Veikindi flugfreyja: Rannsókn beinist að hreyflum og hreyflaviðhaldi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. febrúar 2020 10:12 Upplýsingafulltrúi Isavia segir ljóst að óveðrið hafi áhrif á allar flugferðir á landinu í dag. vísir/vilhelm Rannsókn Rannsóknarnefndar samgönguslysa á veikindum flugfreyja um borð í vél Icelandair sem snúið var við skömmu eftir flugtak þann 4. janúar á síðasta ári beinist að hreyflum og hreyflaviðhaldi. Rannsókn á þessu máli og tveimur öðrum sambærilegum málum hafa verið sameinaðar í eina rannsókn. Í stöðuskýrslu Rannsóknarnefndarinnar vegna veikindanna sem komu upp í janúar á síðasta ári segir að við rannsókn hafi komið í ljós að þrjár flugfreyjur hafi veikst í fluginu, auk þess sem að ein til viðbótar fann fyrir vægari einkennum. Ein flugfreyja varð óvinnufær í fluginu en svo heppilega vildi til að læknir var um borð í vélinni. Gat hann sinn umönnun þeirrar sem varð óvinnufær. Tilkynning um málið bast rannsóknarnefndinni á meðan flugvélin var enn í loftinu. Segir í stöðuskýrslunni að starfsmönnum nefndarinnar hafi því gefist kostur á að taka á móti flugvélinni og taka efnasýni um borð í henni strax að lokinni lendingu, eitthvað sem hafi ekki gefist kostur á við rannsókn á tveimur öðrum sambærilegum málum sem tengjast Boeing 767 vélum. Til skoðunar er hvort starfsumhverfi flugfreyjanna tengist veikindunum og beinist rannsóknin að hreyflum og hreyflaviðhaldi, að því er segir í stöðuskýrslunni. Veikindi flugfreyja og þjóna hafa reglulega ratað í fréttirnar á undanförnum árum, og hafa þau oftar en ekki verið rakin til skertra loftgæða um borð í flugvélunum. Þannig var greint frá því árið 2016 að veikindi flugliða hjá Icelandair hefðu aukist og að flugfélagið hafi meðal annars óskað eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa til að fá úr því skorið hvers vegna flugfreyjur finndu til svima og súrefnisskorts í flugi. Fréttir af flugi Icelandair Samgönguslys Vinnumarkaður Tengdar fréttir Flugliðar undirbúa hópmálsókn gegn Icelandair Hópur flugliða sem starfar hjá Icelandair undirbýr nú hópmálsókn á hendur fyrirtækinu vegna skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna skertra loftgæða um borð. 27. ágúst 2019 19:25 Telja sig hafa orðið fyrir alvarlegri eitrun Tvær flugfreyjur Icelandair telja sig hafa orðið fyrir alvarlegri eitrun við störf um borð í flugvélum flugfélagsins. Annað atvikið átti sér stað árið 2018, hitt árið 2017. Önnur flugfreyjan hefur glímt við langvarandi veikindi frá því að atvikið átti sér stað. 24. september 2019 17:58 Veikindi flugfreyja rannsökuð Þrjár flugfreyjur veiktust í flugi Icelandair í síðustu viku og þurftu að fá súrefni í fluginu. Ein flugfreyjanna þurfti að leita sér aðstoðar á bráðamóttöku þegar heim var komið. 22. september 2019 14:47 Icelandair skoðar loftgæði í háloftunum Upplýsingafulltrúi Icelandair segir að félagið hafi gengið lengra en mörg önnur til að bæta loftgæði í háloftunum. 