Kjarnafæði hafi séð um matinn og segir formaðurinn öll samskipti við félagið hafa verið til fyrirmyndar. Annað hafi verið uppi á teningnum hjá flutningsaðilanum, DHL. „Það klikkaði eitthvað hjá þeim.“ Sætir og brúnir Íslendinga á Spáni.Íslendingafélagið á Gran Cancaria Líklega þarf ekkert að efast um það enda ákvað tolllögreglan á flugvellinum ytra að henda öllum þorramatnum. Hvers vegna? Jóhanna Kristín hefur ekki svör við þeirri spurningu enda hafi öll orka hennar og stjórnarinnar farið í viðbragðsvinnu þegar tíðindin bárust í hádeginu á mánudag. „Maturinn var kominn á eyjuna. Þeir tóku sig til og förguðu honum.“ Þá voru góð ráð dýr. Búið að selja 240 miða á blótið og hugur í fólki. Jóhanna Kristín segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að „face-a fólkið.“ Horfast í augu við stöðuna. „Stjórnin hefur verið á kafi í þessu með aðstoð góðs fólks og við erum að verða klár með kjötsúpu fyrir 240 manns,“ segir Jóhanna Kristín. Til viðbótar verði boðið upp á síldarrétti og brauð. Skemmtiatriðin verði svo auðvitað á sínum stað. Þorrablótið verður í kvöld en enginn þorramatur.Íslendingafélagið Gran Cancaria „Við reynum að gera gott úr þessu og keyrum þetta eins og við ætluðum. Nema það verður enginn þorramatur.“ Stjórnin ætlar að leita réttar síns í málinu og sjá hvað hægt sé að gera. Jóhanna Kristín vill ekki nefna nákvæma fjárhæð sem glataðist nema að um sé að ræða mikla peninga. Sérstaklega fyrir nýstofnað félag. Þau hafi engin svör fengið enn sem komið er nema ljóst sé að eitthvað hafi klikkað í pappírunum hjá DHL. Jóhanna Kristín, sem er eyjakona með meiru hvort sem er á Heimaey eða Gran Canaria, hefur búið í fjögur ár á Kanaríeyjum og unir hag sínum vel. Þar er í dag 30 stiga hiti en veturinn hafi verið óvenjuhlýr. „Ég er bara á Suðurhafseyjum, einni við Ísland og einni hér,“ segir Jóhanna á léttum nótum. Íslendingar erlendis Spánn Þorrablót Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Formaður Íslendingafélagsins á Gran Canaria segir mikil vonbrigði að geta ekki boðið upp á þorramat á fyrsta þorrablóti félagsins sem fram fer í kvöld. Ástæðan er sú að matnum, virði mörg hundruð þúsunda, var hent í ruslið á flugvellinum á Kanaríeyjum. Boðið verður upp á kjötsúpu í staðinn. Íslendingafélagið var stofnað í byrjun árs. Jóhanna Kristín Júlíusdóttir, formaður félagsins, segir fólk hafa gengið með þann draum í lengri tíma að stofna félagið og halda þorrablót. Líklega búi búi á þriðja hundrað Íslendingar á eyjunni og mikil eftirvænting hafi verið fyrir blótinu. „Við pöntuðum allan matinn frá Íslandi,“ segir Jóhanna Kristín. Kjarnafæði hafi séð um matinn og segir formaðurinn öll samskipti við félagið hafa verið til fyrirmyndar. Annað hafi verið uppi á teningnum hjá flutningsaðilanum, DHL. „Það klikkaði eitthvað hjá þeim.“ Sætir og brúnir Íslendinga á Spáni.Íslendingafélagið á Gran Cancaria Líklega þarf ekkert að efast um það enda ákvað tolllögreglan á flugvellinum ytra að henda öllum þorramatnum. Hvers vegna? Jóhanna Kristín hefur ekki svör við þeirri spurningu enda hafi öll orka hennar og stjórnarinnar farið í viðbragðsvinnu þegar tíðindin bárust í hádeginu á mánudag. „Maturinn var kominn á eyjuna. Þeir tóku sig til og förguðu honum.“ Þá voru góð ráð dýr. Búið að selja 240 miða á blótið og hugur í fólki. Jóhanna Kristín segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að „face-a fólkið.“ Horfast í augu við stöðuna. „Stjórnin hefur verið á kafi í þessu með aðstoð góðs fólks og við erum að verða klár með kjötsúpu fyrir 240 manns,“ segir Jóhanna Kristín. Til viðbótar verði boðið upp á síldarrétti og brauð. Skemmtiatriðin verði svo auðvitað á sínum stað. Þorrablótið verður í kvöld en enginn þorramatur.Íslendingafélagið Gran Cancaria „Við reynum að gera gott úr þessu og keyrum þetta eins og við ætluðum. Nema það verður enginn þorramatur.“ Stjórnin ætlar að leita réttar síns í málinu og sjá hvað hægt sé að gera. Jóhanna Kristín vill ekki nefna nákvæma fjárhæð sem glataðist nema að um sé að ræða mikla peninga. Sérstaklega fyrir nýstofnað félag. Þau hafi engin svör fengið enn sem komið er nema ljóst sé að eitthvað hafi klikkað í pappírunum hjá DHL. Jóhanna Kristín, sem er eyjakona með meiru hvort sem er á Heimaey eða Gran Canaria, hefur búið í fjögur ár á Kanaríeyjum og unir hag sínum vel. Þar er í dag 30 stiga hiti en veturinn hafi verið óvenjuhlýr. „Ég er bara á Suðurhafseyjum, einni við Ísland og einni hér,“ segir Jóhanna á léttum nótum.
Íslendingar erlendis Spánn Þorrablót Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira