Hlynnt því að leynd verði aflétt en getur ekki beitt sér fyrir því sérstaklega Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. febrúar 2020 16:24 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðarráðherra segist fylgjandi því að trúnaði verði aflétt af raforkusamningi milli Landsvirkjunar og Rio Tinto. Hún kveðst þó ekki geta í krafti stöðu sinnar beitt sér fyrir því sérstaklega að svo verði. Þetta kom fram í svari Þórdísar við fyrirspurn Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Forstjóri Landsvirkjunar greindi frá því í gær að óskað hafi verið formlega eftir því við forsvarsmenn Rio Tinto að leynd yfir innihaldi samningsins verði aflétt. Halldóra spurði ráðherra hvort hún muni beita sér fyrir því að raforkuverð Landsvirkjunar til stóriðju verði gert opinbert. Þá hefur Rio Tinto jafnframt lýst vilja sínum til að gera slíkt hið sama.Sjá einnig: Segir óviðeigandi af Rio Tinto að setja fram afarkosti „Ítrekað hefur verið haldið fram af forsvarsmönnum álveranna og Samorku að orkuverð til stóriðju á Íslandi sé í besta falli í meðallagi en sama fólk hefur ítrekað að trúnaður verði að gilda um raforkuverð þar sem orkufyrirtækin á Íslandi séu í samkeppni við aðra markaði um að draga til sín stóriðjufyrirtæki,“ sagði Halldóra. „Þarna er verið að deila og drottna í krafti ófullkominna upplýsinga á markaði. Hverjum þjónar upplýsingaskortur sem felst í slíku leynimakki?“ Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, kallaði eftir svörum ráðherra um leynd sem hvílir yfir raforkusamningum Landsvirkjunar við álfyrirtæki.vísir/vilhelm Þórdís svaraði því til að henni þyki skortur á gagnsæi hvað þetta varðar ekki vera af hinu góða. „Það setur alla aðila sem vilja taka þátt í málefnalegri umræðu, byggðri á staðreyndum, erfiðara fyrir. Það er mikið um ágiskanir og þeir sem búa yfir þessum upplýsingum eru bundnir trúnaði og geta þar af leiðandi ekki einu sinni sagt það sem þeir þó vita,“ sagði Þórdís. Hún myndi fagna því mjög ef aðilar samningsins kæmust að þeirri niðurstöðu að birta annað hvort samninginn í heild eða þá lykil þætti sem helst hafi verið rætt um á borð við raforkuverð. „Ég get sjálf í krafti minnar stöðu ekki gert kröfu um að það verði gert enda er þetta viðskiptalegur samningur á milli tveggja aðila. En nú er málið komið í þetta ferli og það verður forvitnilegt að heyra af viðbrögðum fyrirtækisins,“ sagði Þórdís. Alþingi Hafnarfjörður Orkumál Stóriðja Tengdar fréttir Starfsfólk Isal í tvöföldu áfalli vegna mögulegrar lokunar og kjarasamninga Starfsfólk Isal er slegið yfir fréttum af mögulegri lokun álversins í Straumsvík og segir áfallið tvöfalt þar sem eigendur hafi stoppað undirritun kjarasamninga. 12. febrúar 2020 20:00 Telur meiri líkur en minni að Rio Tinto verði hér um ókomin ár Það er af og frá að til greina komi að Alþingi beiti sér með einhverjum hætti til að hafa áhrif á samninga um kaup álframleiðenda á raforku. Þetta segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. 18. febrúar 2020 13:27 Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43 Segir Rio Tinto beita samningatækni og hótunum til að ná vilja sínum fram Mikið hefur verið rætt um raforkusamning Landsvirkjunnar við Rio Tinto síðustu vikur eftir að stjórnendur sögðust vera að skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík. 23. febrúar 2020 11:29 Rannveig Rist fer í leyfi Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, er á leiðinni í að minnsta kosti sex mánaða veikindaleyfi. Þetta tilkynnti Rannveig á fundi með starfsmönnum í álverinu á fjórða tímanum í dag. 21. febrúar 2020 16:05 Segir óviðeigandi af Rio Tinto að setja fram afarkosti Hörður segir Rio Tinto beita óboðlegri samningatækni en Landsvirkjun hefur formlega óskað eftir því að trúnaði um raforkusamninginn verði aflétt. 23. febrúar 2020 21:00 Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðarráðherra segist fylgjandi því að trúnaði verði aflétt af raforkusamningi milli Landsvirkjunar og Rio Tinto. Hún kveðst þó ekki geta í krafti stöðu sinnar beitt sér fyrir því sérstaklega að svo verði. Þetta kom fram í svari Þórdísar við fyrirspurn Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Forstjóri Landsvirkjunar greindi frá því í gær að óskað hafi verið formlega eftir því við forsvarsmenn Rio Tinto að leynd yfir innihaldi samningsins verði aflétt. Halldóra spurði ráðherra hvort hún muni beita sér fyrir því að raforkuverð Landsvirkjunar til stóriðju verði gert opinbert. Þá hefur Rio Tinto jafnframt lýst vilja sínum til að gera slíkt hið sama.Sjá einnig: Segir óviðeigandi af Rio Tinto að setja fram afarkosti „Ítrekað hefur verið haldið fram af forsvarsmönnum álveranna og Samorku að orkuverð til stóriðju á Íslandi sé í besta falli í meðallagi en sama fólk hefur ítrekað að trúnaður verði að gilda um raforkuverð þar sem orkufyrirtækin á Íslandi séu í samkeppni við aðra markaði um að draga til sín stóriðjufyrirtæki,“ sagði Halldóra. „Þarna er verið að deila og drottna í krafti ófullkominna upplýsinga á markaði. Hverjum þjónar upplýsingaskortur sem felst í slíku leynimakki?“ Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, kallaði eftir svörum ráðherra um leynd sem hvílir yfir raforkusamningum Landsvirkjunar við álfyrirtæki.vísir/vilhelm Þórdís svaraði því til að henni þyki skortur á gagnsæi hvað þetta varðar ekki vera af hinu góða. „Það setur alla aðila sem vilja taka þátt í málefnalegri umræðu, byggðri á staðreyndum, erfiðara fyrir. Það er mikið um ágiskanir og þeir sem búa yfir þessum upplýsingum eru bundnir trúnaði og geta þar af leiðandi ekki einu sinni sagt það sem þeir þó vita,“ sagði Þórdís. Hún myndi fagna því mjög ef aðilar samningsins kæmust að þeirri niðurstöðu að birta annað hvort samninginn í heild eða þá lykil þætti sem helst hafi verið rætt um á borð við raforkuverð. „Ég get sjálf í krafti minnar stöðu ekki gert kröfu um að það verði gert enda er þetta viðskiptalegur samningur á milli tveggja aðila. En nú er málið komið í þetta ferli og það verður forvitnilegt að heyra af viðbrögðum fyrirtækisins,“ sagði Þórdís.
Alþingi Hafnarfjörður Orkumál Stóriðja Tengdar fréttir Starfsfólk Isal í tvöföldu áfalli vegna mögulegrar lokunar og kjarasamninga Starfsfólk Isal er slegið yfir fréttum af mögulegri lokun álversins í Straumsvík og segir áfallið tvöfalt þar sem eigendur hafi stoppað undirritun kjarasamninga. 12. febrúar 2020 20:00 Telur meiri líkur en minni að Rio Tinto verði hér um ókomin ár Það er af og frá að til greina komi að Alþingi beiti sér með einhverjum hætti til að hafa áhrif á samninga um kaup álframleiðenda á raforku. Þetta segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. 18. febrúar 2020 13:27 Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43 Segir Rio Tinto beita samningatækni og hótunum til að ná vilja sínum fram Mikið hefur verið rætt um raforkusamning Landsvirkjunnar við Rio Tinto síðustu vikur eftir að stjórnendur sögðust vera að skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík. 23. febrúar 2020 11:29 Rannveig Rist fer í leyfi Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, er á leiðinni í að minnsta kosti sex mánaða veikindaleyfi. Þetta tilkynnti Rannveig á fundi með starfsmönnum í álverinu á fjórða tímanum í dag. 21. febrúar 2020 16:05 Segir óviðeigandi af Rio Tinto að setja fram afarkosti Hörður segir Rio Tinto beita óboðlegri samningatækni en Landsvirkjun hefur formlega óskað eftir því að trúnaði um raforkusamninginn verði aflétt. 23. febrúar 2020 21:00 Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Starfsfólk Isal í tvöföldu áfalli vegna mögulegrar lokunar og kjarasamninga Starfsfólk Isal er slegið yfir fréttum af mögulegri lokun álversins í Straumsvík og segir áfallið tvöfalt þar sem eigendur hafi stoppað undirritun kjarasamninga. 12. febrúar 2020 20:00
Telur meiri líkur en minni að Rio Tinto verði hér um ókomin ár Það er af og frá að til greina komi að Alþingi beiti sér með einhverjum hætti til að hafa áhrif á samninga um kaup álframleiðenda á raforku. Þetta segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. 18. febrúar 2020 13:27
Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43
Segir Rio Tinto beita samningatækni og hótunum til að ná vilja sínum fram Mikið hefur verið rætt um raforkusamning Landsvirkjunnar við Rio Tinto síðustu vikur eftir að stjórnendur sögðust vera að skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík. 23. febrúar 2020 11:29
Rannveig Rist fer í leyfi Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, er á leiðinni í að minnsta kosti sex mánaða veikindaleyfi. Þetta tilkynnti Rannveig á fundi með starfsmönnum í álverinu á fjórða tímanum í dag. 21. febrúar 2020 16:05
Segir óviðeigandi af Rio Tinto að setja fram afarkosti Hörður segir Rio Tinto beita óboðlegri samningatækni en Landsvirkjun hefur formlega óskað eftir því að trúnaði um raforkusamninginn verði aflétt. 23. febrúar 2020 21:00
Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45