Dýragarði Joe Exotic lokað Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. ágúst 2020 10:46 Joe Exotic situr nú í fangelsi. Þar smitaðist hann af kórónuveirunni. youtube Sögusviði Netflix-þáttanna Tiger King, dýragarðurinn Greater Wynnewood Exotic Animal Park í Oklahoma-ríki, hefur verið lokað. Frá þessu greindi Jeff Lowe, núverandi eigandi garðsins, í Facebook-færslu í gærkvöld. Þar gagnrýnir hann landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna og segir ráðuneytið hafa látið undan þrýstingi dýraverndunarsamtakanna PETA. Þau hafa lengi haft horn í síðu garðsins og fyrrverandi eiganda hans, Joseph Maldonado-Passage eða Joe Exotic. Hann afplánar nú 22 ára fangelsisdóm, m.a. fyrir að leggja á ráðin um að koma keppinaut sínum Carole Baskin fyrir kattarnef. Átök þeirra eru þungamiðjan í Netflix-þáttunum og spanna mörg ár. Alríkisdómari í Bandaríkjunum veitti Baskin, sem er forstjóri dýraverndunarsamtakanna Big Cat Rescue, stjórn yfir dýragarðinum fyrr í sumar. Ákvörðunin var niðurstaða dómsmáls sem Baskin höfðaði gegn Exotic vegna brota hans á höfundarréttarlögum. Svo fór að Exotic var gert að greiða tæpa milljón dollara til Baskin og dýraathvarfs hennar. Hann stóð þó ekki í skilum á upphæðinni og var honum því gert að afhenda dýragarðinn í staðinn. Fyrrnefndum Lowe, auðmanni sem bregður einnig fyrir í þáttunum og farið hefur með rekstur dýragarðsins síðan Exotic var dæmdur í fangelsi, var með dómsúrskurðinum gert að fjarlægja öll dýr úr garðinum innan 120 daga. Í færslu sinni skrifar Lowe að Tiger King-ævintýrið hafi breytt öllum sem að því komu. Það hafi jafnframt skapað dýragarðinum gríðarlegar tekjur og fyrir vikið hafi verið hægt að annast dýrin; ógrynni tígrisdýra, bjarna og annarra framandi dýra, betur en nokkru sinni fyrr. Dýraverndunarsamtök hafa einmitt gagnrýnt eigendur garðsins fyrir lélegan aðbúnað. Lowe segir öll dýrin í garðinum nú vera í einkaeigu „og þau verða áfram í einkaeigu.“ Hann tiltekur þó ekki hvað það þýðir, hvort búið sé að selja öll dýrin eða hvort hann annist þau sjálfur. Lowe tekur hins vegar fram að eignarhald á framandi dýrum sé löglegt í Oklahoma. Auðmaðurinn segist nú vinna að opnun nýs garðs, sem verði fyrst og fremst tökustaður fyrir sjónvarpsefni tengt Tiger King. Talið er Netflix hafi þegar öðlast réttinn að annarri þáttaröð af Tiger King auk þess sem hafin er framleiðsla á ýmsu hliðarefni (e. spinoff). Til að mynda mun Nicolas Cage bregða sér í hlutverk Joe Exotic í nýrri þáttaröð. Netflix Bandaríkin Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Sleginn yfir því að tapa dýragarðinum í hendur erkióvinarins Joseph Maldonado-Passge, betur þekktur sem Joe Exotic, er í hæsta máta óánægður með að Carole Baskin, erkióvinur hans og forstjóri dýraverndunarsamtakanna Big Cat Rescue, hafi fengið yfirráð yfir dýragarði sem eitt sinn var í eigu Exotic. 5. júní 2020 22:35 Segja að svara verði „sviksemi“ Carole Baskin Umboðsmannateymi á bak við Joe Exotic, sem einnig er þekktur sem Tígrísdýrakonungurinn, segir að svara verði „sviksemi“ Carole Baskin, sem nýverið vann mál á hendur Exotic með þeim afleiðingum að hún eignaðist dýragarð sem áður var í hans eigu. 5. júní 2020 09:03 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fleiri fréttir Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Sjá meira
