„Gætum þurft að borga himinháan þrifakostnað ef ein okkar missir legvatnið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. febrúar 2020 14:30 Þessar konur hafa slegið í gegn sem uppistandarar. mynd/Hlín Arngrímsdóttir Uppistandshópurinn Fyndnustu mínar skaut fyrst upp kollinum árið 2018 og fjallar um veruleika ungra kvenna árið 2020. Undanfarin tvö ár hafa þær staðið fyrir reglulegum uppistandskvöldum á hinum ýmsu stöðum og selt upp á sýningar í Þjóðleikhússkjallaranum, Hard Rock og Tjarnarbíói. Nú er komið að næstu sýningarröð en næstkomandi laugardag frumsýna þær sýninguna Bestu Mínar á jarðhæð Kex, oft kallað Gamla Nýló. Um leið slá þær til heljarinnar veislu en DJ Mellí heldur uppi stuðinu fyrir og eftir sýningu. Hópurinn samanstendur af Lóu Björk Björnsdóttur, Rebeccu Scott Lord og Heklu Elísabetu Aðalsteinsdóttur. Sú síðastnefnda er nýjasti meðlimur hópsins og fyllir upp í skarðið fyrir Sölku Gullbrá Þórarinsdóttur, sem er í tímabundnu þungunarleyfi frá uppistandi. Síminn stoppar ekki „Það er náttúrulega ekkert grín að vera ólétt svo hún tók ákvörðun um að setjast á bekkinn um stundarsakir og hvíla sig fyrir komandi átök,“ segir Hekla Elísabet. „Við gætum þurft að borga himinháan þrifakostnað ef ein okkar missir legvatnið á sviðinu þannig að ég er hæstánægð með þetta fyrirkomulag“. Vinsældir hópsins hafa farið ört vaxandi og hafa þær verið að troða upp á hinum ýmsu viðburðum, fyrirtækjaskemmtunum og í skólum upp á síðkastið. „Síminn stoppar ekki, ég þurfti að hætta á Instagram til að fá smá frið,“ segir Lóa Björk, fjölmiðla- og sviðslistakona. „Enda leggjum við mikinn metnað í það sem við gerum og stefnum á algjöra yfirtöku á þessu sviði,“ bætir hún við en hægt er að kaupa miða á sýningar þeirra á tix.is. Uppistand Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Fleiri fréttir „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Sjá meira
Uppistandshópurinn Fyndnustu mínar skaut fyrst upp kollinum árið 2018 og fjallar um veruleika ungra kvenna árið 2020. Undanfarin tvö ár hafa þær staðið fyrir reglulegum uppistandskvöldum á hinum ýmsu stöðum og selt upp á sýningar í Þjóðleikhússkjallaranum, Hard Rock og Tjarnarbíói. Nú er komið að næstu sýningarröð en næstkomandi laugardag frumsýna þær sýninguna Bestu Mínar á jarðhæð Kex, oft kallað Gamla Nýló. Um leið slá þær til heljarinnar veislu en DJ Mellí heldur uppi stuðinu fyrir og eftir sýningu. Hópurinn samanstendur af Lóu Björk Björnsdóttur, Rebeccu Scott Lord og Heklu Elísabetu Aðalsteinsdóttur. Sú síðastnefnda er nýjasti meðlimur hópsins og fyllir upp í skarðið fyrir Sölku Gullbrá Þórarinsdóttur, sem er í tímabundnu þungunarleyfi frá uppistandi. Síminn stoppar ekki „Það er náttúrulega ekkert grín að vera ólétt svo hún tók ákvörðun um að setjast á bekkinn um stundarsakir og hvíla sig fyrir komandi átök,“ segir Hekla Elísabet. „Við gætum þurft að borga himinháan þrifakostnað ef ein okkar missir legvatnið á sviðinu þannig að ég er hæstánægð með þetta fyrirkomulag“. Vinsældir hópsins hafa farið ört vaxandi og hafa þær verið að troða upp á hinum ýmsu viðburðum, fyrirtækjaskemmtunum og í skólum upp á síðkastið. „Síminn stoppar ekki, ég þurfti að hætta á Instagram til að fá smá frið,“ segir Lóa Björk, fjölmiðla- og sviðslistakona. „Enda leggjum við mikinn metnað í það sem við gerum og stefnum á algjöra yfirtöku á þessu sviði,“ bætir hún við en hægt er að kaupa miða á sýningar þeirra á tix.is.
Uppistand Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Fleiri fréttir „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Sjá meira