Barcelona lætur yfirmann knattspyrnumála fara Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2020 19:30 Eric Abidal við hlið Lionel Messi. Mynd/Nordic Photos/Getty Það er svo sannarlega verið að taka til hendinni í herbúðum spænska stórveldisins þessa dagana. Þjálfarinn farinn, yfirmaður knattspyrnumála farinn og allir leikmenn liðsins nema fimm eru til sölu. Quique Setién var látinn taka poka sinn á dögunum eftir aðeins átta mánuði sem þjálfari liðsins. Nú er búið að staðfesta brottför Eric Abidal en þessi fyrrum leikmaður liðsins hafði gegnt stöðu yfirmanns knattspyrnumála undanfarin tvö ár. Hans síðasta verk í starfi var að reka áðurnefndan Setién. [LATEST NEWS]Agreement for the ending of Éric Abidal's contract— FC Barcelona (@FCBarcelona) August 18, 2020 Hinn fertugu Abidal lék með Börsungum frá 2007 til 2013. Árið 2011 greindist hann með æxli í lifur en tókst þó að spila allt fram til ársins 2014. Hann spilaði þó ekki marga leiki og færði sig um set til Mónakó í Frakklandi og svo Olympiakos í Grikklandi áður en skórnir fóru upp í hillu árið 2014. Alls lék hann 125 deildarleiki fyrir Börsunga og vann til að mynda Meistaradeild Evrópu tvívegis. Þá lék hann 67 landsleiki fyrir franska landsliðið. Í yfirlýsingu Barcelona segir að félagið og Abidal hafi komist að sameiginlegri niðurstöðu. Ef til vill eykur þetta líkurnar á að Argentínumaðurinn Lionel Messi verði áfram í herbúðum liðsins en hann lenti upp á kant við Abidal fyrr á leiktíðinni. „Félagið óskar Abidal alls hins besta í framtíðinni og þakkar honum fyrir fagmennsku, staðfestu og prúðmennsku sína,“ sagði í frekar hefðbundinni yfirlýsingu frá félaginu er brotthvarf Abidal var staðfest. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Bara þessir fimm Börsungar eru ekki til sölu í sumar Það eru einungis fimm leikmenn Barcelona sem eiga fast sæti í leikmannahóp liðsins á næstu leiktíð. 17. ágúst 2020 13:00 Búið að reka þjálfara Börsunga Spænska stórveldið Barcelona hefur rekið Quique Setién, þjálfara sinn, eftir aðeins átta mánuði í starfi. 16. ágúst 2020 22:34 Man. City talið leiða kapphlaupið um Messi Það vakti mikla athygli í gær þegar fréttir bárust af því að Lionel Messi, stórstjarna Barcelona, vildi komast í burtu frá félaginu. 17. ágúst 2020 11:00 Koeman gæti tekið við Börsungum Ronald Koeman – landsliðsþjálfari Hollands – gæti orðið næsti þjálfari spænska knattspyrnufélagsins Barcelona. 16. ágúst 2020 21:15 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira
Það er svo sannarlega verið að taka til hendinni í herbúðum spænska stórveldisins þessa dagana. Þjálfarinn farinn, yfirmaður knattspyrnumála farinn og allir leikmenn liðsins nema fimm eru til sölu. Quique Setién var látinn taka poka sinn á dögunum eftir aðeins átta mánuði sem þjálfari liðsins. Nú er búið að staðfesta brottför Eric Abidal en þessi fyrrum leikmaður liðsins hafði gegnt stöðu yfirmanns knattspyrnumála undanfarin tvö ár. Hans síðasta verk í starfi var að reka áðurnefndan Setién. [LATEST NEWS]Agreement for the ending of Éric Abidal's contract— FC Barcelona (@FCBarcelona) August 18, 2020 Hinn fertugu Abidal lék með Börsungum frá 2007 til 2013. Árið 2011 greindist hann með æxli í lifur en tókst þó að spila allt fram til ársins 2014. Hann spilaði þó ekki marga leiki og færði sig um set til Mónakó í Frakklandi og svo Olympiakos í Grikklandi áður en skórnir fóru upp í hillu árið 2014. Alls lék hann 125 deildarleiki fyrir Börsunga og vann til að mynda Meistaradeild Evrópu tvívegis. Þá lék hann 67 landsleiki fyrir franska landsliðið. Í yfirlýsingu Barcelona segir að félagið og Abidal hafi komist að sameiginlegri niðurstöðu. Ef til vill eykur þetta líkurnar á að Argentínumaðurinn Lionel Messi verði áfram í herbúðum liðsins en hann lenti upp á kant við Abidal fyrr á leiktíðinni. „Félagið óskar Abidal alls hins besta í framtíðinni og þakkar honum fyrir fagmennsku, staðfestu og prúðmennsku sína,“ sagði í frekar hefðbundinni yfirlýsingu frá félaginu er brotthvarf Abidal var staðfest.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Bara þessir fimm Börsungar eru ekki til sölu í sumar Það eru einungis fimm leikmenn Barcelona sem eiga fast sæti í leikmannahóp liðsins á næstu leiktíð. 17. ágúst 2020 13:00 Búið að reka þjálfara Börsunga Spænska stórveldið Barcelona hefur rekið Quique Setién, þjálfara sinn, eftir aðeins átta mánuði í starfi. 16. ágúst 2020 22:34 Man. City talið leiða kapphlaupið um Messi Það vakti mikla athygli í gær þegar fréttir bárust af því að Lionel Messi, stórstjarna Barcelona, vildi komast í burtu frá félaginu. 17. ágúst 2020 11:00 Koeman gæti tekið við Börsungum Ronald Koeman – landsliðsþjálfari Hollands – gæti orðið næsti þjálfari spænska knattspyrnufélagsins Barcelona. 16. ágúst 2020 21:15 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira
Bara þessir fimm Börsungar eru ekki til sölu í sumar Það eru einungis fimm leikmenn Barcelona sem eiga fast sæti í leikmannahóp liðsins á næstu leiktíð. 17. ágúst 2020 13:00
Búið að reka þjálfara Börsunga Spænska stórveldið Barcelona hefur rekið Quique Setién, þjálfara sinn, eftir aðeins átta mánuði í starfi. 16. ágúst 2020 22:34
Man. City talið leiða kapphlaupið um Messi Það vakti mikla athygli í gær þegar fréttir bárust af því að Lionel Messi, stórstjarna Barcelona, vildi komast í burtu frá félaginu. 17. ágúst 2020 11:00
Koeman gæti tekið við Börsungum Ronald Koeman – landsliðsþjálfari Hollands – gæti orðið næsti þjálfari spænska knattspyrnufélagsins Barcelona. 16. ágúst 2020 21:15