Arjen Robben er kóngurinn í augum leikmannsins sem Liverpool reyndi að kaupa í janúar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2020 16:00 Samuel Chukwueze er mjög spennandi leikmaður sem er fæddur árið 1999. Skiptir hann úr gulu í rautt í sumar? Getty/Tim Clayton Liverpool reyndi án árangurs að kaupa tvítugan Nígeríumann í janúar samkvæmt fréttum frá hinu virta franska blaði France Football. Nígeríumaðurinn Samuel Chukwueze þykir afar spennandi knattspyrnumaður og líka í augum Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool liðsins. Samuel Chukwueze er aðeins tvítugur og spilar út á hægri kanti. Hann hefur heillað Klopp og aðra með frammistöðu sinni með spænska félaginu Villarreal. Villarreal ætlar sér hins vegar að fá mikið fyrir strákinn og hafnaði tilboði Liverpool í janúar. Nú er búist við því að Liverpool bjóði aftur í hann í sumar en gæti mögulega þurft að borga 60 milljónir punda fyrir hann. The player may want to keep his hero under his hat if he does make the move to Liverpool in the summer... https://t.co/KrtU5QT0FO— TEAMtalk (@TEAMtalk) February 11, 2020 Samuel Chukwueze er með samning við Villarreal til ársins 2023 en hann hefur þegar spilað þrettán sinnum fyrir nígeríska landsliðið. Hann spilaði fyrst með b-liði Villarreal en er á sínu öðru tímabili með aðalliðinu. Samuel Chukwueze er með 3 mörk og 3 stoðsendingar í 22 leikjum með Villarreal í spænsku deildinni á þessari leiktíð. Í fyrra var hann með 5 mörk og 2 stoðsendingar í 26 leikjum. Það sem vekur líka athygli með Chukwueze er að hann dýrkaði Hollendinginn Arjen Robben sem var hans átrúnaðargoð í fótboltanum. „Robben er kóngurinn í mínum augum. Hann er hinn fullkomni leikmaður. Ég hef horft á svo margar YouTube klippur með honum og það er svo margt sem ég get lært af honum. Enn í dag þá skoða ég stundum YouTube klippur á leið í leikina mína. Ég horfi á mörkin hans og hvernig hann lék með boltann. Hann er innblástur fyrir mig og einn af þeim allra bestu,“ sagði í viðtali við Goal. „Ég vil vera ég sjálfur og auðvitað verður maður að vera það. Það er samt nauðsynlegt að læra af mönnum eins og honum. Þvílíkur leikmaður,“ sagði Samuel Chukwueze. Samuel Chukwueze þykir líka gera frægustu hreyfingu Arjen Robben betur en aðrir sem er að keyra inn frá hægri kanti en hann er örvfættur leikmaður sem spilar best á hægri kantinum. Enski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira
Liverpool reyndi án árangurs að kaupa tvítugan Nígeríumann í janúar samkvæmt fréttum frá hinu virta franska blaði France Football. Nígeríumaðurinn Samuel Chukwueze þykir afar spennandi knattspyrnumaður og líka í augum Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool liðsins. Samuel Chukwueze er aðeins tvítugur og spilar út á hægri kanti. Hann hefur heillað Klopp og aðra með frammistöðu sinni með spænska félaginu Villarreal. Villarreal ætlar sér hins vegar að fá mikið fyrir strákinn og hafnaði tilboði Liverpool í janúar. Nú er búist við því að Liverpool bjóði aftur í hann í sumar en gæti mögulega þurft að borga 60 milljónir punda fyrir hann. The player may want to keep his hero under his hat if he does make the move to Liverpool in the summer... https://t.co/KrtU5QT0FO— TEAMtalk (@TEAMtalk) February 11, 2020 Samuel Chukwueze er með samning við Villarreal til ársins 2023 en hann hefur þegar spilað þrettán sinnum fyrir nígeríska landsliðið. Hann spilaði fyrst með b-liði Villarreal en er á sínu öðru tímabili með aðalliðinu. Samuel Chukwueze er með 3 mörk og 3 stoðsendingar í 22 leikjum með Villarreal í spænsku deildinni á þessari leiktíð. Í fyrra var hann með 5 mörk og 2 stoðsendingar í 26 leikjum. Það sem vekur líka athygli með Chukwueze er að hann dýrkaði Hollendinginn Arjen Robben sem var hans átrúnaðargoð í fótboltanum. „Robben er kóngurinn í mínum augum. Hann er hinn fullkomni leikmaður. Ég hef horft á svo margar YouTube klippur með honum og það er svo margt sem ég get lært af honum. Enn í dag þá skoða ég stundum YouTube klippur á leið í leikina mína. Ég horfi á mörkin hans og hvernig hann lék með boltann. Hann er innblástur fyrir mig og einn af þeim allra bestu,“ sagði í viðtali við Goal. „Ég vil vera ég sjálfur og auðvitað verður maður að vera það. Það er samt nauðsynlegt að læra af mönnum eins og honum. Þvílíkur leikmaður,“ sagði Samuel Chukwueze. Samuel Chukwueze þykir líka gera frægustu hreyfingu Arjen Robben betur en aðrir sem er að keyra inn frá hægri kanti en hann er örvfættur leikmaður sem spilar best á hægri kantinum.
Enski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira