Meta fjárhagsleg áhrif samkomulags við Boeing á 35 milljarða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. ágúst 2020 10:02 Þrjár af þeim 737-MAX vélum sem Icelandair átti að fá frá Boeing hafa meðal annars verið geymdar á þessu bílastæði í grennd við verksmiðju Boeing við Seattle í Bandaríkjunum. Getty/David Rider Icelandair reiknar með að fjárhagsleg áhrif samkomulags við flugvélaframleiðandann Boeing vegna 737 MAX flugvélanna nemi um það bil 260 milljónum dollurum, 35 milljörðum króna á gengi dagsins í dag. Þetta kemur fram í kynningargögnum Icelandair vegna væntanlegs hlutafjárútboðs sem halda á í næsta mánuði. Icelandair birti gögnin í gærkvöldi. Félagið hefur að undanförnu unnið að því ná samkomulagi við Boeing um bætur vegna Boeing 737 Max vélanna, sem hafa verið í alþjóðlegu flugbanni eftir tvo mannskæð flugslys. Icelandair reiknar með að taka sex MAX-vélar inn í flugflota sinn til viðbótar, þrjár í vetur, og þrjár veturinn þar á eftir.Mynd/Icelandair Icelandair hafði pantað 16 slíkar flugvélar og fengið sex afhentar. Félagið hefur hins vegar lítið geta notað þær og verið í viðræðum um bætur við Boeing vegna þess. Fréttir hafa verið sagðar af því að nást hafi samkomulag á milli Icelandair og Boeing um bætur, án þess að miklar upplýsingar hafi verið gefnar um fjárhagsleg áhrif samkomulagsins. Í kynningargögnunum segir að samkomulagið við Boeing sé þríþætt. Það feli í sér greiðslu frá Boeing, Icelandair kaupi sex 737 MAX vélar til viðbótar í stað tíu og að Icelandair fái afslátt af kaupverði þeirra MAX-véla sem félagið á eftir að fá afhentar. Icelandair segist einnig hafa tryggt fjármögnun vegna kaupa á vélunum sex sem eftir standa. Í gögnunum segir að vænt áhrif þess á fjárhag Icelandair nemi alls 260 milljónum dollara, um 35 milljörðum króna á gengi dagsins í dag. Til samanburðar má geta þess að möguleg ríkisábyrgð vegna Icelandair sem tilkynnt var um í gær nemur allt að 16,5 milljörðum, auk þess sem að Icelandair ætlar sér að safna allt að 23 milljörðum í hlutafjárútboðinu. Í gögnunum segir einnig að félagið geri ráð fyrir að flugmálayfirvöld heimsins opni á það á síðasta ársfjórðungi ársins að MAX-vélarnar hefji sig til lofts á ný. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Boeing Tengdar fréttir Icelandair sýnir spilin fyrir væntanlegt hlutafjárútboð Icelandair birti í gærkvöldi kynningargögn fyrir fyrirhugað hlutafjárútboð félagsins sem haldið verður 14. til 15. september næstkomandi, fáist samþykki hluthafafundar þann 9. september. 19. ágúst 2020 08:43 Segir ekki koma á óvart að hlutafjárútboði hafi verið frestað Fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair hefur verið frestað fram í september. Greinandi segir þá ákvörðun ekki koma á óvart enda séu miklir hagsmunir í húfi. 18. ágúst 2020 20:15 Telur fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair duga fyrir rekstri í tvö ár Fjármálaráðherra segir að áætlanir Icelandair um fjárhagslega endurskipulagningu og hlutafjáraukningu ættu að duga fyrir rekstri félagsins í að minnsta kosti tvö ár. 18. ágúst 2020 19:42 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Fleiri fréttir Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Sjá meira
Icelandair reiknar með að fjárhagsleg áhrif samkomulags við flugvélaframleiðandann Boeing vegna 737 MAX flugvélanna nemi um það bil 260 milljónum dollurum, 35 milljörðum króna á gengi dagsins í dag. Þetta kemur fram í kynningargögnum Icelandair vegna væntanlegs hlutafjárútboðs sem halda á í næsta mánuði. Icelandair birti gögnin í gærkvöldi. Félagið hefur að undanförnu unnið að því ná samkomulagi við Boeing um bætur vegna Boeing 737 Max vélanna, sem hafa verið í alþjóðlegu flugbanni eftir tvo mannskæð flugslys. Icelandair reiknar með að taka sex MAX-vélar inn í flugflota sinn til viðbótar, þrjár í vetur, og þrjár veturinn þar á eftir.Mynd/Icelandair Icelandair hafði pantað 16 slíkar flugvélar og fengið sex afhentar. Félagið hefur hins vegar lítið geta notað þær og verið í viðræðum um bætur við Boeing vegna þess. Fréttir hafa verið sagðar af því að nást hafi samkomulag á milli Icelandair og Boeing um bætur, án þess að miklar upplýsingar hafi verið gefnar um fjárhagsleg áhrif samkomulagsins. Í kynningargögnunum segir að samkomulagið við Boeing sé þríþætt. Það feli í sér greiðslu frá Boeing, Icelandair kaupi sex 737 MAX vélar til viðbótar í stað tíu og að Icelandair fái afslátt af kaupverði þeirra MAX-véla sem félagið á eftir að fá afhentar. Icelandair segist einnig hafa tryggt fjármögnun vegna kaupa á vélunum sex sem eftir standa. Í gögnunum segir að vænt áhrif þess á fjárhag Icelandair nemi alls 260 milljónum dollara, um 35 milljörðum króna á gengi dagsins í dag. Til samanburðar má geta þess að möguleg ríkisábyrgð vegna Icelandair sem tilkynnt var um í gær nemur allt að 16,5 milljörðum, auk þess sem að Icelandair ætlar sér að safna allt að 23 milljörðum í hlutafjárútboðinu. Í gögnunum segir einnig að félagið geri ráð fyrir að flugmálayfirvöld heimsins opni á það á síðasta ársfjórðungi ársins að MAX-vélarnar hefji sig til lofts á ný.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Boeing Tengdar fréttir Icelandair sýnir spilin fyrir væntanlegt hlutafjárútboð Icelandair birti í gærkvöldi kynningargögn fyrir fyrirhugað hlutafjárútboð félagsins sem haldið verður 14. til 15. september næstkomandi, fáist samþykki hluthafafundar þann 9. september. 19. ágúst 2020 08:43 Segir ekki koma á óvart að hlutafjárútboði hafi verið frestað Fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair hefur verið frestað fram í september. Greinandi segir þá ákvörðun ekki koma á óvart enda séu miklir hagsmunir í húfi. 18. ágúst 2020 20:15 Telur fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair duga fyrir rekstri í tvö ár Fjármálaráðherra segir að áætlanir Icelandair um fjárhagslega endurskipulagningu og hlutafjáraukningu ættu að duga fyrir rekstri félagsins í að minnsta kosti tvö ár. 18. ágúst 2020 19:42 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Fleiri fréttir Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Sjá meira
Icelandair sýnir spilin fyrir væntanlegt hlutafjárútboð Icelandair birti í gærkvöldi kynningargögn fyrir fyrirhugað hlutafjárútboð félagsins sem haldið verður 14. til 15. september næstkomandi, fáist samþykki hluthafafundar þann 9. september. 19. ágúst 2020 08:43
Segir ekki koma á óvart að hlutafjárútboði hafi verið frestað Fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair hefur verið frestað fram í september. Greinandi segir þá ákvörðun ekki koma á óvart enda séu miklir hagsmunir í húfi. 18. ágúst 2020 20:15
Telur fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair duga fyrir rekstri í tvö ár Fjármálaráðherra segir að áætlanir Icelandair um fjárhagslega endurskipulagningu og hlutafjáraukningu ættu að duga fyrir rekstri félagsins í að minnsta kosti tvö ár. 18. ágúst 2020 19:42
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf