Viðar segir hljóð og mynd ekki fara saman í málflutningi Dags Atli Ísleifsson skrifar 28. febrúar 2020 10:30 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir borgarstjóra reyna að kaupa sig frá málinu með fagurgala. Vísir/Frosti Logason Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að hljóð og mynd færu ekki saman í umfjöllun Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um kjaradeiluna. Langt er liðið á aðra viku af ótímabundnum verkföllum félagsmanna Eflingar með tilheyrandi raski á leikskólastarfi og skertri þjónustu í borginni. Viðar var gestur í Bítinu í morgun þar sem hann ræddi stöðu mála. Sakaði hann þar borgarstjóra um að handvelja tölur um hækkanir sem ná eingöngu til nokkurra starfsheita og fela síðan samninganefnd borgarinnar að flækja tilboðið með skilmálum sem borgarstjóri hefði ekki útlistað nánar í Kastljósviðtali. Hækkanir sem borgarstjóri vísaði til nái bara til eins starfsheitis af tíu. Kaupa sig frá málinu með fagurgala Viðar segir að sá leikur sem Reykjavíkurborg og borgarstjóri leika nú í raun vera mjög einfaldan. „Hann ætlar að gangast við því og viðurkenna það að jú, það þurfi að gera þessa leiðréttingu. Hann skilur að Reykjavíkurborg er búin að tapa þessari umræðu. Það er sátt um það í samfélaginu að það þurfi að leiðrétta laun þessa hóps. En hann ætlar að komast frá málinu, ætlar að kaupa sig frá því með fagurgala. Hann ætlar að koma fram í fjölmiðlum og handvelja einhverjar tölur sem ná eingöngu til einhverra handvalinna starfsheita. Hann ætlar að blása þetta upp. Láta þetta líta út eins og hér sé verið að gera eitthvert stórkostlegt kostaboð.“ Eigi örugglega eftir að stæra sig af málinu Viðar segir að á sama tíma eigi samninganefnd Reykjavíkurborgar að sjá til þess að þvæla og flækja umræðuna og skera allt niður við trog þannig að á endanum komi ekki út úr þessu nein raunveruleg launaleiðrétting fyrir langstærsta hópinn. „Kannski mögulega fyrir eitthvert eitt starfsheiti sem mun fá einhverja leiðréttingu. Svo mun borgarstjórnarmeirihlutinn að sjálfsögðu hrósa sér árum saman fyrir þetta og veita sjálfum sér einhverjar vottanir og verðlaun fyrir það að hafa staðið sig frábærlega í þessum málum,“ segir Viðar. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Bítið Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Foreldrar uggandi vegna áframhaldandi verkfalls Foreldrar eru uggandi yfir stöðunni í kjaradeilu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í gær. Ekki sér fyrir endann á ótímabundnu verkfalli Eflingar. 27. febrúar 2020 18:48 Segist „að sjálfsögðu“ standa við tilboð sitt Borgarstjóri harmar að ekki hafi gengið hraðar að ná samningum milli Reykjavíkurborgar og Eflingar. 27. febrúar 2020 10:49 Tilboð Reykjavíkurborgar gott ef rétt reynist Framkvæmdastjóri Eflingar sagði að loknum fundi samninganefndanna í gær að ringulreið, seinagangur og ósamkvæmni væri í vinnubrögðum borgarinnar og vísar þá til viðtals borgarstjóra í fjölmiðlum í síðustu viku og orða formanns samninganefndar Reykjavíkurborgar þar sem launatölur og launahækkanir voru lagðar fram. 27. febrúar 2020 19:30 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira
Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að hljóð og mynd færu ekki saman í umfjöllun Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um kjaradeiluna. Langt er liðið á aðra viku af ótímabundnum verkföllum félagsmanna Eflingar með tilheyrandi raski á leikskólastarfi og skertri þjónustu í borginni. Viðar var gestur í Bítinu í morgun þar sem hann ræddi stöðu mála. Sakaði hann þar borgarstjóra um að handvelja tölur um hækkanir sem ná eingöngu til nokkurra starfsheita og fela síðan samninganefnd borgarinnar að flækja tilboðið með skilmálum sem borgarstjóri hefði ekki útlistað nánar í Kastljósviðtali. Hækkanir sem borgarstjóri vísaði til nái bara til eins starfsheitis af tíu. Kaupa sig frá málinu með fagurgala Viðar segir að sá leikur sem Reykjavíkurborg og borgarstjóri leika nú í raun vera mjög einfaldan. „Hann ætlar að gangast við því og viðurkenna það að jú, það þurfi að gera þessa leiðréttingu. Hann skilur að Reykjavíkurborg er búin að tapa þessari umræðu. Það er sátt um það í samfélaginu að það þurfi að leiðrétta laun þessa hóps. En hann ætlar að komast frá málinu, ætlar að kaupa sig frá því með fagurgala. Hann ætlar að koma fram í fjölmiðlum og handvelja einhverjar tölur sem ná eingöngu til einhverra handvalinna starfsheita. Hann ætlar að blása þetta upp. Láta þetta líta út eins og hér sé verið að gera eitthvert stórkostlegt kostaboð.“ Eigi örugglega eftir að stæra sig af málinu Viðar segir að á sama tíma eigi samninganefnd Reykjavíkurborgar að sjá til þess að þvæla og flækja umræðuna og skera allt niður við trog þannig að á endanum komi ekki út úr þessu nein raunveruleg launaleiðrétting fyrir langstærsta hópinn. „Kannski mögulega fyrir eitthvert eitt starfsheiti sem mun fá einhverja leiðréttingu. Svo mun borgarstjórnarmeirihlutinn að sjálfsögðu hrósa sér árum saman fyrir þetta og veita sjálfum sér einhverjar vottanir og verðlaun fyrir það að hafa staðið sig frábærlega í þessum málum,“ segir Viðar. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan.
Bítið Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Foreldrar uggandi vegna áframhaldandi verkfalls Foreldrar eru uggandi yfir stöðunni í kjaradeilu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í gær. Ekki sér fyrir endann á ótímabundnu verkfalli Eflingar. 27. febrúar 2020 18:48 Segist „að sjálfsögðu“ standa við tilboð sitt Borgarstjóri harmar að ekki hafi gengið hraðar að ná samningum milli Reykjavíkurborgar og Eflingar. 27. febrúar 2020 10:49 Tilboð Reykjavíkurborgar gott ef rétt reynist Framkvæmdastjóri Eflingar sagði að loknum fundi samninganefndanna í gær að ringulreið, seinagangur og ósamkvæmni væri í vinnubrögðum borgarinnar og vísar þá til viðtals borgarstjóra í fjölmiðlum í síðustu viku og orða formanns samninganefndar Reykjavíkurborgar þar sem launatölur og launahækkanir voru lagðar fram. 27. febrúar 2020 19:30 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira
Foreldrar uggandi vegna áframhaldandi verkfalls Foreldrar eru uggandi yfir stöðunni í kjaradeilu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í gær. Ekki sér fyrir endann á ótímabundnu verkfalli Eflingar. 27. febrúar 2020 18:48
Segist „að sjálfsögðu“ standa við tilboð sitt Borgarstjóri harmar að ekki hafi gengið hraðar að ná samningum milli Reykjavíkurborgar og Eflingar. 27. febrúar 2020 10:49
Tilboð Reykjavíkurborgar gott ef rétt reynist Framkvæmdastjóri Eflingar sagði að loknum fundi samninganefndanna í gær að ringulreið, seinagangur og ósamkvæmni væri í vinnubrögðum borgarinnar og vísar þá til viðtals borgarstjóra í fjölmiðlum í síðustu viku og orða formanns samninganefndar Reykjavíkurborgar þar sem launatölur og launahækkanir voru lagðar fram. 27. febrúar 2020 19:30