29. ágúst 2019 12:45 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Rannsókn Rannsóknarnefndar samgönguslysa á veikindum flugfreyja um borð í vél Icelandair sem snúið var við skömmu eftir flugtak þann 4. janúar á síðasta ári beinist að hreyflum og hreyflaviðhaldi. Rannsókn á þessu máli og tveimur öðrum sambærilegum málum hafa verið sameinaðar í eina rannsókn. Í stöðuskýrslu Rannsóknarnefndarinnar vegna veikindanna sem komu upp í janúar á síðasta ári segir að við rannsókn hafi komið í ljós að þrjár flugfreyjur hafi veikst í fluginu, auk þess sem að ein til viðbótar fann fyrir vægari einkennum. Ein flugfreyja varð óvinnufær í fluginu en svo heppilega vildi til að læknir var um borð í vélinni. Gat hann sinn umönnun þeirrar sem varð óvinnufær. Tilkynning um málið bast rannsóknarnefndinni á meðan flugvélin var enn í loftinu. Segir í stöðuskýrslunni að starfsmönnum nefndarinnar hafi því gefist kostur á að taka á móti flugvélinni og taka efnasýni um borð í henni strax að lokinni lendingu, eitthvað sem hafi ekki gefist kostur á við rannsókn á tveimur öðrum sambærilegum málum sem tengjast Boeing 767 vélum. Til skoðunar er hvort starfsumhverfi flugfreyjanna tengist veikindunum og beinist rannsóknin að hreyflum og hreyflaviðhaldi, að því er segir í stöðuskýrslunni. Veikindi flugfreyja og þjóna hafa reglulega ratað í fréttirnar á undanförnum árum, og hafa þau oftar en ekki verið rakin til skertra loftgæða um borð í flugvélunum. Þannig var greint frá því árið 2016 að veikindi flugliða hjá Icelandair hefðu aukist og að flugfélagið hafi meðal annars óskað eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa til að fá úr því skorið hvers vegna flugfreyjur finndu til svima og súrefnisskorts í flugi.
Fréttir af flugi Icelandair Samgönguslys Vinnumarkaður Tengdar fréttir Flugliðar undirbúa hópmálsókn gegn Icelandair Hópur flugliða sem starfar hjá Icelandair undirbýr nú hópmálsókn á hendur fyrirtækinu vegna skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna skertra loftgæða um borð. 27. ágúst 2019 19:25 Telja sig hafa orðið fyrir alvarlegri eitrun Tvær flugfreyjur Icelandair telja sig hafa orðið fyrir alvarlegri eitrun við störf um borð í flugvélum flugfélagsins. Annað atvikið átti sér stað árið 2018, hitt árið 2017. Önnur flugfreyjan hefur glímt við langvarandi veikindi frá því að atvikið átti sér stað. 24. september 2019 17:58 Veikindi flugfreyja rannsökuð Þrjár flugfreyjur veiktust í flugi Icelandair í síðustu viku og þurftu að fá súrefni í fluginu. Ein flugfreyjanna þurfti að leita sér aðstoðar á bráðamóttöku þegar heim var komið. 22. september 2019 14:47 Icelandair skoðar loftgæði í háloftunum Upplýsingafulltrúi Icelandair segir að félagið hafi gengið lengra en mörg önnur til að bæta loftgæði í háloftunum. 29. ágúst 2019 12:45 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Flugliðar undirbúa hópmálsókn gegn Icelandair Hópur flugliða sem starfar hjá Icelandair undirbýr nú hópmálsókn á hendur fyrirtækinu vegna skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna skertra loftgæða um borð. 27. ágúst 2019 19:25
Telja sig hafa orðið fyrir alvarlegri eitrun Tvær flugfreyjur Icelandair telja sig hafa orðið fyrir alvarlegri eitrun við störf um borð í flugvélum flugfélagsins. Annað atvikið átti sér stað árið 2018, hitt árið 2017. Önnur flugfreyjan hefur glímt við langvarandi veikindi frá því að atvikið átti sér stað. 24. september 2019 17:58
Veikindi flugfreyja rannsökuð Þrjár flugfreyjur veiktust í flugi Icelandair í síðustu viku og þurftu að fá súrefni í fluginu. Ein flugfreyjanna þurfti að leita sér aðstoðar á bráðamóttöku þegar heim var komið. 22. september 2019 14:47
Icelandair skoðar loftgæði í háloftunum Upplýsingafulltrúi Icelandair segir að félagið hafi gengið lengra en mörg önnur til að bæta loftgæði í háloftunum. 29. ágúst 2019 12:45