Luka Doncic gerði 28 stig er Dallas jafnaði metin í 1-1 gegn LA Clippers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Lokatölur 127-114.
Doncic gerði 28 stig í leiknum í nótt og gaf sjö stoðsendingar en bekkurinn hjá Dallas skilaði einnig 47 stigum sem gerði gæfumuninn.
Kawhi Leonard var stigahæstur hjá Clippers með 35 stig.
Boston er komið í 2-0 gegn Philadelphia eftir 128-101 sigur og Toronto er einnig komið í 2-0 gegn Brooklyn með 104-99 sigri í leik liðanna í nótt.
Eftir að hafa tapað í fyrsta leiknum í framlengingu þá náði Utah að jafna metin gegn Denver í nótt. Donovan Mitchell gerði 30 stig fyrir Utah.