Strandvegi á Sauðárkróki lokað vegna sjógangs: „Þetta er bara eins og stórfljót“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 12:15 Sjórinn gengur yfir Srandveginn, eina aðalgötu Sauðárkróks. Mikill sjór gengur nú yfir Strandveginn á Sauðárkróki og hefur veginum verið lokað þangað til aðstæður breytast. Vegfarendur eru því beðnir um að vera ekki á ferðinni á Strandveginum frá Hegrabraut og að hringtorginu á Eyrinni, hjá Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga. Í myndbandinu hér fyrir neðan sem deilt var á Facebook-síðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar sjást aðstæðurnar vel. „Það er náttúrulega bara þannig að sjórinn gengur yfir eyrina og upp á land. Þetta er bara eins og stórfljót hérna í kringum Vörumiðlun og Fiskiðjuna og steinullarverksmiðjuna og sláturhúsið. Þetta er bara eins og maður sé að horfa yfir Héraðsvötnin,“ segir Viggó Jónsson, myndatökumaður og íbúi á Sauðárkróki, í samtali við fréttastofu. Hann segir stórvirkar vinnuvélar nú reyna að veita sjónum aftur út en lýsir aðstæðum þannig að brimskaflar séu hreinlega að koma á land. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, segir þennan mikla sjógang inn á land nú í bænum tengjast óveðrinu mikla sem gekk yfir landið 10. og 11. desember í fyrra. „Það varð rof í vörnunum þá og þetta kom þá fyrst í þessu magni. Það hefur eitthvað gerst sem þarf að skoða vel því þetta hefur gerst núna í nokkur skipti,“ segir Stefán Vagn sem telur að þetta sé í þriðja sinn síðan í óveðrinu í desember sem sjór gengur þarna yfir. Hann segir Strandveginn fjölfarinn en Vegagerðin hefur umsjón með veginum þar sem um er að ræða þjóðveg í byggð. Stefán Vagn segir veginn stofnleiðina í gegnum bæinn og því mikilvægt að finna hvar rof hafi komið í varnirnar við höfnina og laga skemmdirnar. Stíf norðanátt er nú Sauðárkróki og leiðindaveður að sögn Stefáns. Þá snjóaði mikið í bænum í nótt. Samgöngur Skagafjörður Veður Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Mikill sjór gengur nú yfir Strandveginn á Sauðárkróki og hefur veginum verið lokað þangað til aðstæður breytast. Vegfarendur eru því beðnir um að vera ekki á ferðinni á Strandveginum frá Hegrabraut og að hringtorginu á Eyrinni, hjá Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga. Í myndbandinu hér fyrir neðan sem deilt var á Facebook-síðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar sjást aðstæðurnar vel. „Það er náttúrulega bara þannig að sjórinn gengur yfir eyrina og upp á land. Þetta er bara eins og stórfljót hérna í kringum Vörumiðlun og Fiskiðjuna og steinullarverksmiðjuna og sláturhúsið. Þetta er bara eins og maður sé að horfa yfir Héraðsvötnin,“ segir Viggó Jónsson, myndatökumaður og íbúi á Sauðárkróki, í samtali við fréttastofu. Hann segir stórvirkar vinnuvélar nú reyna að veita sjónum aftur út en lýsir aðstæðum þannig að brimskaflar séu hreinlega að koma á land. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, segir þennan mikla sjógang inn á land nú í bænum tengjast óveðrinu mikla sem gekk yfir landið 10. og 11. desember í fyrra. „Það varð rof í vörnunum þá og þetta kom þá fyrst í þessu magni. Það hefur eitthvað gerst sem þarf að skoða vel því þetta hefur gerst núna í nokkur skipti,“ segir Stefán Vagn sem telur að þetta sé í þriðja sinn síðan í óveðrinu í desember sem sjór gengur þarna yfir. Hann segir Strandveginn fjölfarinn en Vegagerðin hefur umsjón með veginum þar sem um er að ræða þjóðveg í byggð. Stefán Vagn segir veginn stofnleiðina í gegnum bæinn og því mikilvægt að finna hvar rof hafi komið í varnirnar við höfnina og laga skemmdirnar. Stíf norðanátt er nú Sauðárkróki og leiðindaveður að sögn Stefáns. Þá snjóaði mikið í bænum í nótt.
Samgöngur Skagafjörður Veður Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira