Sport

Sara færðist niður í 2. sæti

Sindri Sverrisson skrifar
Sara Sigmundsdóttir og Tia-Clair Toomey berjast um sigurinn í Miami.
Sara Sigmundsdóttir og Tia-Clair Toomey berjast um sigurinn í Miami. Mynd/Instagram/@tiaclair1 og @sarasigmunds

Sara Sigmundsdóttir varð að horfa á eftir efsta sætinu á Wodapalooza Crossfit-mótinu í bili þegar hún varð í 10. sæti í fimmtu grein mótsins, Hákarlabeitunni.

Sara er með 404 stig í 2. sæti en Tia-Clair Toomey er komin á toppinn á nýjan leik, með 440 stig, eftir að hafa unnið fimmtu greinina. Sraa er með 16 stiga forskot á Kari Pearce sem er í 3. sæti nú þegar tvær greinar eru eftir.

Í Hákarlabeitunni þurftu keppendur að gera 84 hnébeygjur á öðrum fæti (skipt um fót eftir hverja beygju), lyfta bolta yfir öxl 21 sinni, synda 300 metra og taka svo þrjár umferðir af 28 hnébeygjum á öðrum fæti og 7 boltalyftum. Sara gerði æfinguna á 14 mínútum og 48 sekúndum en Toomey á 11 mínútum og 57 sekúndum.


Tengdar fréttir

Sara ein á toppnum eftir þriðju grein

Sara Sigmundsdóttir hefur tekið forystuna á Wodapalooza Crossfit-mótinu í Miami eftir þrjár greinar af sjö en hún fær áfram harða keppni frá Tia-Clair Toomey sem þótti sigurstrangleg fyrir mótið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×