Ein af hverjum fjórum beitt kyrkingartaki Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 18:30 Ein af hverjum fjórum konum sem komu í Kvennaathvarfið á síðasta ári hafði verið beitt kyrkingartaki á heimili sínu og sama hlutfall hafði fengið morðhótanir frá ofbeldismanni. Ríflega níu af hverjum tíu konum sem komu í Kvennaathvarfið á síðasta ári greindi frá því að hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi af hálfu núverandi eða fyrrverandi sambýlismanns. Sextíu prósent hafði orðið fyrir líkamlegu ofbeldi, um helmingur fjárhagslegu ofbeldi og tæplega fjórar af hverjum tíu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Í fyrra var í fyrsta skipti spurt út í kyrkingartak og niðurstöðurnar eru sláandi að sögn Sigþrúðar Guðmundsdóttur framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins. „Ríflega fjórðungur þeirra hefur verið tekin kyrkingartaki og svipað hlutfall fengið morðhótanir og í ljósi þess er vont að sjá að einungis 15% þeirra hefur kært ofbeldið til lögreglu og 5% þeirra hefur fengið nálgunarbann og afskaplega fáir dómar fallið í þessum málum,“ segir Sigþrúður. Flestar konur sögðu andlegt ofbeldi vera ástæðu komu en annað ofbeldi var einnig algengt. Alls dvöldu 144 konur og 100 börn í Kvennaathvarfinu á síðasta ári sem er svipaður fjöldi og fyrir tveimur árum og dvöldu þar að meðaltali í um 30 daga. 294 konur mættu í viðtöl. Ríflega kvennanna greindi frá því að börn þeirra hefði orðið fyrir ofbeldi en hlutfallið var 20% árið 2018. „Við sjáum í auknum mæli að mæður telja að ofbeldi gegn þeim sé einnig ofbeldi gegn börnum á heimilinu. Þó að talan sé að hækka þá er það jákvæð teikn um að fólk sé meðvitað um hvaða áhrif ofbeldið hefur á börnin. Nú þurfum við hins vegar að fá fólk til að bregðast við þessu,“ segir Sigþrúður. Sigþrúður segir áhyggjuefni að aðeins tæpur þriðjungur þeirra barna sem verði fyrir heimilisofbeldi fái þá aðstoð sem þau þurfa í áframhaldinu. Afar mikilvægt að vinna úr áfallinu með börnunum. „Sífellt fleiri rannsóknir sýna að heimilisofbeldi hefur svipuð áhrif á börnin og ef þau verða sjálf fyrir ofbeldi og ef þau fá ekki aðstoð til að vinna úr slíku getur það haft margvísleg neikvæð áhrif á þau í framtíðinni,“ segir hún Hún segir að heimilisofbeldi fyrirfinnist alls staðar í samfélaginu. „Oftast eru þetta heimili sem við teljum vera venjuleg heimili, meirihluti ofbeldisvalda eru íslenskir karlar með svipaða menntun og stöðu og karlar eru almennt með hér á landi,“ segir Sigþrúður að lokum. Heilbrigðismál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Ein af hverjum fjórum konum sem komu í Kvennaathvarfið á síðasta ári hafði verið beitt kyrkingartaki á heimili sínu og sama hlutfall hafði fengið morðhótanir frá ofbeldismanni. Ríflega níu af hverjum tíu konum sem komu í Kvennaathvarfið á síðasta ári greindi frá því að hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi af hálfu núverandi eða fyrrverandi sambýlismanns. Sextíu prósent hafði orðið fyrir líkamlegu ofbeldi, um helmingur fjárhagslegu ofbeldi og tæplega fjórar af hverjum tíu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Í fyrra var í fyrsta skipti spurt út í kyrkingartak og niðurstöðurnar eru sláandi að sögn Sigþrúðar Guðmundsdóttur framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins. „Ríflega fjórðungur þeirra hefur verið tekin kyrkingartaki og svipað hlutfall fengið morðhótanir og í ljósi þess er vont að sjá að einungis 15% þeirra hefur kært ofbeldið til lögreglu og 5% þeirra hefur fengið nálgunarbann og afskaplega fáir dómar fallið í þessum málum,“ segir Sigþrúður. Flestar konur sögðu andlegt ofbeldi vera ástæðu komu en annað ofbeldi var einnig algengt. Alls dvöldu 144 konur og 100 börn í Kvennaathvarfinu á síðasta ári sem er svipaður fjöldi og fyrir tveimur árum og dvöldu þar að meðaltali í um 30 daga. 294 konur mættu í viðtöl. Ríflega kvennanna greindi frá því að börn þeirra hefði orðið fyrir ofbeldi en hlutfallið var 20% árið 2018. „Við sjáum í auknum mæli að mæður telja að ofbeldi gegn þeim sé einnig ofbeldi gegn börnum á heimilinu. Þó að talan sé að hækka þá er það jákvæð teikn um að fólk sé meðvitað um hvaða áhrif ofbeldið hefur á börnin. Nú þurfum við hins vegar að fá fólk til að bregðast við þessu,“ segir Sigþrúður. Sigþrúður segir áhyggjuefni að aðeins tæpur þriðjungur þeirra barna sem verði fyrir heimilisofbeldi fái þá aðstoð sem þau þurfa í áframhaldinu. Afar mikilvægt að vinna úr áfallinu með börnunum. „Sífellt fleiri rannsóknir sýna að heimilisofbeldi hefur svipuð áhrif á börnin og ef þau verða sjálf fyrir ofbeldi og ef þau fá ekki aðstoð til að vinna úr slíku getur það haft margvísleg neikvæð áhrif á þau í framtíðinni,“ segir hún Hún segir að heimilisofbeldi fyrirfinnist alls staðar í samfélaginu. „Oftast eru þetta heimili sem við teljum vera venjuleg heimili, meirihluti ofbeldisvalda eru íslenskir karlar með svipaða menntun og stöðu og karlar eru almennt með hér á landi,“ segir Sigþrúður að lokum.
Heilbrigðismál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira