Treystu sér ekki til að ala transbarn sitt upp í Eyjum Jakob Bjarnar skrifar 10. febrúar 2020 15:53 Magnús og Dagný segja Eyjar harðkjarnasamfélag og þau vildu ekki hætta á að ala Alex son sinn upp þar. Foreldrar transbarns treystu sér ekki til að ala það upp í því „harðkjarnasamfélagi“ sem Vestmannaeyjar eru. Þetta kom fram í þættinum Transbörn sem eru á dagskrá Stöðvar 2. Alex Grétar Magnússon, sem er transbarn, fæddist drengur í líkama stúlku, ólst upp fyrstu árin í Vestmannaeyjum. Magnús Valgeirsson faðir hans er Eyjamaður í húð og hár og Dagný Sjöfn Guðmundsdóttir hafði búið þar í áratugi. Fjölskyldan ber sterkar taugar til Eyja, en tók engu að síður ákvörðun um að flytja. Fyrir son sinn. Eyjar ekki staður fyrir transbarn að alast upp í „Við erum náttúrlega búin að búa alla okkar tíð í Eyjum. Það er svolítið svona, harðkjarnasamfélag. Og mig langaði ekki til þess að hann myndi alast upp alla sína hunds- og kattartíð þar. Þó að það sé mjög gott að vera þar,“ segir Magnús. Dagný bætir því við að þau hafi í það minnsta ekki viljað „taka sénsinn,“ eins og hún orðar það. „Okkur fannst það ekki vera staðurinn fyrir börn sem eru aðeins öðruvísi. Þannig að þarna tókum við ákvörðun um að flytja bara,“ segir Magnús. Þau fluttu til Njarðvíkur. Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og hún segir í samtali við Vísi að hún hafi tekið eftir þessu þegar hún horfði á þáttinn. Og fundist leitt að heyra. „Mér fannst ekki gaman að heyra þetta en ég tók þetta samt ekki nærri mér,“ segir Íris. Hún þekkir bæði Magnús og Dagnýju ágætlega og segist virða þeirra ákvörðun og efist ekki um að þau hafi tekið hana með velferð barns síns í huga. Finnst leitt að heyra þetta „Að sjálfsögðu. Og ekki mitt að meta. En, það eru fjögur ár síðan þau fluttu og samfélagið hefur breyst ótrúlega mikið,“ segir Íris en vill þó taka fram að hún sé ekki endilega með því að segja að samfélagið hafi verið þetta harðkjarnasamfélag sem Magnús segir. Gegnsýrt eineltistilburðum. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Eyjum segir að sér hafi þótt leitt að heyra af því að foreldar Alex hafi ekki treyst sér til að ala drenginn upp í Eyjum. En hún virði að sjálfsögðu ákvörðun þeirra. „En, mér fannst leiðinlegt að heyra þetta. Fólk tekur aldrei svona ákvarðanir léttvægt. Ég er viss um að það hefur kosti og galla að búa í litlum samfélögum. Ég veit hversu dásamleg þau bæði eru og þau hafa tekið þessa ákvörðun með hag barnsins fyrir brjósti að vel athugðu máli.“ Íris fylgdist með þættinum í gær eins og áður sagði og segir þau hafa komið einstaklega vel fyrir þar. „Þau voru flott í gær og það lýsir miklu hugrekki hjá þessu fólki öllu að standa svona upp,“ segir bæjarstjórinn. Og hefur það meðal annars til marks um að samfélagið allt sé að breytast mikið, sem betur fer og þá í átt til aukins umburðarlyndis og fordómaleysis. Bíó og sjónvarp Börn og uppeldi Heilbrigðismál Hinsegin Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Trans börn í heild sinni: Alex Grétar og Gabríela María Fyrsti þáttur af Trans börn er kominn í heild sinni inn á Vísi. 10. febrúar 2020 14:00 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Foreldrar transbarns treystu sér ekki til að ala það upp í því „harðkjarnasamfélagi“ sem Vestmannaeyjar eru. Þetta kom fram í þættinum Transbörn sem eru á dagskrá Stöðvar 2. Alex Grétar Magnússon, sem er transbarn, fæddist drengur í líkama stúlku, ólst upp fyrstu árin í Vestmannaeyjum. Magnús Valgeirsson faðir hans er Eyjamaður í húð og hár og Dagný Sjöfn Guðmundsdóttir hafði búið þar í áratugi. Fjölskyldan ber sterkar taugar til Eyja, en tók engu að síður ákvörðun um að flytja. Fyrir son sinn. Eyjar ekki staður fyrir transbarn að alast upp í „Við erum náttúrlega búin að búa alla okkar tíð í Eyjum. Það er svolítið svona, harðkjarnasamfélag. Og mig langaði ekki til þess að hann myndi alast upp alla sína hunds- og kattartíð þar. Þó að það sé mjög gott að vera þar,“ segir Magnús. Dagný bætir því við að þau hafi í það minnsta ekki viljað „taka sénsinn,“ eins og hún orðar það. „Okkur fannst það ekki vera staðurinn fyrir börn sem eru aðeins öðruvísi. Þannig að þarna tókum við ákvörðun um að flytja bara,“ segir Magnús. Þau fluttu til Njarðvíkur. Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og hún segir í samtali við Vísi að hún hafi tekið eftir þessu þegar hún horfði á þáttinn. Og fundist leitt að heyra. „Mér fannst ekki gaman að heyra þetta en ég tók þetta samt ekki nærri mér,“ segir Íris. Hún þekkir bæði Magnús og Dagnýju ágætlega og segist virða þeirra ákvörðun og efist ekki um að þau hafi tekið hana með velferð barns síns í huga. Finnst leitt að heyra þetta „Að sjálfsögðu. Og ekki mitt að meta. En, það eru fjögur ár síðan þau fluttu og samfélagið hefur breyst ótrúlega mikið,“ segir Íris en vill þó taka fram að hún sé ekki endilega með því að segja að samfélagið hafi verið þetta harðkjarnasamfélag sem Magnús segir. Gegnsýrt eineltistilburðum. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Eyjum segir að sér hafi þótt leitt að heyra af því að foreldar Alex hafi ekki treyst sér til að ala drenginn upp í Eyjum. En hún virði að sjálfsögðu ákvörðun þeirra. „En, mér fannst leiðinlegt að heyra þetta. Fólk tekur aldrei svona ákvarðanir léttvægt. Ég er viss um að það hefur kosti og galla að búa í litlum samfélögum. Ég veit hversu dásamleg þau bæði eru og þau hafa tekið þessa ákvörðun með hag barnsins fyrir brjósti að vel athugðu máli.“ Íris fylgdist með þættinum í gær eins og áður sagði og segir þau hafa komið einstaklega vel fyrir þar. „Þau voru flott í gær og það lýsir miklu hugrekki hjá þessu fólki öllu að standa svona upp,“ segir bæjarstjórinn. Og hefur það meðal annars til marks um að samfélagið allt sé að breytast mikið, sem betur fer og þá í átt til aukins umburðarlyndis og fordómaleysis.
Bíó og sjónvarp Börn og uppeldi Heilbrigðismál Hinsegin Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Trans börn í heild sinni: Alex Grétar og Gabríela María Fyrsti þáttur af Trans börn er kominn í heild sinni inn á Vísi. 10. febrúar 2020 14:00 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Trans börn í heild sinni: Alex Grétar og Gabríela María Fyrsti þáttur af Trans börn er kominn í heild sinni inn á Vísi. 10. febrúar 2020 14:00