Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. nóvember 2025 12:34 Árásin átti sér stað á gistiheimili í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Karlmaður að nafni Norbert Walicki hefur verið dæmdur til fimm ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps með því að skera mann á háls með eldhúshnífi. Árásin átti sér stað á gistiheimili í Kópavogi í júní 2023. Manninum er gefið að sök að hafa fyrirvaralaust lagt að öðrum manni í reykherbergi gistiheimilisins með ofbeldi með því að leggja að honum með eldhúshníf sem var með 18,5 sentímetra löngu blaði. Hlaut sá sem fyrir árásinni varð skurð á hálsi sem sauma þurfti saman. Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur 30. október en var birtur í gær. Bar fyrir sig neyðarvörn Hann neitaði sök í málinu og bar fyrir sig að um neyðarvörn hafi verið að ræða og að ekki hafi verið ásetningur til brots. Hann hafi ekki ætlað að skera manninn á háls. Lýsti hann því fyrir dómi að hann hefði verið sleginn af manninum sem hafi verið á gistiheimilinu ásamt öðrum manni. Þá hafi hann sótt hnífana til að vera öruggari og til þess að hræða mennina. Hann hafi svo sveiflað hnífnum í átt að mönnunum en sagðist telja að það hafi verið vegna þess að annar mannanna hafi tekið í hönd hans. Er tekið fram í dómnum að ekki hafi verið samræmi á milli framburðar mannsins fyrir dómi og í skýrslutökum lögreglu. Þar hafi hann sagt sjö menn hafa verið með hávaða og að maðurinn sem fyrir árásinni varð hafi tvisvar slegið hann í andlitið. Einhverjir þessara manna hefðu reynt að ná af honum öðrum hnífnum og þá hafi hnífurinn sennilega farið í háls mannsins. Vitnin trúverðug Mennirnir tveir lýstu því fyrir dómi og fyrir lögreglu að maðurinn hafi komið með tvo hnífa inn í reykherbergi gistiheimilisins. Hann hafi misst annan í gólfið og fyrirvaralaust brugðið hnífi að hálsi annars þeirra og skorið hann á háls. Eftir það hafi hann verið yfirbugaður og læstur inni í reykherberginu. Lýstu vitnin því að atlagan hafi verið skyndileg og án fyrirvara. Dómurinn metur framburð vitnanna trúverðugan og telur sannað að maðurinn hafi veist að þeim með þeim hætti sem þeir lýsa. Hafið sé yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hafi haft ásetning til að skera hinn á háls. Ástand hans hafi að einvherju leyti mátt skýra með tilliti til áfengisáhrifa, sem leysi hann ekki undan refsiábyrgð. Lögreglumál Dómsmál Kópavogur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
Manninum er gefið að sök að hafa fyrirvaralaust lagt að öðrum manni í reykherbergi gistiheimilisins með ofbeldi með því að leggja að honum með eldhúshníf sem var með 18,5 sentímetra löngu blaði. Hlaut sá sem fyrir árásinni varð skurð á hálsi sem sauma þurfti saman. Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur 30. október en var birtur í gær. Bar fyrir sig neyðarvörn Hann neitaði sök í málinu og bar fyrir sig að um neyðarvörn hafi verið að ræða og að ekki hafi verið ásetningur til brots. Hann hafi ekki ætlað að skera manninn á háls. Lýsti hann því fyrir dómi að hann hefði verið sleginn af manninum sem hafi verið á gistiheimilinu ásamt öðrum manni. Þá hafi hann sótt hnífana til að vera öruggari og til þess að hræða mennina. Hann hafi svo sveiflað hnífnum í átt að mönnunum en sagðist telja að það hafi verið vegna þess að annar mannanna hafi tekið í hönd hans. Er tekið fram í dómnum að ekki hafi verið samræmi á milli framburðar mannsins fyrir dómi og í skýrslutökum lögreglu. Þar hafi hann sagt sjö menn hafa verið með hávaða og að maðurinn sem fyrir árásinni varð hafi tvisvar slegið hann í andlitið. Einhverjir þessara manna hefðu reynt að ná af honum öðrum hnífnum og þá hafi hnífurinn sennilega farið í háls mannsins. Vitnin trúverðug Mennirnir tveir lýstu því fyrir dómi og fyrir lögreglu að maðurinn hafi komið með tvo hnífa inn í reykherbergi gistiheimilisins. Hann hafi misst annan í gólfið og fyrirvaralaust brugðið hnífi að hálsi annars þeirra og skorið hann á háls. Eftir það hafi hann verið yfirbugaður og læstur inni í reykherberginu. Lýstu vitnin því að atlagan hafi verið skyndileg og án fyrirvara. Dómurinn metur framburð vitnanna trúverðugan og telur sannað að maðurinn hafi veist að þeim með þeim hætti sem þeir lýsa. Hafið sé yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hafi haft ásetning til að skera hinn á háls. Ástand hans hafi að einvherju leyti mátt skýra með tilliti til áfengisáhrifa, sem leysi hann ekki undan refsiábyrgð.
Lögreglumál Dómsmál Kópavogur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira