Ertu að fjölga þér? Lestu þetta fyrst Vigdís Ingibjörg Pálsdóttir skrifar 19. ágúst 2020 13:15 Frumburður minn byrjaði í leikskóla í síðustu viku á frábærri deild. Hann verður 21 mánaða í lok ágúst. Í 21 mánuð hefur hann notið félagsskapar foreldra sinna, verið hjá ömmu og afa, frændum og frænkum. Á meðan ég er afskaplega þakklát fyrir þann tíma þá hefur þetta líka verið þrautin þyngri. Púsla saman dögunum, störfum og skólastundum okkar föður hans. Klukkutími hér, klukkutími þar. Hver getur passað eftir hádegi? Kemst ég á næsta fund? Ég er að öllum líkindum komin með ígildi þriggja meistaragráða í verkefnastjórnun. Það gleymdist nefnilega að gefa mér handbókina: Hvernig er að eiga barn á Íslandi? Hingað er ég komin, frelsari tilvonandi foreldra, að fræða ykkur. Burt með rómantík og rúllettuna. Upp með dagbókina þína. Reyndu eftir bestu getu að skipuleggja mögulegan barnsgefandi getnaðinn þannig að afkomandi þinn komi í heiminn fyrri hluta ársins. Annars endar þú tekjulaus í talsvert langan tíma, með örmagna ömmur og afa og/eða eltandi dagmömmur á Facebook, bjóðandi upp barnið þitt eins og notaðan Ikea skenk. Passaðu þig líka að lesa allar reglur Fæðingarorlofssjóðs í þaula og skipuleggja rómantískar stundir eftir því. Ef þú hefur nefnilega einhvern tímann stigið fyrir utan 9-5 skrifstofuboxið þá gætir þú endað á að fá ekki neitt. Og byrjaðu að leggja fyrir. Það hjálpar með tekjulausa mánuði eða háa greiðsluseðilinn í heimabankanum fyrir daggæslu – ef þú ert heppin/n! Fæðingarorlofið er í ferli að verða framlengt í ár, sem er frábær framför (það er þó bara ef foreldrarnir taka ekki neitt fæðingarorlof saman). En það brúar ekki bilið sem er fyrir. Tímarnir breyttust en þetta ástand stóð í stað. Báðir foreldrarnir eru á vinnumarkaðnum og samfélagið okkar býður sjaldan upp á að fjölskyldur geti lifað á einu tekjum annars. Það eru afskaplega fá hverfi á höfuðborgarsvæðinu sem bjóða 1 árs börnum upp á leikskólapláss. Líkurnar minnka stórlega ef barnið þitt kom í heiminn nálægt jólunum. Eini valkosturinn sem fjölskyldur hafa fyrir utan það að redda sér sjálfar eru dagmömmur eða ungbarnaleikskólar. Ef þú vilt eiga möguleika á plássi á ungbarnaleikskóla þarftu að hringja sjö sinnum á dag, vera með hárréttu samböndin eða mæta með ostakörfur og inneignarbréf. Þú getur líka reynt að komast að hjá dagmömmu. Kannski er heppnin með þér og þú ert með tengsl eða meðmæli og mundir að sækja um 2 árum fyrir fæðingu barnsins. Annars er hópur á Facebook þar sem dagmömmur auglýsa laus pláss. Þá getur þú skrifað athugasemd, vonast til að þú verðir valin/n og keyrt svo með barnið þitt eitthvert út í buskann og látið það dýrmætasta sem þú munt nokkurn tímann eiga í hendur á manneskju sem þú veist ekkert um og vonað að sveitafélagið mæti í vettvangsathugun oftar en einu sinni á ári. Það er ánægjuleg upplifun. Sagði enginn nokkurn tímann. Svo er líka í boði að punga út fjárhæðum fyrir dagvistun sem eru svo háar að það borgar sig eflaust ekki fyrir einhverja að fara aftur að vinna. Þetta vesen er búið að vera viðvarandi í mörg ár. Þetta er vandamál sem skýtur alltaf upp kollinum í umræðunni í aðdraganda kosninga, sveitafélögin lofa öllu fögru en lítið gerist. Framlenging fæðingarorlofsins í tólf mánuði er góð byrjun. Ríki og sveitarfélög þurfa að vinna saman að því að útrýma eyðunni sem skapast á milli fæðingarorlofs og ásættanlegrar dagvistunar. Umönnun barnanna okkar og staða ungbarnaforeldra ætti ekki að vera aukaatriði. Þetta er algjört grundvallaratriði og þar að auki jafnréttismál, enda sýna tölur að þessi eyða endar í yfirgnæfandi flestum tilfellum á mæðrum. Ef yfirvöld eru ekki tilbúin að taka í taumana þá er þetta prýðis leiðarvísir fyrir nýliða í bransanum sem langar í barn. Ég hélt í sakleysi mínu að barnsburður væri dýrmæt afurð hvatvísra ásta sem samfélagið tæki fagnandi. Þetta gekk upp hjá okkur með herkjum en næst ætlum við samt að skipuleggja aðeins betur. Leggja fyrir svo við getum verið heima með barninu okkar róleg og án þess að reiða okkur á fæðingarorlofssjóð. Splæsa í slökunarnudd fyrir ömmurnar. Gera bakgrunnsskoðun á öllum dagmömmum og leikskólakennurum í 10 km radíus. Svo fá getnaðarvarnirnar kannski að fjúka. Höfundur er viðskiptafræðingur með MBA gráðu frá IE Business School Í Madrid. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Börn og uppeldi Fæðingarorlof Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Frumburður minn byrjaði í leikskóla í síðustu viku á frábærri deild. Hann verður 21 mánaða í lok ágúst. Í 21 mánuð hefur hann notið félagsskapar foreldra sinna, verið hjá ömmu og afa, frændum og frænkum. Á meðan ég er afskaplega þakklát fyrir þann tíma þá hefur þetta líka verið þrautin þyngri. Púsla saman dögunum, störfum og skólastundum okkar föður hans. Klukkutími hér, klukkutími þar. Hver getur passað eftir hádegi? Kemst ég á næsta fund? Ég er að öllum líkindum komin með ígildi þriggja meistaragráða í verkefnastjórnun. Það gleymdist nefnilega að gefa mér handbókina: Hvernig er að eiga barn á Íslandi? Hingað er ég komin, frelsari tilvonandi foreldra, að fræða ykkur. Burt með rómantík og rúllettuna. Upp með dagbókina þína. Reyndu eftir bestu getu að skipuleggja mögulegan barnsgefandi getnaðinn þannig að afkomandi þinn komi í heiminn fyrri hluta ársins. Annars endar þú tekjulaus í talsvert langan tíma, með örmagna ömmur og afa og/eða eltandi dagmömmur á Facebook, bjóðandi upp barnið þitt eins og notaðan Ikea skenk. Passaðu þig líka að lesa allar reglur Fæðingarorlofssjóðs í þaula og skipuleggja rómantískar stundir eftir því. Ef þú hefur nefnilega einhvern tímann stigið fyrir utan 9-5 skrifstofuboxið þá gætir þú endað á að fá ekki neitt. Og byrjaðu að leggja fyrir. Það hjálpar með tekjulausa mánuði eða háa greiðsluseðilinn í heimabankanum fyrir daggæslu – ef þú ert heppin/n! Fæðingarorlofið er í ferli að verða framlengt í ár, sem er frábær framför (það er þó bara ef foreldrarnir taka ekki neitt fæðingarorlof saman). En það brúar ekki bilið sem er fyrir. Tímarnir breyttust en þetta ástand stóð í stað. Báðir foreldrarnir eru á vinnumarkaðnum og samfélagið okkar býður sjaldan upp á að fjölskyldur geti lifað á einu tekjum annars. Það eru afskaplega fá hverfi á höfuðborgarsvæðinu sem bjóða 1 árs börnum upp á leikskólapláss. Líkurnar minnka stórlega ef barnið þitt kom í heiminn nálægt jólunum. Eini valkosturinn sem fjölskyldur hafa fyrir utan það að redda sér sjálfar eru dagmömmur eða ungbarnaleikskólar. Ef þú vilt eiga möguleika á plássi á ungbarnaleikskóla þarftu að hringja sjö sinnum á dag, vera með hárréttu samböndin eða mæta með ostakörfur og inneignarbréf. Þú getur líka reynt að komast að hjá dagmömmu. Kannski er heppnin með þér og þú ert með tengsl eða meðmæli og mundir að sækja um 2 árum fyrir fæðingu barnsins. Annars er hópur á Facebook þar sem dagmömmur auglýsa laus pláss. Þá getur þú skrifað athugasemd, vonast til að þú verðir valin/n og keyrt svo með barnið þitt eitthvert út í buskann og látið það dýrmætasta sem þú munt nokkurn tímann eiga í hendur á manneskju sem þú veist ekkert um og vonað að sveitafélagið mæti í vettvangsathugun oftar en einu sinni á ári. Það er ánægjuleg upplifun. Sagði enginn nokkurn tímann. Svo er líka í boði að punga út fjárhæðum fyrir dagvistun sem eru svo háar að það borgar sig eflaust ekki fyrir einhverja að fara aftur að vinna. Þetta vesen er búið að vera viðvarandi í mörg ár. Þetta er vandamál sem skýtur alltaf upp kollinum í umræðunni í aðdraganda kosninga, sveitafélögin lofa öllu fögru en lítið gerist. Framlenging fæðingarorlofsins í tólf mánuði er góð byrjun. Ríki og sveitarfélög þurfa að vinna saman að því að útrýma eyðunni sem skapast á milli fæðingarorlofs og ásættanlegrar dagvistunar. Umönnun barnanna okkar og staða ungbarnaforeldra ætti ekki að vera aukaatriði. Þetta er algjört grundvallaratriði og þar að auki jafnréttismál, enda sýna tölur að þessi eyða endar í yfirgnæfandi flestum tilfellum á mæðrum. Ef yfirvöld eru ekki tilbúin að taka í taumana þá er þetta prýðis leiðarvísir fyrir nýliða í bransanum sem langar í barn. Ég hélt í sakleysi mínu að barnsburður væri dýrmæt afurð hvatvísra ásta sem samfélagið tæki fagnandi. Þetta gekk upp hjá okkur með herkjum en næst ætlum við samt að skipuleggja aðeins betur. Leggja fyrir svo við getum verið heima með barninu okkar róleg og án þess að reiða okkur á fæðingarorlofssjóð. Splæsa í slökunarnudd fyrir ömmurnar. Gera bakgrunnsskoðun á öllum dagmömmum og leikskólakennurum í 10 km radíus. Svo fá getnaðarvarnirnar kannski að fjúka. Höfundur er viðskiptafræðingur með MBA gráðu frá IE Business School Í Madrid. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun