Þórarinn boðar stórar, drekkhlaðnar pizzur á óþekktu verði Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. febrúar 2020 08:53 Þórarinn Ævarsson, sem líklega verður kenndur við Spaðann á næstunni, var gestur Bítisins á Bylgjunni í morgun. Vísir/gulli Vonir standa til að Spaðinn, nýr pizzastaður Þórarins Ævarssonar, muni opna í vor. Þar hyggst Þórarinn, sem enn er kenndur við Ikea, bjóða upp á pizzur „á nýju verði.“ Engin pizza muni kosta meira en 2500 krónur, þó svo að þær verði drekkhlaðnar áleggi og stærri en á öðrum pizzustöðum landsins.Vísir greindi fyrst frá Spaðanum í október í fyrra, þegar Þórarinn var nýbúinn að stofna félag um reksturinn. Nú, rúmum fjórum mánuðum síðar, er hugmyndin á lokametrunum og segist Þórarinn vona að að hann geti opnað fyrsta Spaðastaðinn þann 1. apríl næstkomandi. Hann hafi orðið sér úti um húsnæði á Dalvegi í Kópavogi, „fyrir neðan Byko,“ og að við hlið pizzustaðarins verði „risastór vinnsla“ sem bjóði upp á umfangsmeiri rekstur og fleiri útibú þegar fram líða stundir. Í Bítinu á Bylgjunni í morgun ræddi Þórarinn Spaðann nánar. Ætlunin sé að bjóða upp á pizzur og meðlæti á verði sem ekki hafi áður sést á Íslandi. Hann hafi mikla þekkingu á pizzubakstri og veitingarekstri sem hann ætli að nýta sér í þessu verkefni. Þar að auki hafi hann talað fjálglega um okur í íslenskum veitingageira, sem fór öfugt ofan í verta landsins, og var hann hvattur til að sýna að hann gæti sjálfur boðið upp á lægra verð. Þórarinn telur að honum muni takast það á Spaðanum.Sjá einnig: Telur Dominos geta stórlækkað verð Hann segist hafa sest niður eina kvöldstund, eftir fjölda áskorana, og reiknað út hráefnis- og launakostnað með það fyrir augum að teikna upp viðskiptamódel sem gæti staðið undir sér en jafnframt boðið upp á lágt verð. Þórarinn segir útreikningana hafa borið með sér að hann muni geta boðið upp á pizzur sem séu á bilinu 33 til 66 prósentum ódýrari en þekkist annars staðar. Engin pizza á Spaðanum muni þannig kosta meira en 2500 krónur, án þess þó að fórna stærð eða magni áleggs. Hann lofi því að pizzurnar verði bæði stærri en þekkist annars staðar og þaktar áleggi. Engar símapantanir Til þess að halda niðri kostnaði segist Þórarinn ætla að „nýta alla þá tækni sem til er í dag.“ Í því samhengi nefnir hann að ekki verður hægt að panta mat í gegnum síma; pantanir verði aðeins mögulegar í gegnum smáforrit, á netinu, eða á sjálfsafgreiðslustöðvum. Þar að auki ætlar hann sjálfur að standa vaktina. „Ég ætla mér að sýna fram á að þetta sé hægt,“ segir Þórarinn. Hann segir að í upphafi verði aðeins eitt útibú á Dalvegi en að ætlunin sé að opna fleiri útibú þegar fram líða stundir. Hann sé í það minnsta að gera ráð fyrir því, stór samliggjandi vinnsla sé á Dalvegi sem bjóði honum að stækka reksturinn með lítilli fyrirhöfn. Sem fyrr segir vonast Þórarinn til að opna innan örfárra mánaða, þegar gengið var á hann sagðist hann horfa til 1. apríl. Umræðuna um Spaðann má heyra hér að neðan. Bítið Kópavogur Veitingastaðir Tengdar fréttir Gagnrýni framkvæmdastjóra IKEA "óvægin og óréttmæt“ Hrefna Sverrisdóttir, veitingakona á ROK, svaraði í dag gagnrýni framkvæmdastjóra IKEA, Þórarins Ævarssonar, á verðlag á íslenskum veitingastöðum. Hrefna sagði gagnrýni Þórarins hafa verið óvægna og óréttmæta. 17. mars 2019 14:33 Þórarinn opnar veitingastað Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA til 13 ára, vinnur þessa dagana að opnun veitingastaðar. 10. október 2019 10:30 Telur Dominos geta stórlækkað verð Facebook-færsla Gunnars Smára þar sem hann ber saman verð á margaríta-pítsum á milli landa hefur vakið töluverða athygli. Framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi telur að eigendur pítsastaða hér á landi séu ekki að okra á landsmönnum, en að hans mati væri gáfulegra að lækka verð á pítsum til þess að selja meira. 2. apríl 2019 13:00 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Vonir standa til að Spaðinn, nýr pizzastaður Þórarins Ævarssonar, muni opna í vor. Þar hyggst Þórarinn, sem enn er kenndur við Ikea, bjóða upp á pizzur „á nýju verði.