Handtökur voru framkvæmdar í aðgerð lögreglu við Hvalfjarðargöng á tíunda tímanum í morgun. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn rannsóknardeildar lögreglu staðfestir þetta í samtali við Vísi en mbl.is greindi fyrst frá.
Frekari upplýsinga er að vænta í tilkynningu frá lögreglu en samkvæmt frétt mbl.is um málið tóku sérsveitarbílar þátt í aðgerðunum. Lokað var fyrir umferð í göngin og urðu því nokkrar tafir á umferð þar um.