Sögusviði Netflix-þáttanna Tiger King, dýragarðurinn Greater Wynnewood Exotic Animal Park í Oklahoma-ríki, hefur verið lokað. Frá þessu greindi Jeff Lowe, núverandi eigandi garðsins, í Facebook-færslu í gærkvöld. Þar gagnrýnir hann landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna og segir ráðuneytið hafa látið undan þrýstingi dýraverndunarsamtakanna PETA. Þau hafa lengi haft horn í síðu garðsins og fyrrverandi eiganda hans, Joseph Maldonado-Passage eða Joe Exotic. Hann afplánar nú 22 ára fangelsisdóm, m.a. fyrir að leggja á ráðin um að koma keppinaut sínum Carole Baskin fyrir kattarnef. Átök þeirra eru þungamiðjan í Netflix-þáttunum og spanna mörg ár. Alríkisdómari í Bandaríkjunum veitti Baskin, sem er forstjóri dýraverndunarsamtakanna Big Cat Rescue, stjórn yfir dýragarðinum fyrr í sumar. Ákvörðunin var niðurstaða dómsmáls sem Baskin höfðaði gegn Exotic vegna brota hans á höfundarréttarlögum. Svo fór að Exotic var gert að greiða tæpa milljón dollara til Baskin og dýraathvarfs hennar. Hann stóð þó ekki í skilum á upphæðinni og var honum því gert að afhenda dýragarðinn í staðinn. Fyrrnefndum Lowe, auðmanni sem bregður einnig fyrir í þáttunum og farið hefur með rekstur dýragarðsins síðan Exotic var dæmdur í fangelsi, var með dómsúrskurðinum gert að fjarlægja öll dýr úr garðinum innan 120 daga. Í færslu sinni skrifar Lowe að Tiger King-ævintýrið hafi breytt öllum sem að því komu. Það hafi jafnframt skapað dýragarðinum gríðarlegar tekjur og fyrir vikið hafi verið hægt að annast dýrin; ógrynni tígrisdýra, bjarna og annarra framandi dýra, betur en nokkru sinni fyrr. Dýraverndunarsamtök hafa einmitt gagnrýnt eigendur garðsins fyrir lélegan aðbúnað. Lowe segir öll dýrin í garðinum nú vera í einkaeigu „og þau verða áfram í einkaeigu.“ Hann tiltekur þó ekki hvað það þýðir, hvort búið sé að selja öll dýrin eða hvort hann annist þau sjálfur. Lowe tekur hins vegar fram að eignarhald á framandi dýrum sé löglegt í Oklahoma. Auðmaðurinn segist nú vinna að opnun nýs garðs, sem verði fyrst og fremst tökustaður fyrir sjónvarpsefni tengt Tiger King. Talið er Netflix hafi þegar öðlast réttinn að annarri þáttaröð af Tiger King auk þess sem hafin er framleiðsla á ýmsu hliðarefni (e. spinoff). Til að mynda mun Nicolas Cage bregða sér í hlutverk Joe Exotic í nýrri þáttaröð.
Netflix Bandaríkin Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Sleginn yfir því að tapa dýragarðinum í hendur erkióvinarins Joseph Maldonado-Passge, betur þekktur sem Joe Exotic, er í hæsta máta óánægður með að Carole Baskin, erkióvinur hans og forstjóri dýraverndunarsamtakanna Big Cat Rescue, hafi fengið yfirráð yfir dýragarði sem eitt sinn var í eigu Exotic. 5. júní 2020 22:35 Segja að svara verði „sviksemi“ Carole Baskin Umboðsmannateymi á bak við Joe Exotic, sem einnig er þekktur sem Tígrísdýrakonungurinn, segir að svara verði „sviksemi“ Carole Baskin, sem nýverið vann mál á hendur Exotic með þeim afleiðingum að hún eignaðist dýragarð sem áður var í hans eigu. 5. júní 2020 09:03 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fleiri fréttir Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Sjá meira
Sleginn yfir því að tapa dýragarðinum í hendur erkióvinarins Joseph Maldonado-Passge, betur þekktur sem Joe Exotic, er í hæsta máta óánægður með að Carole Baskin, erkióvinur hans og forstjóri dýraverndunarsamtakanna Big Cat Rescue, hafi fengið yfirráð yfir dýragarði sem eitt sinn var í eigu Exotic. 5. júní 2020 22:35
Segja að svara verði „sviksemi“ Carole Baskin Umboðsmannateymi á bak við Joe Exotic, sem einnig er þekktur sem Tígrísdýrakonungurinn, segir að svara verði „sviksemi“ Carole Baskin, sem nýverið vann mál á hendur Exotic með þeim afleiðingum að hún eignaðist dýragarð sem áður var í hans eigu. 5. júní 2020 09:03