Villi skammaði áhorfendur í Gettu betur Andri Eysteinsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 6. mars 2020 22:15 Vilhelm Anton Jónsson og Ingileif Friðriksdóttir eru spurningahöfundar Gettu betur. RÚV Vilhelm Anton Jónsson, Villi Naglbítur, spurningahöfundur og dómari í spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur, hvatti stuðningsmenn í sal til að vera til fyrirmyndar í keppni kvöldsins. Viðureignar Menntaskólans í Reykjavík og Verzlunarskóla Íslands. „Ég vil biðja alla um að vera til fyrirmyndar hérna inni. Hérna erum við saman að skemmta okkur, þetta á að vera gaman og skemmtilegt. Hérna eru krakkar uppi á sviði sem eru búin að leggja ótrúlega mikið á sig og þau eiga skilið að blómstra hérna og sýna hvað í þeim býr,“ sagði Vilhelm eftir að stuðningshópur Verzlunarskólans hafði sungið orðið „plastpokar“ hástöfum eftir að MR hafði svarað annarri vísbendingaspurningu keppninnar rétt. Söngur Verzlinganna var vísun í meint svindl MR-liðsins í viðureign þeirra gegn Kvennó en mikið var rætt um á samfélagsmiðlum og varð atvikið til að mynda kveikjan að greinaskrifum fyrrverandi keppanda Borgarholtsskóla um málið. MR bar þá sigurorð af Kvennaskólanum með einu stigi en í vísbendingaspurningahluta keppninnar virtist sem svo að áhorfandi hafi kallað til MR-liðsins og þau í kjölfarið breytt svari sínu úr frauðplast í plastpokar. Upp komu vangaveltur hvort um væri að ræða þjálfara MR-liðsins og var kallað eftir aðgerðum af hálfu RÚV þar sem sigur MR vannst með minnsta mun. Svo fór að úrslitin stóðu og MR-ingar komust því áfram í undanúrslitin sem fram fóru í kvöld.Menntaskólinn í Reykjavík vann að lokum öruggan sigur með 35 stigum gegn 22 stigum Verzlunarskólans. MR getur því tryggt sér sinn 21. hljóðnema í úrslitum Gettu betur næsta föstudag. Þar mun MR mæta firnasterku liði Borgarholtsskóla sem freistar þess að vinna sinn annan titil. Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ísfirðingar áfram í Gettu betur eftir umdeilda endurtekna viðureign MÍ hrósaði sigri gegn VA í endurtekinni viðureign skólanna í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur. 20. janúar 2020 18:54 Gettu betur-liðar reittu Creed aðdáendur til reiði Það varð uppi fótur og fit á samfélagsmiðlum þegar spurt var um grísku eyjuna Krít í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, í gær. Þar áttust við Tækniskólinn og Borgarholtsskóli. 1. febrúar 2020 11:01 Þungt í Austfirðingum vegna klúðurs í Gettu betur Telja rétt að bæði liðin komist áfram í sjónvarpskeppnina. 16. janúar 2020 14:10 Mest lesið Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Fleiri fréttir Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Sjá meira
Vilhelm Anton Jónsson, Villi Naglbítur, spurningahöfundur og dómari í spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur, hvatti stuðningsmenn í sal til að vera til fyrirmyndar í keppni kvöldsins. Viðureignar Menntaskólans í Reykjavík og Verzlunarskóla Íslands. „Ég vil biðja alla um að vera til fyrirmyndar hérna inni. Hérna erum við saman að skemmta okkur, þetta á að vera gaman og skemmtilegt. Hérna eru krakkar uppi á sviði sem eru búin að leggja ótrúlega mikið á sig og þau eiga skilið að blómstra hérna og sýna hvað í þeim býr,“ sagði Vilhelm eftir að stuðningshópur Verzlunarskólans hafði sungið orðið „plastpokar“ hástöfum eftir að MR hafði svarað annarri vísbendingaspurningu keppninnar rétt. Söngur Verzlinganna var vísun í meint svindl MR-liðsins í viðureign þeirra gegn Kvennó en mikið var rætt um á samfélagsmiðlum og varð atvikið til að mynda kveikjan að greinaskrifum fyrrverandi keppanda Borgarholtsskóla um málið. MR bar þá sigurorð af Kvennaskólanum með einu stigi en í vísbendingaspurningahluta keppninnar virtist sem svo að áhorfandi hafi kallað til MR-liðsins og þau í kjölfarið breytt svari sínu úr frauðplast í plastpokar. Upp komu vangaveltur hvort um væri að ræða þjálfara MR-liðsins og var kallað eftir aðgerðum af hálfu RÚV þar sem sigur MR vannst með minnsta mun. Svo fór að úrslitin stóðu og MR-ingar komust því áfram í undanúrslitin sem fram fóru í kvöld.Menntaskólinn í Reykjavík vann að lokum öruggan sigur með 35 stigum gegn 22 stigum Verzlunarskólans. MR getur því tryggt sér sinn 21. hljóðnema í úrslitum Gettu betur næsta föstudag. Þar mun MR mæta firnasterku liði Borgarholtsskóla sem freistar þess að vinna sinn annan titil.
Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ísfirðingar áfram í Gettu betur eftir umdeilda endurtekna viðureign MÍ hrósaði sigri gegn VA í endurtekinni viðureign skólanna í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur. 20. janúar 2020 18:54 Gettu betur-liðar reittu Creed aðdáendur til reiði Það varð uppi fótur og fit á samfélagsmiðlum þegar spurt var um grísku eyjuna Krít í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, í gær. Þar áttust við Tækniskólinn og Borgarholtsskóli. 1. febrúar 2020 11:01 Þungt í Austfirðingum vegna klúðurs í Gettu betur Telja rétt að bæði liðin komist áfram í sjónvarpskeppnina. 16. janúar 2020 14:10 Mest lesið Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Fleiri fréttir Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Sjá meira
Ísfirðingar áfram í Gettu betur eftir umdeilda endurtekna viðureign MÍ hrósaði sigri gegn VA í endurtekinni viðureign skólanna í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur. 20. janúar 2020 18:54
Gettu betur-liðar reittu Creed aðdáendur til reiði Það varð uppi fótur og fit á samfélagsmiðlum þegar spurt var um grísku eyjuna Krít í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, í gær. Þar áttust við Tækniskólinn og Borgarholtsskóli. 1. febrúar 2020 11:01
Þungt í Austfirðingum vegna klúðurs í Gettu betur Telja rétt að bæði liðin komist áfram í sjónvarpskeppnina. 16. janúar 2020 14:10