Öllum verkföllum sem hefjast áttu á miðnætti aflýst Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. mars 2020 06:48 Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB. Vísir/Vilhelm Öllum verkfallsaðgerðum um 15 þúsund félagsmanna BSRB sem byrjuðu eða áttu að byrja á miðnætti hefur verið aflýst. Hver kjarasamningurinn á fætur öðrum var undirritaður í nótt og í morgun. Skrifað var undir síðasta samninginn, á milli Sjúkraliðafélags Íslands og ríkisins, skömmu fyrir klukkan átta. Boðað var til víðtækra verkfallsaðgerða aðildarfélaga BSRB á miðnætti. Um var að ræða bæði ótímabundin og tímabundin verkföll. Verkfallsaðgerðirnar hefðu m.a. náð til fjölda bæjarstarfsmanna hjá ýmsum stofnunum, til að mynda frístundaheimila og skóla, auk starfsmanna ríkisstofnana á borð við Skattinn og Sýslumannsembætta.Sjá einnig: Sameyki gerir „tímamótasamning“ við borgina Fyrsti kjarasamningurinn var undirritaður upp úr miðnætti, nokkrum mínútum eftir að fyrstu verkfallsaðgerðir hófust. Þá skrifaði samninganefnd fjórtán bæjarstarfsmannafélaga um land allt undir samning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Þar með var verkfalli um 7500 manns aflýst. Um klukkustund síðar var samningur Sameykis við Reykjavíkurborg undirritaður, því næst samningur Sameykis við ríkið, þá bæjarstarfsmannafélögin við ríkið og að síðustu Sjúkraliðafélag Íslands við Samband íslenskra sveitarfélaga. „Samningarnir eiga það sameiginlegt að stóru málin þar eru kröfur aðildarfélaga BSRB til margra ára um styttingu vinnuvikunnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í samtali við Vísi. „Við erum mjög ánægð með að það þurfti ekki að koma til lengri verkfalla en þetta og að ellefu mánaða kjarasamningsviðræðum sé lokið. Það eru auðvitað mikil tímamót að það sé verið að breyta vinnutíma opinberra starfsmanna með þessum hætti, sem hefur verið sá sami í fimmtíu ár.“Verkföll enn á dagskrá Kjarasamningar BSRB sem undirritaðir voru í nótt hafa þó ekki áhrif á verkfall Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg sem enn stendur yfir. Um tvö þúsund félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni hafa nú verið í ótímabundnu verkfalli frá og með 17. febrúar. Skóla- og leikskólastarf hefur raskast töluvert í Reykjavík á meðan áverkfallinu hefur staðið. Í dag hefst svo verkfall Eflingar í öðrum sveitarfélögum en Reykjavík. Formlegum fundi samninganefndar Reykjavíkurborgar og Eflingar var frestað í nótt en boðað hefur verið til annars fundar klukkan eitt í dag.Samninganefndir Sjúkraliðafélags Íslands og ríkisins skrifuðu undir eina kjarasamninginn sem eftir stóð skömmu fyrir klukkan átta í morgun. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við það. Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Sjúkraliðar semja við sveitarfélög Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ) hefur skrifað undir kjarasamninga viðSamband íslenskra sveitarfélaga og verða verkföll félagsmanna því felld niður. 9. mars 2020 05:30 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Öllum verkfallsaðgerðum um 15 þúsund félagsmanna BSRB sem byrjuðu eða áttu að byrja á miðnætti hefur verið aflýst. Hver kjarasamningurinn á fætur öðrum var undirritaður í nótt og í morgun. Skrifað var undir síðasta samninginn, á milli Sjúkraliðafélags Íslands og ríkisins, skömmu fyrir klukkan átta. Boðað var til víðtækra verkfallsaðgerða aðildarfélaga BSRB á miðnætti. Um var að ræða bæði ótímabundin og tímabundin verkföll. Verkfallsaðgerðirnar hefðu m.a. náð til fjölda bæjarstarfsmanna hjá ýmsum stofnunum, til að mynda frístundaheimila og skóla, auk starfsmanna ríkisstofnana á borð við Skattinn og Sýslumannsembætta.Sjá einnig: Sameyki gerir „tímamótasamning“ við borgina Fyrsti kjarasamningurinn var undirritaður upp úr miðnætti, nokkrum mínútum eftir að fyrstu verkfallsaðgerðir hófust. Þá skrifaði samninganefnd fjórtán bæjarstarfsmannafélaga um land allt undir samning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Þar með var verkfalli um 7500 manns aflýst. Um klukkustund síðar var samningur Sameykis við Reykjavíkurborg undirritaður, því næst samningur Sameykis við ríkið, þá bæjarstarfsmannafélögin við ríkið og að síðustu Sjúkraliðafélag Íslands við Samband íslenskra sveitarfélaga. „Samningarnir eiga það sameiginlegt að stóru málin þar eru kröfur aðildarfélaga BSRB til margra ára um styttingu vinnuvikunnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í samtali við Vísi. „Við erum mjög ánægð með að það þurfti ekki að koma til lengri verkfalla en þetta og að ellefu mánaða kjarasamningsviðræðum sé lokið. Það eru auðvitað mikil tímamót að það sé verið að breyta vinnutíma opinberra starfsmanna með þessum hætti, sem hefur verið sá sami í fimmtíu ár.“Verkföll enn á dagskrá Kjarasamningar BSRB sem undirritaðir voru í nótt hafa þó ekki áhrif á verkfall Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg sem enn stendur yfir. Um tvö þúsund félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni hafa nú verið í ótímabundnu verkfalli frá og með 17. febrúar. Skóla- og leikskólastarf hefur raskast töluvert í Reykjavík á meðan áverkfallinu hefur staðið. Í dag hefst svo verkfall Eflingar í öðrum sveitarfélögum en Reykjavík. Formlegum fundi samninganefndar Reykjavíkurborgar og Eflingar var frestað í nótt en boðað hefur verið til annars fundar klukkan eitt í dag.Samninganefndir Sjúkraliðafélags Íslands og ríkisins skrifuðu undir eina kjarasamninginn sem eftir stóð skömmu fyrir klukkan átta í morgun. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við það.
Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Sjúkraliðar semja við sveitarfélög Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ) hefur skrifað undir kjarasamninga viðSamband íslenskra sveitarfélaga og verða verkföll félagsmanna því felld niður. 9. mars 2020 05:30 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Sjúkraliðar semja við sveitarfélög Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ) hefur skrifað undir kjarasamninga viðSamband íslenskra sveitarfélaga og verða verkföll félagsmanna því felld niður. 9. mars 2020 05:30