Landsvirkjun tapar milljörðum á samdrætti Rio Tinto Birgir Olgeirsson skrifar 11. febrúar 2020 18:30 Álverið í Straumsvík. Vísir/vilhelm Stjórnendur Rio Tinto í Straumsvík tilkynntu í lok janúar að fyrirtækið stefndi að því að framleiða um 184 þúsund tonn af áli í ár. Í fyrra framleiddi Rio Tinto 212 þúsund tonn af áli og því samdráttur upp á rúm þrettán prósent. Forstjóri Rio Tinto á Íslandi, Rannveig Rist, vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna þessarar ákvörðunar. Ljóst er að hún mun hafa talsverð áhrif á rekstur Landsvirkjunar. „Áhrifin eru fyrst og fremst það að raforkusalan okkar dregst saman um sem því nemur sem eru um 3,5 prósent ef við horfum til heildarframleiðslunnar. Tekjuáhrifin á okkur eru um 20 milljónir dollara eða um 2,5 milljarðar króna,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunnar.Í fyrra þurfti að slökkva á einum af þremur kerskálum álversins í Straumsvík vegna ljósboga sem myndaðist þar. Tekjutap Landsvirkjunar vegna þeirrar stöðvunar í fyrra nam um 1,24 milljörðum króna. Hörður segir að Landsvirkjun ætli að gera allt sem í hennar valdi stendur til að sýna aðhald í rekstri svo lágmarka megi áhrifin sem minni álframleiðsla hjá Rio Tinto mun hafa í ár á fyrirtækið. „Tímabundin áhrif sem eru hjá þeim eftir því sem okkur virðist og kemur okkur ekki á óvart er að staðan á álmörkuðum hefur verið mjög erfið, sérstaklega á síðasta ári. Það var samdráttur í eftirspurn og síðan hefur það það leitt til þess að verð sem að fæst fyrir þær afurðir sem álverin eru að framleiða hefur lækkað umtalsvert þannig að þetta eru kannski eðlileg viðbrögð við lækkandi verði og minnkandi eftirspurn,“ segir Hörður. Hörður bendir á að hægt hafi á hagkerfum heimsins sem valdi minni eftirspurn. Þá hefur álframleiðsla í Kína vaxið úr 10 prósentum frá árinu 2000 og upp í 60 prósent í fyrra. Hörður segir þetta ekki hafa áhrif á virkjanaáform Landsvirkjunar. „Það er mjög algengt að framleiðsluiðnaður eins og áliðnaður sveiflist og við gerum ráð fyrir að hann rétti úr sér og langtímahorfur fyrir iðnaðinn eru góðar.“ Orkumál Stóriðja Tengdar fréttir Tvö ker í kerskála þrjú ræst á undan áætlun Slökkt var á umræddum kerskála þann 21. júlí af öryggisástæðum vegna ljósboga sem myndaðist inni í einu kerinu. 31. ágúst 2019 11:31 Minnka framleiðslu í Straumsvík um 15 prósent Framleiðslan mun þannig nema 184 þúsund tonnum á þessu ári miðað við 212 þúsund tonn árið 2018. 25. janúar 2020 07:53 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira
Stjórnendur Rio Tinto í Straumsvík tilkynntu í lok janúar að fyrirtækið stefndi að því að framleiða um 184 þúsund tonn af áli í ár. Í fyrra framleiddi Rio Tinto 212 þúsund tonn af áli og því samdráttur upp á rúm þrettán prósent. Forstjóri Rio Tinto á Íslandi, Rannveig Rist, vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna þessarar ákvörðunar. Ljóst er að hún mun hafa talsverð áhrif á rekstur Landsvirkjunar. „Áhrifin eru fyrst og fremst það að raforkusalan okkar dregst saman um sem því nemur sem eru um 3,5 prósent ef við horfum til heildarframleiðslunnar. Tekjuáhrifin á okkur eru um 20 milljónir dollara eða um 2,5 milljarðar króna,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunnar.Í fyrra þurfti að slökkva á einum af þremur kerskálum álversins í Straumsvík vegna ljósboga sem myndaðist þar. Tekjutap Landsvirkjunar vegna þeirrar stöðvunar í fyrra nam um 1,24 milljörðum króna. Hörður segir að Landsvirkjun ætli að gera allt sem í hennar valdi stendur til að sýna aðhald í rekstri svo lágmarka megi áhrifin sem minni álframleiðsla hjá Rio Tinto mun hafa í ár á fyrirtækið. „Tímabundin áhrif sem eru hjá þeim eftir því sem okkur virðist og kemur okkur ekki á óvart er að staðan á álmörkuðum hefur verið mjög erfið, sérstaklega á síðasta ári. Það var samdráttur í eftirspurn og síðan hefur það það leitt til þess að verð sem að fæst fyrir þær afurðir sem álverin eru að framleiða hefur lækkað umtalsvert þannig að þetta eru kannski eðlileg viðbrögð við lækkandi verði og minnkandi eftirspurn,“ segir Hörður. Hörður bendir á að hægt hafi á hagkerfum heimsins sem valdi minni eftirspurn. Þá hefur álframleiðsla í Kína vaxið úr 10 prósentum frá árinu 2000 og upp í 60 prósent í fyrra. Hörður segir þetta ekki hafa áhrif á virkjanaáform Landsvirkjunar. „Það er mjög algengt að framleiðsluiðnaður eins og áliðnaður sveiflist og við gerum ráð fyrir að hann rétti úr sér og langtímahorfur fyrir iðnaðinn eru góðar.“
Orkumál Stóriðja Tengdar fréttir Tvö ker í kerskála þrjú ræst á undan áætlun Slökkt var á umræddum kerskála þann 21. júlí af öryggisástæðum vegna ljósboga sem myndaðist inni í einu kerinu. 31. ágúst 2019 11:31 Minnka framleiðslu í Straumsvík um 15 prósent Framleiðslan mun þannig nema 184 þúsund tonnum á þessu ári miðað við 212 þúsund tonn árið 2018. 25. janúar 2020 07:53 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira
Tvö ker í kerskála þrjú ræst á undan áætlun Slökkt var á umræddum kerskála þann 21. júlí af öryggisástæðum vegna ljósboga sem myndaðist inni í einu kerinu. 31. ágúst 2019 11:31
Minnka framleiðslu í Straumsvík um 15 prósent Framleiðslan mun þannig nema 184 þúsund tonnum á þessu ári miðað við 212 þúsund tonn árið 2018. 25. janúar 2020 07:53