Gríðarleg aðsókn í verknám en margir fá ekki inni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. febrúar 2020 20:30 Hildur Ingvarsdóttir skólameistari Tækniskólans segir afar leitt að þurfa að hafna fólki um skólavist. Ásókn í verknám hefur aukist gríðarlega síðustu ár og hafa skólar þurft að hafna fjölmörgum umsóknum vegna plássleysis. Tækniskólinn þurfti að hafna ríflega fjórum af hverjum tíu umsóknum í byggingar-og raftækninám á þessari önn. Skólameistari segir það ömurlegt. Undir Tækniskólanum í Reykjavík eru Byggingartækniskólinn og Raftækniskólinn og hefur síðustu ár þurft að hafna stórum hluta þeirra umsókna sem hafa borist í nám þar í dagskóla vegna plássleysis. Frá haustinu 2018 til síðasta haust þurfti skólinn að hafna um 25% til 30% umsókna í byggingartækninámi en nú á vorönn var tæplega helmingi umsókna hafnað. Svipuð þróun hefur verið varðandi nám við Raftækniskólann en nú í vorönn var um 36% umsókna hafnað. Umsóknir í dagsskóla Byggingatækniskólans í Tækniskólanum Hildur Ingvarsdóttir skólameistari Tækniskólans segir afar leitt að þurfa að hafna fólki um skólavist. „Þetta er náttúrulega alveg ömurlegt, Fólk segir að þetta sé lúxusvandamál en það er ekki rétt. Ég veit það sjálf komandi úr atvinnulífinu að okkur vantar fleira fólk með verk-og tækniþekkingu. Þetta er bara mikill höfuðverkur og eitt það erfiðasta sem mínir stjórnendur hafa glímt við því þetta er svo breytt staða frá sem áður var þegar þurfti nánast að veiða fólk inní skólann,“ segir Hildur. Hildur segir að Menntamálaráðuneytið sé upplýst um vandann. „Ég hef fulla trú að þetta verði unnið vel þar því að þetta er menntun sem að landið okkar þarf,“ segir Hildur sem býst við að málin skýrist betur á vormánuðum eða í sumar. Þór Pálsson framkvæmdastjóri Rafmenntar segir einkennilegt að ekki sé hægt að bæta við húsakost skóla sem vísa nemum frá vegna plássleysis. Þór Pálsson framkvæmdarstjóri Rafmenntar segir að stéttarfélög hafi bent á þennan vanda. „Það er skrítið að það skuli ekki vera lögð meiri áhersla á að bæta húsakost skólanna til að taka á móti stærri hópum eða fleiri hópum. Maður veit eiginlega ekki hvað ræður þessu hvort að fjármagnið spili þar inní. Stéttarfélögin hafa beitt sér fyrir og kvartað yfir því og látið vita að það séu ekki til næg pláss í skólunum fyrir þá nema sem vilja fara í verknám,“ segir Þór. Nokkrir nemar voru að taka sveinspróf í Rafmennt og framtíðin er björt. „Þeir eru allir í vinnu, það vantar engum sem er í sveinsprófi hér vinnu,“ segir Þór að lokum. Alþingi Skóla - og menntamál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Ásókn í verknám hefur aukist gríðarlega síðustu ár og hafa skólar þurft að hafna fjölmörgum umsóknum vegna plássleysis. Tækniskólinn þurfti að hafna ríflega fjórum af hverjum tíu umsóknum í byggingar-og raftækninám á þessari önn. Skólameistari segir það ömurlegt. Undir Tækniskólanum í Reykjavík eru Byggingartækniskólinn og Raftækniskólinn og hefur síðustu ár þurft að hafna stórum hluta þeirra umsókna sem hafa borist í nám þar í dagskóla vegna plássleysis. Frá haustinu 2018 til síðasta haust þurfti skólinn að hafna um 25% til 30% umsókna í byggingartækninámi en nú á vorönn var tæplega helmingi umsókna hafnað. Svipuð þróun hefur verið varðandi nám við Raftækniskólann en nú í vorönn var um 36% umsókna hafnað. Umsóknir í dagsskóla Byggingatækniskólans í Tækniskólanum Hildur Ingvarsdóttir skólameistari Tækniskólans segir afar leitt að þurfa að hafna fólki um skólavist. „Þetta er náttúrulega alveg ömurlegt, Fólk segir að þetta sé lúxusvandamál en það er ekki rétt. Ég veit það sjálf komandi úr atvinnulífinu að okkur vantar fleira fólk með verk-og tækniþekkingu. Þetta er bara mikill höfuðverkur og eitt það erfiðasta sem mínir stjórnendur hafa glímt við því þetta er svo breytt staða frá sem áður var þegar þurfti nánast að veiða fólk inní skólann,“ segir Hildur. Hildur segir að Menntamálaráðuneytið sé upplýst um vandann. „Ég hef fulla trú að þetta verði unnið vel þar því að þetta er menntun sem að landið okkar þarf,“ segir Hildur sem býst við að málin skýrist betur á vormánuðum eða í sumar. Þór Pálsson framkvæmdastjóri Rafmenntar segir einkennilegt að ekki sé hægt að bæta við húsakost skóla sem vísa nemum frá vegna plássleysis. Þór Pálsson framkvæmdarstjóri Rafmenntar segir að stéttarfélög hafi bent á þennan vanda. „Það er skrítið að það skuli ekki vera lögð meiri áhersla á að bæta húsakost skólanna til að taka á móti stærri hópum eða fleiri hópum. Maður veit eiginlega ekki hvað ræður þessu hvort að fjármagnið spili þar inní. Stéttarfélögin hafa beitt sér fyrir og kvartað yfir því og látið vita að það séu ekki til næg pláss í skólunum fyrir þá nema sem vilja fara í verknám,“ segir Þór. Nokkrir nemar voru að taka sveinspróf í Rafmennt og framtíðin er björt. „Þeir eru allir í vinnu, það vantar engum sem er í sveinsprófi hér vinnu,“ segir Þór að lokum.
Alþingi Skóla - og menntamál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira