Lærbrotnaði í svifflugi á Kirkjufelli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. febrúar 2020 20:06 Siggmaður hjá Landhelgisgæslunni á leið upp í þyrlu með lærbrotna karlmanninn. Guðjón Ottó Bjarnason Ungur karlmaður við svifflug brotnaði á læri og var fluttur með þyrlu úr suðurhlíðum Kirkjufells við Grundarfjörð eftir hádegi í dag. Björgunaraðgerðir gengu með besta móti en um fimmtíu manns komu að þeim. Ægir Þór Þórsson, björgunarsveitarmaður hjá Lífsbjörg í Snæfellsbæ, segir unga manninn líklega hafa lent í ógöngum skömmu eftir að hann fór fram af fjallinu. Hann hafi ekki verið mjög hátt uppi í fjallinu og um 45 mínútur hafi liðið frá útkalli og þar til fyrstu menn komust til hans. Hann segir um að ræða nokkuð vinsælan stað til að stunda svifflug. Björgunarsveitarmenn, sjúkraflutningamenn og læknir hafi komið að manninum sem hafi reynst lærbrotinn eftir að hafa lent frekar illa á grjóti. Var hann nokkuð kvalinn en læknir gaf honum verkjastillandi á meðan flutningur var undirbúinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom á vettvang og voru aðstæður nógu góðar til þess að þyrlan gat staðsett sig vel fyrir ofan fólkið. Var ungi maðurinn því undirbúinn fyrir hífingu og fluttur með þyrlunni á Landspítalann í Reykjavík. Ægir Þór segir líklega um fimmtíu manns hafa komið að aðgerðum með einum eða öðrum hætti. Björgunarsveitarfólk úr Klakki á Grundarfirði, Lífsbjörg í Snæfellsbæ og Berserkjum í Stykkishólmi. Veður hafi verið með besta móti en nokkuð snjóþungt. Því hafi komið sér vel að geta híft manninn um borð í þyrluna í stað þess að setja upp fjallabjörgunarkerfi og taka manninn landleiðina niður. Páll Jökull Pétursson ljósmyndari fylgidst með björgunaraðgerðum og náði myndum sem sjá má að neðan. Björgunarsveitir Grundarfjörður Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Þyrla kölluð til vegna slyss í Kirkjufelli Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð vestur á Snæfellsnes að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi. 29. febrúar 2020 16:09 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Inga Sæland með galsa á þingi í nótt Innlent Fleiri fréttir „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Sjá meira
Ungur karlmaður við svifflug brotnaði á læri og var fluttur með þyrlu úr suðurhlíðum Kirkjufells við Grundarfjörð eftir hádegi í dag. Björgunaraðgerðir gengu með besta móti en um fimmtíu manns komu að þeim. Ægir Þór Þórsson, björgunarsveitarmaður hjá Lífsbjörg í Snæfellsbæ, segir unga manninn líklega hafa lent í ógöngum skömmu eftir að hann fór fram af fjallinu. Hann hafi ekki verið mjög hátt uppi í fjallinu og um 45 mínútur hafi liðið frá útkalli og þar til fyrstu menn komust til hans. Hann segir um að ræða nokkuð vinsælan stað til að stunda svifflug. Björgunarsveitarmenn, sjúkraflutningamenn og læknir hafi komið að manninum sem hafi reynst lærbrotinn eftir að hafa lent frekar illa á grjóti. Var hann nokkuð kvalinn en læknir gaf honum verkjastillandi á meðan flutningur var undirbúinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom á vettvang og voru aðstæður nógu góðar til þess að þyrlan gat staðsett sig vel fyrir ofan fólkið. Var ungi maðurinn því undirbúinn fyrir hífingu og fluttur með þyrlunni á Landspítalann í Reykjavík. Ægir Þór segir líklega um fimmtíu manns hafa komið að aðgerðum með einum eða öðrum hætti. Björgunarsveitarfólk úr Klakki á Grundarfirði, Lífsbjörg í Snæfellsbæ og Berserkjum í Stykkishólmi. Veður hafi verið með besta móti en nokkuð snjóþungt. Því hafi komið sér vel að geta híft manninn um borð í þyrluna í stað þess að setja upp fjallabjörgunarkerfi og taka manninn landleiðina niður. Páll Jökull Pétursson ljósmyndari fylgidst með björgunaraðgerðum og náði myndum sem sjá má að neðan.
Björgunarsveitir Grundarfjörður Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Þyrla kölluð til vegna slyss í Kirkjufelli Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð vestur á Snæfellsnes að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi. 29. febrúar 2020 16:09 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Inga Sæland með galsa á þingi í nótt Innlent Fleiri fréttir „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Sjá meira
Þyrla kölluð til vegna slyss í Kirkjufelli Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð vestur á Snæfellsnes að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi. 29. febrúar 2020 16:09