Öllum verða tryggð laun í sóttkví Heimir Már Pétursson skrifar 4. mars 2020 19:45 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að aðilar vinnumarkaðsins og stjónvöld muni tryggja að allir sem þurfa að fara í sóttkví haldi launum sínum. stöð 2 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld muni tryggja að allir sem þurfi að fara í sóttkví haldi launum sínum. Gengið verði frá útfærslu á framkvæmdinni í dag eða á morgun. Forsætisráðherra fundaði með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandsins seinnipartinn í gær vegna þess að þessir aðilar höfðu gefið misvísandi skilaboð um rétt fólks í sóttkví til launa. „Á fundi okkar í gær kom fram eindreginn vilji allra aðila við borðið, bæði atvinnurekenda, launafólks og stjórnvalda til að tryggja að allir sem þurfa að fara í sóttkví að ráðleggingum sóttvarnalæknis verði tryggð laun. Það eru allir sammála um það markmið að það er mikilvægur liður í því að hægja á útbreiðslu kórónu veirunnar hér á landi,“ segir Katrín.Sjá einnig: Segir kolröng skilaboð að skerða laun fólks í sóttkví Dagurinn í dag hafi farið í að aðilar hafi setið saman við að finna lausnir. Henni skiljist í lok dags að það hylli undir lausn sem tryggi öllum laun í sóttkví. Það verði gert með blandaðri leið þar sem allir leggi sitt að mörkum. Stjórnvöld höfðu áður lýst yfir að allir opinberir starfsmenn sem þyrftu að fara í sóttkví fengju greidd laun. En samkvæmt samkomulaginu í dag gæti ríkisvaldið við vissar aðstæður einnig komið að því að tryggja launagreiðslur á almenna vinnumarkaðnum. „Það er hugsunin í þessu því það liggur fyrir að auðvitað eru aðstæður mjög mismunandi. Margir þeirra sem eru í sóttkví halda áfram að sinna sínum störfum eins og fram hefur komið. Eru fullfrískir og geta sinnt sínum störfum heiman frá sér. En svo geta aðstæður verið mismunandi. Þannig að við höfum nýtt daginn í að skoða fordæmi annars staðar á Norðurlöndum um hvernig þau eru að gera þetta. Þannig að þetta verður einhvers konar sameiginleg lausn þar sem við leggjum öll okkar að mörkum,“ segir forsætisráðherra.Þannig að það eru allir þessir aðilar, atvinnurekendur, verkalýðshreyfing og ríkisvald sammála um að það verði fundin lausn þannig að enginn verði launalaus í sóttkví? „Um það erum við algerlega sammála,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Tengdar fréttir Smitin orðin tuttugu Tala smitaðra hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar er komin í tuttugu manns. Fjögur sýni hafa greinst jákvæð í dag. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 4. mars 2020 12:14 Árshátíð Póstsins frestað vegna kórónuveirunnar Árshátíð Póstsins sem fara átti fram þann 21. mars næstkomandi í Laugardalshöll hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 3. mars 2020 21:05 Búið að greina sex tilfelli kórónuveiru til viðbótar Búið er að greina sex ný kórónuveirusmitstifelli á Íslandi. Heildarfjöldi þeirra er því 26 sem stendur, þar af hafa 10 verið greind í dag. 4. mars 2020 17:08 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld muni tryggja að allir sem þurfi að fara í sóttkví haldi launum sínum. Gengið verði frá útfærslu á framkvæmdinni í dag eða á morgun. Forsætisráðherra fundaði með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandsins seinnipartinn í gær vegna þess að þessir aðilar höfðu gefið misvísandi skilaboð um rétt fólks í sóttkví til launa. „Á fundi okkar í gær kom fram eindreginn vilji allra aðila við borðið, bæði atvinnurekenda, launafólks og stjórnvalda til að tryggja að allir sem þurfa að fara í sóttkví að ráðleggingum sóttvarnalæknis verði tryggð laun. Það eru allir sammála um það markmið að það er mikilvægur liður í því að hægja á útbreiðslu kórónu veirunnar hér á landi,“ segir Katrín.Sjá einnig: Segir kolröng skilaboð að skerða laun fólks í sóttkví Dagurinn í dag hafi farið í að aðilar hafi setið saman við að finna lausnir. Henni skiljist í lok dags að það hylli undir lausn sem tryggi öllum laun í sóttkví. Það verði gert með blandaðri leið þar sem allir leggi sitt að mörkum. Stjórnvöld höfðu áður lýst yfir að allir opinberir starfsmenn sem þyrftu að fara í sóttkví fengju greidd laun. En samkvæmt samkomulaginu í dag gæti ríkisvaldið við vissar aðstæður einnig komið að því að tryggja launagreiðslur á almenna vinnumarkaðnum. „Það er hugsunin í þessu því það liggur fyrir að auðvitað eru aðstæður mjög mismunandi. Margir þeirra sem eru í sóttkví halda áfram að sinna sínum störfum eins og fram hefur komið. Eru fullfrískir og geta sinnt sínum störfum heiman frá sér. En svo geta aðstæður verið mismunandi. Þannig að við höfum nýtt daginn í að skoða fordæmi annars staðar á Norðurlöndum um hvernig þau eru að gera þetta. Þannig að þetta verður einhvers konar sameiginleg lausn þar sem við leggjum öll okkar að mörkum,“ segir forsætisráðherra.Þannig að það eru allir þessir aðilar, atvinnurekendur, verkalýðshreyfing og ríkisvald sammála um að það verði fundin lausn þannig að enginn verði launalaus í sóttkví? „Um það erum við algerlega sammála,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Tengdar fréttir Smitin orðin tuttugu Tala smitaðra hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar er komin í tuttugu manns. Fjögur sýni hafa greinst jákvæð í dag. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 4. mars 2020 12:14 Árshátíð Póstsins frestað vegna kórónuveirunnar Árshátíð Póstsins sem fara átti fram þann 21. mars næstkomandi í Laugardalshöll hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 3. mars 2020 21:05 Búið að greina sex tilfelli kórónuveiru til viðbótar Búið er að greina sex ný kórónuveirusmitstifelli á Íslandi. Heildarfjöldi þeirra er því 26 sem stendur, þar af hafa 10 verið greind í dag. 4. mars 2020 17:08 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Smitin orðin tuttugu Tala smitaðra hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar er komin í tuttugu manns. Fjögur sýni hafa greinst jákvæð í dag. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 4. mars 2020 12:14
Árshátíð Póstsins frestað vegna kórónuveirunnar Árshátíð Póstsins sem fara átti fram þann 21. mars næstkomandi í Laugardalshöll hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 3. mars 2020 21:05
Búið að greina sex tilfelli kórónuveiru til viðbótar Búið er að greina sex ný kórónuveirusmitstifelli á Íslandi. Heildarfjöldi þeirra er því 26 sem stendur, þar af hafa 10 verið greind í dag. 4. mars 2020 17:08