“ Engin pizza muni kosta meira en 2500 krónur, þó svo að þær verði drekkhlaðnar áleggi og stærri en á öðrum pizzustöðum landsins.Vísir greindi fyrst frá Spaðanum í október í fyrra, þegar Þórarinn var nýbúinn að stofna félag um reksturinn. Nú, rúmum fjórum mánuðum síðar, er hugmyndin á lokametrunum og segist Þórarinn vona að að hann geti opnað fyrsta Spaðastaðinn þann 1. apríl næstkomandi. Hann hafi orðið sér úti um húsnæði á Dalvegi í Kópavogi, „fyrir neðan Byko,“ og að við hlið pizzustaðarins verði „risastór vinnsla“ sem bjóði upp á umfangsmeiri rekstur og fleiri útibú þegar fram líða stundir. Í Bítinu á Bylgjunni í morgun ræddi Þórarinn Spaðann nánar. Ætlunin sé að bjóða upp á pizzur og meðlæti á verði sem ekki hafi áður sést á Íslandi. Hann hafi mikla þekkingu á pizzubakstri og veitingarekstri sem hann ætli að nýta sér í þessu verkefni. Þar að auki hafi hann talað fjálglega um okur í íslenskum veitingageira, sem fór öfugt ofan í verta landsins, og var hann hvattur til að sýna að hann gæti sjálfur boðið upp á lægra verð. Þórarinn telur að honum muni takast það á Spaðanum.Sjá einnig: Telur Dominos geta stórlækkað verð Hann segist hafa sest niður eina kvöldstund, eftir fjölda áskorana, og reiknað út hráefnis- og launakostnað með það fyrir augum að teikna upp viðskiptamódel sem gæti staðið undir sér en jafnframt boðið upp á lágt verð. Þórarinn segir útreikningana hafa borið með sér að hann muni geta boðið upp á pizzur sem séu á bilinu 33 til 66 prósentum ódýrari en þekkist annars staðar. Engin pizza á Spaðanum muni þannig kosta meira en 2500 krónur, án þess þó að fórna stærð eða magni áleggs. Hann lofi því að pizzurnar verði bæði stærri en þekkist annars staðar og þaktar áleggi. Engar símapantanir Til þess að halda niðri kostnaði segist Þórarinn ætla að „nýta alla þá tækni sem til er í dag.“ Í því samhengi nefnir hann að ekki verður hægt að panta mat í gegnum síma; pantanir verði aðeins mögulegar í gegnum smáforrit, á netinu, eða á sjálfsafgreiðslustöðvum. Þar að auki ætlar hann sjálfur að standa vaktina. „Ég ætla mér að sýna fram á að þetta sé hægt,“ segir Þórarinn. Hann segir að í upphafi verði aðeins eitt útibú á Dalvegi en að ætlunin sé að opna fleiri útibú þegar fram líða stundir. Hann sé í það minnsta að gera ráð fyrir því, stór samliggjandi vinnsla sé á Dalvegi sem bjóði honum að stækka reksturinn með lítilli fyrirhöfn. Sem fyrr segir vonast Þórarinn til að opna innan örfárra mánaða, þegar gengið var á hann sagðist hann horfa til 1. apríl. Umræðuna um Spaðann má heyra hér að neðan.
Bítið Kópavogur Veitingastaðir Tengdar fréttir Gagnrýni framkvæmdastjóra IKEA "óvægin og óréttmæt“ Hrefna Sverrisdóttir, veitingakona á ROK, svaraði í dag gagnrýni framkvæmdastjóra IKEA, Þórarins Ævarssonar, á verðlag á íslenskum veitingastöðum. Hrefna sagði gagnrýni Þórarins hafa verið óvægna og óréttmæta. 17. mars 2019 14:33 Þórarinn opnar veitingastað Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA til 13 ára, vinnur þessa dagana að opnun veitingastaðar. 10. október 2019 10:30 Telur Dominos geta stórlækkað verð Facebook-færsla Gunnars Smára þar sem hann ber saman verð á margaríta-pítsum á milli landa hefur vakið töluverða athygli. Framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi telur að eigendur pítsastaða hér á landi séu ekki að okra á landsmönnum, en að hans mati væri gáfulegra að lækka verð á pítsum til þess að selja meira. 2. apríl 2019 13:00 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Gagnrýni framkvæmdastjóra IKEA "óvægin og óréttmæt“ Hrefna Sverrisdóttir, veitingakona á ROK, svaraði í dag gagnrýni framkvæmdastjóra IKEA, Þórarins Ævarssonar, á verðlag á íslenskum veitingastöðum. Hrefna sagði gagnrýni Þórarins hafa verið óvægna og óréttmæta. 17. mars 2019 14:33
Þórarinn opnar veitingastað Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA til 13 ára, vinnur þessa dagana að opnun veitingastaðar. 10. október 2019 10:30
Telur Dominos geta stórlækkað verð Facebook-færsla Gunnars Smára þar sem hann ber saman verð á margaríta-pítsum á milli landa hefur vakið töluverða athygli. Framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi telur að eigendur pítsastaða hér á landi séu ekki að okra á landsmönnum, en að hans mati væri gáfulegra að lækka verð á pítsum til þess að selja meira. 2. apríl 2019 13:00