Kórónuveirufaraldurinn er þegar farin að hafa þónokkur áhrif á samfélagið og raunar heimsbyggðina alla. Í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag verður rætt við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um aðgerðir stjórnvalda vegna veirunnar og þær áskoranir sem blasa við.
Þá verður einnig rætt við þau Ásu Atladóttur, verkefnastjóra sýkingavarna hjá embætti landlæknis og Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur í smitsjúkdómum og prófessor í læknisfræði við Háskóla Íslands.

